Fréttablaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 22. september 2003
verk/færið
TRÉ ÁRSINS
Hálfrar aldar gamall garðahlynur.
Tré ársins í Hveragerði/
Sérstaða
og fegurð
í íslensku
umhverfi
Tréð er orðið fimmtíu ára gam-alt og krónan er fjórtán metr-
ar í þvermál,“ segir Ólafur Stef-
ánsson garðyrkufræðingur en
hann og kona hans Unnur eru með
tré ársins í garðinum hjá sér að
Bröttuhlíð 4 í Hveragerði. Ólafur
plantaði trénu sjálfur en hann
hefur búið í húsinu frá 1945 og
var lengi með gróðrarstöð í garð-
inum. „Við keyptum húsið af
Norðmanni sem ræktaði kartöfl-
ur og var með svín og hænsni. Ég
byggði hér 1200 fermetra gróður-
hús, þar ræktuðum við rósir, en
ég seldi það árið 1984. Síðan höf-
um við bara verið að dúlla við
þetta sem áhugamál,“ segir Ólaf-
ur.
Verðlaunatréð er garðahlynur,
en í fyrstu var talið að það væri
broddhlynur, að sögn Ólafs. Teg-
undin er ekki algeng hér á landi
en hlynur getur orðið stórvaxið
og gamalt tré. Við sérstaka viður-
kenningarathöfn var tréð mælt og
reyndist það 7,56 metra hátt.
Þvermál stofnsins er 35 sm. Fram
kom að sérstaða trésins og fegurð
í íslensku umhverfi gerði það
verðugt til útnefningar.
Í garðinum eru mörg fleiri fal-
leg tré, meðal annars sérlega fal-
legur askur sem er líka um fimm-
tíu ára gamall.
Skógræktarfélag Íslands velur
tré ársins og er markmiðið að
beina sjónum að því gróskumikla
starfi sem unnið er um land allt í
trjá- og skógrækt. ■
HÖGGBORVÉL Þetta er venjuleg
rafmagnsborvél nema með höggi á
sem er notað til að bora í stein.
Höggið slær á borinn til að hann
borist betur inn í steininn.