Fréttablaðið - 22.09.2003, Page 45
17MÁNUDAGUR 22. september 2003
Bíllinn:
Vistvernd í
verki
Vistvernd í verki stendur að opn-um fundi í ráðhúsi Reykjavíkur
á bíllausa deginum, 22. september,
kl. 16.30. Vistvernd í verki er verk-
efni Landverndar sem undanfarin
ár hefur beint athyglinni að því að
gera má ýmsar einfaldar umbætur í
daglegu lífi sem draga úr sóun, bæta
umhverfið og auka lífsgæðin. Á bíl-
lausa deginum stendur Vistvernd í
verki fyrir opnum fundi í ráðhúsi
Reykjavíkur. Alda Jónsdóttir, for-
maður Íslenska fjallahjólaklúbbs-
ins, talar um hjólreiðar í borginni og
Runólfur Ólafsson frá Félagi ís-
lenskra bifreiðaeigenda fjallar um
bílamenningu og akstur. ■
Konur og umferð:
Umhugað
um öryggi
Konur vilja harðari refsingarvið hraðakstri og nota bíl-
belti meira en karlar. Þetta eru
niðurstöður sænskrar rannsókn-
ar. Hún leiðir einnig í jós að kon-
ur hafa meiri áhuga á öryggi í
umferð en karlmenn. Rannsóknin
var gerð á meðal 2.100 manns á
aldrinum 15-84 ára. Eva Marie
Törnström, formaður samtak-
anna Konur á vegum úti, er ekki
undrandi á niðurstöðunni. Hún
segir konur hafa meiri ábyrgðar-
tilfinningu og vilji ekki taka þá
áhættu að verða einhverjum að
aldurtila í umferðinni vegna
óábyrgs aksturs. ■
Ráð við hraðakstri:
Örflögur í
bílnúmera-
plötum?
Bandarísk stjórnvöld hafa íhyggju að beita nýjum að-
ferðum til að hafa hendur í hári
þeirra ökumanna sem stunda
hraðakstur. Um er að ræða svip-
aða rafræna tækni og þá sem á
að nota til að rukka vegatolla
eftir árið 2010.
Ein hugmyndin er sú að setja
örflögur inn í bílnúmeraplötur og
þannig verði hægt að fylgjast
með bílum allan sólarhringinn.
Þannig verði hægt að sækja öku-
níðinga til saka freistist þeir til að
stíga of fast á bensíngjöfina. ■
PORSCHE
Þeir sem aka um á einum svona gætu
þurft að passa sig enn frekar í umferðinni
eftir nokkur ár.
FLOTTUR BENZ
Sýningargestur gengur framhjá tilraunaútgáfu af Mercedes Benz F400 sem var til sýnis á alþjóðlegri bílasýningu í Malasíu. Á sýningunni
var að finna allt það nýjasta frá evrópskum og asískum bílaframleiðundum.
AP
/M
YN
D
Útsala hjá Toyota:
135 bílar seldust
Alls seldust um 135 bílar á út-sölu á notuðum Toyota-bílum
á dögunum. Útsalan stóð yfir í
fjóra daga og lauk henni sunnu-
daginn 14. september.
Fjöldi fólks lagði leið sína á út-
söluna, sem var haldin á
Kringluplaninu, og strax við opn-
un á fimmtudagsmorguninn var
komin um þrjátíu manna biðröð
af óþreyjufullum kaupendum.
Að sögn Dags Jónassonar,
sölustjóra notaðra bíla hjá
Toyota, fóru viðtökurnar fram úr
björtustu vonum. „Þetta var al-
veg frábært, það er óhætt að
segja það. Þetta var líka öðruvísi
útsala hjá okkur og það vakti at-
hygli. Kringlutorg er afar óhefð-
bundinn staður.“
Minni fólksbílar voru vinsæl-
astir á útsölunni en þeir voru
seldir á verði niður í 200.000
krónur. „Þegar svona útsölur eru
annars vegar virðist fólk oftast
vera að leita eftir einhverju
ódýrara, í kringum 500.000 krón-
ur. Það er verðflokkurinn sem
var að seljast mjög vel.“
Útsalan hefur hingað til ekki
verið árviss viðburður og að sögn
Dags er óvíst hvort hún verði
haldin aftur á næsta ári. „Maður
verður bara að sjá hvernig þetta
þróast áfram. Við erum núna að
búa okkur undir að taka á móti
miklu magni af Toyota-bílum sem
eru að koma af bílaleigum, þan-
nig að við erum bara aðeins að
losa til.“ ■
MUSSO
Breytt úr jeppa í pickup.
Nýr Musso Sport:
Úr jeppa í
pallbíl
Nýr Musso Sport pickup er áleiðinni hingað til lands að
sögn Árna Sveinssonar, sölumanns
hjá Bílabúð Benna. Auk þess eru
væntanlegar tvær tegundir af Da-
ewoo og sex cl. Porce jeppi.
„Þeir eru að breyta þessum
Musso bíl úr jeppa í pallbíl en ekki
öfugt. Það er eitthvað sem hefur
ekki verið gert áður,“ segir Árni.
„Það eru góð sæti í þessum bíl.
Maður situr í honum eins og í upp-
runalegum jeppa en ekki nánast í
gólfinu eins og oft er raunin í pall-
bílum.“ ■
Starfsmaður Bridgestone:
Stökk fram
af bjargi
Starfsmaður japanska dekkja-framleiðandans Bridgestone
Corp. sem hafði verið yfirheyrður
vegna mikils eldsvoða sem varð í
framleiðsluveri skammt frá Tókíó,
framdi sjálfsvíg á dögunum.
Maðurinn, sem var 47 ára gam-
all, var á meðal þeirra fyrstu sem
urðu varir við eldsvoðann. Alls
eyðilögðust um 1.650 þúsund dekk í
eldinum og um 5.000 manns þurftu
að yfirgefa nærliggjandi svæði.
Búið var að yfirheyra manninn
vegna málsins og til stóð að hann
mætti aftur til yfirheyrslu. Í stað
þess að láta sjá sig stökk maðurinn
fram af bjargi í bænum Nara og
skildi eftir sjálfsmorðsbréf. ■
Vetrardekk undir bílinn:
Engin tíma-
mörk
Frestur til að setja vetrardekkundir bíla rennur ekki út 1. nóv-
ember eins og missagt var í frétt
blaðsins í síðustu viku.
Í reglugerð um gerð og búnað
ökutækja segir að ekki megi nota
keðjur og neglda hjólbarða á tíma-
bilinu frá og með 15. apríl til og
með 31. október nema þess sé þörf
vegna akstursaðstæðna. Því má
ekki hafa neglda hjólbarða á bílum
fyrir 1. nóvember (nema þess sé
þörf vegna akstursaðstæðna).
Engin tímamörk eru í sömu
reglugerð varðandi vetrardekk
heldur kveðið á um að þegar snjór
eða ísing er á vegi skuli hafa snjó-
keðjur á hjólum eða eftir aksturað-
stæðum annan búnað, t.d. gróf-
mynstraða hjólbarða (vetrardekk)
með eða án nagla. ■
TOYOTA
Útsalan hjá Toyota hefur ekki verið árviss viðburður.
TOYOTA COROLLA
Notaðir Toyota-bílar seldust vel á
Kringluplaninu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A
Foreldrar - Sýnum ábyrgð
Áfengi má ekki selja, veita eða afhenda
ungmennum undir 20 ára aldri.