Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 1
HAIFA, AP Nítján létust og að minnsta kosti 55 særðust í sjálfs- morðsárás í ísraelsku hafnarborg- inni Haifa í gær. Samtök her- skárra Palestínumanna, Jihad, hafa lýst ábyrgð á árásinni á hend- ur sér, en árásarmaðurinn var tví- tug kona frá þorpinu Jenin á Vest- urbakkanum. Árásin var gerð á veitingastaðn- um Maxim, sem bæði er í eigu araba og gyðinga, og var fjöldi fólks á veitingastaðnum þegar árásin var gerð. Unga konan skaut öryggisvörð, sem gætti dyranna, á leið sinni inn á veitingastaðinn. Ariel Sharon boðaði til neyðar- fundar í gær vegna atburðarins og boðar hann harkaleg viðbrögð við árásinni. Haft er eftir heilbrigðis- ráðherra Ísraels að þarna bjóðist gullið tækifæri til þess að losna við Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, en ísraelska ríkis- stjórnin telur hann standa í vegi fyrir friðarumleitunum við botn Miðjarðarhafs. Sjá síðu 2. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 SUNNUDAGUR 5. október 2003 – 242. tölublað – 3. árgangur YFIRTAKI FLUGVÖLLINN Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að íslensk stjórnvöld verði að búa sig undir að yfirtaka rekstur Keflavíkurflugvall- ar. Honum verði að halda við þannig að varnarlið geti snúið aftur til landsins ef þörf þykir á. Sjá síðu 6. ÞÚSUNDIR MÓTMÆLA Til mikilla mótmæla kom þegar leiðtogar Evrópusam- bandsríkja komu saman við upphaf ráð- stefnu um stjórnarskrá sambandsins. Búist er við að deilur um stjórnarskrárgerðina standi nokkra mánuði enn. Sjá síðu 4. KORTLEGGJA MÖGULEIKANA Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða ver næstu dögum í að kanna möguleika í atvinnumál- um Bílddælinga. Málið var rætt á fundi sveitarstjórnar, þingmanna kjördæmisins og Fjórðungssambands Vestfjarða í gær. Sjá síðu 4. NÝR LÆKNIR AUSTUR Rússneskur læknir sem unnið hefur við Kárahnjúka sætir gagnrýni og efast menn um réttindi hans til starfsins. Nýr læknir er á leiðinni austur. Sjá síðu 2. VEÐRIÐ Í DAG ÞRÍR HANDBOLTALEIKIR Þrír leikir fara fram í Re/Max-deildum karla og kvenna í handbolta í dag. Fyrsti leikur dagsins er viðureign Hauka og Víkinga að Ásvöllum klukkan 17. Í karlaboltanum eig- ast HK og Stjarnan við í Kópavogi klukkan 19.15. Á sama tíma sækja Valsarar Gróttu/KR heim á Seltjarnarnesi. DAGURINN Í DAG Með skæðustu árásum Nítján létust og meira en fimmtíu særðust í sjálfsmorðsárás á veitingastað í ísraelsku hafnarborg- inni Haifa í gær. Samtök herskárra Palestínumanna, Jihad, hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Dalsmynni: 200 hundar í búrum DALSMYNNI Vaxandi úlfúðar gætir meðal hundaeigenda vegna hunda- ræktarbúsins á Dalsmynni á Kjal- arnesi. Þar eru nú um 200 hundar í búrum. Eigendur búsins eru sakaðir um að stunda hvolpaframleiðslu við mjög bágan aðbúnað. Í skýrslu frá Hundaræktarfélaginu er fullyrt að hundarnir búi við sömu aðstæður og í refabúi. Þá eru eigendurnir sakaðir um að falsa ættbækur, en hvolparnir eru seldir, sem hrein- ræktaðir, fyrir um 150 þúsund krónur stykkið. Sjá síðu 22. VETUR KONUNGUR MINNIR Á SIG Þrátt fyrir að dagatalið geri ekki ráð fyrir að fyrsti vetrardagur sé fyrr en 25. október lét Vetur kon- ungur vita að hann væri á leiðinni. Miklum snjó kyngdi niður á Þingvöllum í gær með þeim afleiðingum að jörð var snævi þakin. Að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar landvarðar er um að ræða fyrstu alvöru snjókomuna. Sjá síðu 2. Jensen Vinsælastur í Bagdad ▲ SÍÐUR 16 og 17 Pólarnir í íslenskri pólitík Trommarar takast á: Keppni í trommuleik KEPPNI Óvenjulegt Íslandsmeistara- mót fór fram á Grand Rokk á föstudagskvöld. Þar kepptu níu v a l i n k u n n i r trommarar úr ís- lenskum hljóm- sveitum um titil- inn Íslandsmeist- ari í trommuleik. Ungur trymbill, Magnús Örn Magnússon, bar sigur úr býtum. Sjá síðu 23. MAGNÚS ÖRN MAGNÚSSON Nýkrýndur Ís- landsmeistari í trommuleik. VÍÐA ÚRKOMA Það verður enginn hasar í veðrinu. Víða úrkoma og því dæmi- gert inniveður. Alveg tilvalið að spila við krakkana. Sjá síðu 6. Jacques Chirac er vinsælasti þjóðarleiðtoginn í Írak samkvæmt nýrri skoðanakönnun. ▲ SÍÐA 24 Engilbert Jensen er forsöngvari Hljóma. Hljómar eru fertugir í dag. SÍÐUR 20 og 21 ▲ Deiluefnin í pólitík eru næg og átakalínur skýrar í hugum þeirra Ögmundar Jónassonar og Péturs Blöndal. Ekki verður betur séð en hugtökin vinstri og hægri lifi góðu lífi í íslenskum stjórnmálum. Vins tri Hægri

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.