Fréttablaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 36
fast/eignir 22. september 2003 MÁNUDAGUR22 Skemmtilegt 168 fermetra rað-hús á tveimur hæðum í vestur- bæ Kópavogs er til sölu hjá Eign.is. Húsið er teiknað af Albínu og Guð- finnu Thordarsen. Falleg aðkoma er að húsinu og bílastæðin hellu- lögð. Eignin skiptist í tvær hæðir, á efri hæðinni eru þrjú svefnher- bergi og bað, en á þeirri neðri, eld- hús, stofa, borðstofa, snyrting, geymsla, þvottahús og bílskúr. Á neðri hæð, sem er öll flísa- lögð með ítölskum flísum, er kom- ið inn í ágæta forstofu með góðum skápum fyrir yfirhafnir. Inni af forstofu er gestasalerni með tengi fyrir sturtu. Úr holi er gengið í aðrar vistarverur. Eldhúsið er opið inn í holið annars vegar með borðkrók og inn í borðstofu hins vegar. Þar er falleg ljós innrétting úr hlyni og vandað keramik hellu- borð. Stofan og borðstofan snúa í suður, þar er sérlega bjart og mik- il lofthæð setur svip á eignina. Sömu flísar eru þar og annars staðar á neðri hæðinni. Gengið er út á skjólgóða hellulagða verönd í suður úr stofunni. Garðurinn er lítill en fallegur og í góðri rækt. Þar er lítill geymslu- skúr fyrir garðtæki og útigrill. Á vinstri hönd þegar gengið er inn úr forstofunni er flísalagt þvottahús með góðum innréttingum og þar inn af er ágæt geymsla. Innan- gengt er í snyrtilegan bílskúr úr þvottahúsinu. Ásett verð er 21,4 milljónir. ■ Fjárstyrkir frá íbúðalánasjóði/ Nýjungar í byggingariðnaði Íbúðalánasjóður veitir árlegafjárstyrki til tækninýjunga eða annarra umbóta í byggingariðnaði í samræmi við ákvæði laga um húsnæðismál. Sjóðnum er heimilt að veita slíka styrki til einstak- linga, fyrirtækja og stofnana sem vinna að þróun tæknilegra að- ferða og nýjunga sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði og viðhaldi íbúðarhúsnæðis, stytt- ingar byggingartíma eða stuðlað með öðrum hætti að aukinni hag- kvæmni í byggingariðnaði. Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur samþykkt að veita styrki til 14 verkefna, samtals að fjárhæð 14 milljónum króna á árinu 2003. ■ BYGGINGAVINNA Nýjungar geta leitt til lækkunar á byggingakostnaði. VERKEFNIN HEITA: Burðarvirki úr bárujárni. Hagkvæmnis- og hönnunarrannsókn stálgrindaburðarvirkja í íbúðarhúsum. Ending sjálfútleggjandi steinsteypu. Eykur útveggjaklæðning hættu á tæringu bendistála? Rit um högghljóðeinangrun. Frá baggaplasti til steypumóta. Græn þök - vistvæn þök. Nýsköpun í húsbyggingum - Víkingahús. Langtímaáhrif íslenskra fylliefna á skrið steypu. Tæring eirlagna fyrir kalt neysluvatn. Tæring og tæringavarnir, tæringahraðkort. Sjálfútleggjandi steinsteypa - vöru og markaðsþróun. Samanburðarmælingar í byggingariðnaði. Heildarsýn á endingu og viðhaldsþörf bygginga. HÚSIÐ ER Á TVEIMUR HÆÐUM Teiknað af Albínu og Guðfinnu Thordarsen. Raðhús í vesturbæ Kópavogs/ Falleg aðkoma að skemmtilegu húsi Þórarinn Jónsson Lögmaður, löggiltur fasteignasali Viðar F. Welding Sölumaður GSM 866 4445 Jón Kristinsson sölumaður GSM 894 5599 www.eignanaust.is Vitastígur 12 – 101 Rvík – Sími 551 8000 – Fax 551 1160 Einbýli - raðhús Ólafsgeisli-einbýli Glæsilegt 214fm einbýlishús á tveimur hæðum, með 4 svefnher- bergjum, 64fm stofu, tvö baðher- bergi, sjónvarpsherbergi, innbyggð- um 33fm bílskúr. Selst fokhelt. Verð. 20,0 millj. Ásbúð-með aukaíbúð. Fallegt 198 fm. einbýlishús á tveim- ur hæðum með 45,7 fm innbyggð- um bílskúr og stídíóíbúð. Húsið stendur innst í lokuðum botnlanga. Verð 25,9 millj. Núpabakki Endaraðhús með innbyggðum bílskúr 245 fm. 4 svefnherbergi, sólstofa, 2 stofur, útsýni, skólar og öll þjónusta í næsta nágrenni. Verð 20,9 millj. Jónsgeisli-Grafarholti Einbýlishús á tveimur hæðum 246fm ásamt 27fm bílskúr. Möguleiki á 3-4ra herb. séríbúð á jarðhæð. Fallegt út- sýni. Húsið skilast fokhelt fullfrágeng- ið að utan. Verð: 19,8 millj. 