Fréttablaðið - 22.09.2003, Side 43

Fréttablaðið - 22.09.2003, Side 43
Þetta er alveg án samráðs og sam-skipta við okkur sem þetta fer fram,“ segir Sigurður Helgason hjá Umferðarráði um Bíllausan dag, sem er í dag, en það er Reykjavíkur- borg sem stendur fyrir átakinu í tengslum við evrópska samgöngu- viku. „Þetta er svolítið erfitt því bíllinn er svo gríðarlega stór hluti af daglegu lífi fólks. Hins vegar vonar maður að sem flestir nýti sér aðra valkosti.“ Sigurður segir að helst sé að nýta sér strætisvagnakerfið eða samnýta þá bíla sem þegar eru til á heimil- inu, sérstaklega í ljósi þess að ástandið sé þannig að varla sé pláss fyrir fleiri bíla í borginni. Talað er um að í Reykjavík séu um 550-600 bílar á hverja þúsund íbúa. Aðeins eru um 200-250 í Kaup- mannahöfn á hverja þúsund. Þar, eins og í svo mörgum borgum Evr- ópu, eru almenningssamgöngur mun betri en hér. Margar þeirra eru t.d. bæði með strætisvagnakerfi og lestakerfi. „Auðvitað væri það æskilegt að finna einhverjar leiðir svo fólk þyrfti ekki að bíða langan tíma eftir almenningsvögnum. Tíðni ferða er í það minnsta fyrir flesta. Það helg- ast af því að það eru frekar fáir sem nýta sér þessa þjónustu.“ Sigurður segir það virðingavert að halda slíka daga, bæði til þess að vekja athygli á almenningssam- göngum og því ástandi sem er ríkj- andi úti í umferðinni. Þá er bara að vona að veðrið verði þannig að fólk treysti sér til þess að ganga á milli strætóskýla. ■ 15MÁNUDAGUR 22. september 2003 Spennandi starf Ég hef mikinn áhuga á málefnumútlendinga og fjölmenningar- samfélagi yfir höfuð. Ég held að bæta megi margt hér á landi í þess- um efnum,“ segir Einar Skúlason, sem er nýr fram- kvæmdastjóri Al- þ j ó ð a h ú s s i n s . Starfsemi alþjóða- hússins segir Einar að megi í grófum dráttum skipta í þrennt: „Túlka- og þýðingaþjónustu, lögfræðiþjónustu og almenna upplýs- i n g a s t a r f s e m i , bæði til útlendinga og Íslendinga.“ „Mér finnst þetta gríðarlega spennandi starf og hlakka mikið til að starfa með fólkinu sem þarna vinnur og hefur unnið mjög gott starf.“ Einar er nýkominn úr MBA- námi í Edinborg. Námsfélagar hans voru frá 40 löndum alls staðar úr heiminum og segir hann það hafa verið mjög skemmtilega reynslu og veitt innsýn í alþjóðasamfélagið. „Það er ekki eins mikið af innflytj- endum í Edinborg og víða annars staðar í Bretlandi en háskólinn er mjög alþjóðlegur. „Á stúdentagarð- inum bjó til dæmis fólk frá tugum landa.“ Einar var formaður Félags ungra framsóknarmanna áður en hann fór til Skotlands í nám. Hann segist ekki stefna á félagsstörf þar á næstunni, hann hafi hreinlega ekki til þess tíma, þó hann sé góður og gegn framsóknarmaður nú sem fyrr. „Ég var að eignast mitt þriðja barn í sumar, og á einn fósturson, þannig að heimilisstörfin taka mik- inn tíma,“ segir Einar, sem er í sam- búð með Jóhönnu Vigdísi Guð- mundsdóttur, MBA-nema í Háskól- anum í Reykjavík. „Við vorum að kaupa okkur íbúð og bíl og erum dottin á fullt í lífsgæðakapphlaupið á nýjan leik eftir ár í Edinborg.“ ■ Varla pláss fyrir fleiri bíla í borginni EINAR SKÚLASON Er framkvæmda- stjóri Alþjóða- hússins og maður með stóra fjöl- skyldu. Tímamót ■ Einar Skúlason er nýráðinn framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. Tímamót ■ Í dag eru íbúar 1003 borga í Evrópu hvattir til þess að skilja bílinn eftir heima. Sigurður Helgason hjá Umferðarráði segir það erfiðara fyrir Íslendinga að vera án bílsins en aðra Evrópubúa. SIGURÐUR HELGASON Mælir með því að fólk taki strætó í dag. AKURNESINGAR ERU ÁNÆGÐIR Þriðjungur þeirra sem spurðir voru um veðurfarið í bænum voru ánægðir. Ánægðir með veðrið Akurnesingar eru býsna ánægðirmeð veðurfarið í bænum að því er fram kom í könnun sem gerð var á vef Akranesbæjar í vikunni. Spurt var hvernig mönnum þætti veður- farið á Akranesi. Alls tók 221 þátt í könnuninni og var niðurstaðan af- gerandi. Þriðjungur þátttakenda var mjög ánægður með veðrið í bænum. Það er alltaf gott þegar íbú- ar eru ánægðir og sérstaklega með mikilvæga þætti eins og veðrið. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.