4-5 herbergja íbúðir Ljósheimar-Laus strax 4ra herbergja 91fm íbúð á 2 hæð. 3 svefnherbergi, stofa með suð-vest- ur svölum, nýtt gler. Íbúðin er öll ný- máluð og laus nú þegar. Verð: 12,9 millj. Árkvörn-Ártúnsholti Falleg 4ra herbergja 118fm enda-íbúð á 2 hæð með sérinngangi. 3 stór svefnherbergi á sér gangi, stór stofa sem býður uppá möguleika á fjórða svefnherberginu, suður svalir, sér þvottahús, frábær staðsetning, skólar og útivistarsvæði í næsta nágrenni. Verð: 16,9 mil. 3ja herbergja íbúðir Framnesvegur - 60 fm sérhæð. Glæsileg 3ja her- bergja 60fm, neðri sérhæð í tvíbýli, sem öll hefur verið nýlega standsett. Sér inngangur. Verð. 9,8 millj. Bergstaðarstræti Falleg 3ja herb. 98fm íbúð á 2hæð, með parketi og útsýni uppá Bald- urstorg. Verð 13,2 millj. 2ja herbergja Skúlagata-Lyftuhús Glæsileg 2ja herbergja 60fm íbúð á 5 hæð, í lyftuhúsi byggðu 1998. Vand- aðar innréttingar, sérmerkt bílastæði í bílahúsi. Laus strax. Verð 12,9 millj. Atvinnuhúsnæði Þórsgata-4 stúdíóíbúðir. 133,5fm húsnæði með 4 stúdíobúð- um sem seljast með öllum búnaði. Góðar leigutekjur. Verð 18,5 millj. Eyrartröð-Hafnarfirði 62,5fm bil með 4m lofthæð, og inn- keyrsluhurð, sér hiti og rafmagn. Af- hending um áramót. Seljandi getur lánað 65%. Verð 6,5 millj. Gjótuhraun-Hafnarfirði Vandað 585fm húsnæði með mögu- leika á millilofti, skiptanlegt í 6 bil, góð staðsetning, rétt hjá Shellstöð- inni við Reykjavíkurveg. Verð 49,7 millj. Lindargata-verkstæði. Gamalt trésmíðaverkstæði á tveimur hæðum alls 45fm, laust strax. Verð 4,2 millj. Sumarbústaðir Nýr sumarbústaður Nýbyggður 48fm sumarbústaður, 2 svefnherbergi ásamt svefnlofti, rúm- góð stofa, verönd. Bústaðurinn er fokheldur að innan og tilbúinn til flutnings. Verð 2,8 millj. 3ja í Kópavogi óskast. Óskum eftir 3ja herbergja íbúð í Lindahverfi-Sölum-Smárum með útsýni. Opið virka daga 9-17 Drápuhlíð-3ja herb. Falleg 3ja herbergja 70 fm. kjallaraíbúð. Tvö rúm- góð svefnherbergi, stór stofa, endurnýjað bað- herbergi. Áhvl. bygg. sj. 3,8 millj. með vöxtum. 21 þús. á mán. Verð 11,3 millj. Breiðavík-við sjávarsíðuna Glæsilegt einbýlishús 240fm, tvöfalldur bílskúr, 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, 2 stofur, úti- vistarparadís, sjávarsíðan og gólfvöllur. Húsið selst fokhelt. Áhvíl. 9,0 húsbréf. Verð 24,0 millj. Bankastræti – penthouse Glæsileg 149 fm hæð í húsi byggðu 1972. 2 stór svefnherbergi, vinnuherbergi, stór stofa, eldhús í sérflokki, tvennar svalir, glæsilegt útsýni. 2 sér bíla- stæði á baklóð. Eign í sérflokki. Verð: 24,9 millj. Búmenn auglýsa íbúðir Réttarheiði í Hveragerði Til sölu er búseturétt í 8 íbúðum í fjórum parhúsum við Réttarheiði 29-43 í Hveragerði. Um er að ræða 3ja herb. íbúðir, rúmlega 90 fm. að stærð. Íbúðunum fylgja um 16 fm. garðaskálar. Nú þegar hafa verið byggðar 8 íbúðir við Réttarheiði 26-40 og verða því alls 16 íbúðir á svæði Búmanna við Réttarheiði um mitt ár 2004. Íbúðirnar verða til afhendingar um miðjan júní 2004. Umsóknafrestur er til 6. október n.k. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 54 eða í síma 552-5644 milli kl. 9-15. Réttur til kaupa miðast við 50 ára og eldri. Búmenn hsf. www.bumenn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.