Fréttablaðið - 05.10.2003, Qupperneq 10
10 5. október 2003 SUNNUDAGUR
BOB GELDOF
Robert Frederick Xenon Geldof fæddist á
þessum degi í Dublin fyrir 49 árum en
hann deilir afmælisdegi sínum með leikur-
unum Guy Pearce og Kate Winslet.
5. október
Í fyrstu var talið að 4 hefðu látistí Guildford-sprengingunni sem
varð á þessum degi á Suður-
Englandi fyrir 29 árum. En þegar
yfir lauk voru það 5 sem láu í valn-
um, 4 hermenn og einn óbreyttur
borgari. Sprengjan sprakk á
pöbbnum Horse and Groom í
Guildford rétt um hálfníu að stað-
artíma en hálftíma síðar sprakk
önnur sprengja á nærliggjandi
pöbb, Seven Stars, en þeir látnu
höfðu allir verið á fyrri pöbbnum. Í
heild særðust um 65 manns í þessu
tilræði, sem var strax skrifað á
Írska lýðveldisherinn.
Flestir þekkja söguna sem birt-
ist í kvikmyndinni In the Name of
the Father frá árinu 1993, með
Daniel Day-Lewis í aðalhlutverki.
Þar lék hann Írann Gerry Conlon
en hann og faðir hans og ýmsir vin-
ir voru dæmdir fyrir sprenginguna
og kallaðir The Guildford Four.
Þau sátu í fangelsi þar til 18. októ-
ber 1989 og var málið allt hið und-
arlegasta. Enda gerðist það nokkru
síðar að þrír lögreglumenn voru
kærðir fyrir alvarleg brot í starfi
hvað rannsókn þessa máls varðar.
Þeir fölsuðu sönnunargögn og
hegðuðu sér með öllu ósæmilega en
í samræmi við fyrri reynslu af
réttarkerfinu sem dæmdi fjór-
menningana seka var kærum gegn
lögreglumönnunum vísað frá. ■
Ég skil ekkert í mér að hafaekki fyrr flutt í Mosfellssveit-
ina og enn minna skil ég í mér að
hafa ekki gift mig fyrr,“ segir
Lára Halla Maack geðlæknir, sem
í dag fagnar sínum fimmtugasta
og fimmta afmælisdegi.
Hún ætlar ekki að hafast mikið
að í tilefni dagsins en vonar að
maður hennar, Simon Robert John
geðhjúkrunarfræðingur, bjóði
henni út að borða í kvöld. „Þó ekki
væri nema fyrir það að ég hef
verið í megrun og ekki borðað
annað en grænmetisfæði að
undanförnu og er farin að finna til
svengdar,“ segir hún hlæjandi en
bætir við að vinkona hennar, Silja
Aðalsteinsdóttir, hafi átt sex-
tugsafmæli á föstudag og það
bætt úr sárustu svengdinni. „Við
Silja erum góðar vinkonur og þeg-
ar ég varð fimmtug fórum við
saman til Flórens. Þá hélt hún upp
á 55 ára afmælið sitt. Nú hefur
þetta snúist við og mér fannst ég
verða að halda upp á minn dag
með henni á föstudag.
Lára Halla er mikil moldvarpa
og hefur yndi af að rótast í garðin-
um sínum. Um helgina ætlar hún í
haustverkin og gera allt klárt fyr-
ir veturinn. „Ég ætla líka í öku-
ferð með strætó á vegum systur
minnar. Fyrsti vetnisvagninn
verður tekinn í notkun í dag og
systir mín tengist því og bauð
mér. Það væri annaðhvort að ég
mætti því ég er daglegur við-
skiptavinur Strætó. Tek vagninn
alltaf á hverjum morgni í vinnuna
og les læknatímarit sundur og
saman á meðan. Mér dettur ekki í
hug að leggja líf mitt í hættu með
því að ferðast þetta í bíl auk þess
sem það er mikil slökun að sitja í
klukkustund í vagninum á hverj-
um degi,“ segir Lára Halla.
Um næstu helgi er sláturgerð
hjá Láru Höllu og hún segir það
ekki síður tilefni til að halda upp á
daginn en þá komi María systir
hennar og móðir hennar. „Við ætl-
um að taka fimmtán slátur saman
og þá er tilvalið að efna til slátur-
veislu,“ segir Lára Halla, sem tek-
ið hefur yfir sláturgerðina í fjöl-
skyldunni ásamt systur sinni. ■
1908 Búlgaría lýsir yfir sjálfstæði frá
Tyrklandi.
1919 Enzo Ferrari tekur þátt í fyrsta
kappakstri sínum en hann stofn-
aði Ferrari.
1936 Vaclav Havel fæðist.
1969 The Who kemur fram í The Ed
Sullivan Show.
1969 Monty Python frumsýnir Flying
Circus á BBC.
1969 Kúbverji lendir MiG-þotu í Miami.
1974 Ameríkaninn David Kunst lýkur
göngu sinni í kringum hnöttinn.
Hann var 4 ár á leiðinni.
1989 Dalai Lama fær friðarverðlaun
Nóbels.
1999 Kevin Spacey fær stjörnu á
Hollywood Walk of Fame.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
Ásdís Ragnarsdóttir,
Furugrund 17,
Akranesi,
sem lést á heimili sínu mánudaginn 29. september,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 7. október kl. 14.
Hjalti Samúelsson
Bjarni Þór Hjaltason Sigrún Gísladóttir
Sveinbjörn Reyr Hjaltason Guðný Ósk Stefánsdóttir
Hildur Hjaltadóttir Kristján Þór Guðmundsson
og barnabörn.
■ Persónan
■ Þetta gerðist
■ Andlát
BRYNJA TOMER
Í dag verða úrslit kynnt á haustsýningu
Hundaræktarfélags íslands en Brynja er í
sýningarstjórn og þulur á sýningunni.
??? Hver?
Tryggingarráðgjafi og blaðamaður í sýn-
ingarstjórn Hundaræktarfélags Íslands.
??? Hvar?
Í bílnum á leiðinni á sýninguna þar sem
ég er kynnir.
??? Hvaðan?
Ég er ættuð vestan af fjörðum, úr Landeyjum,
frá Svíþjóð og Ísrael og þess vegna hef áhuga
á hreinræktuðum hundum.
??? Hvað?
Árleg haustsýning Hundaræktarfélags Ís-
lands þar sem sýndir verða 350 gæða-
gripir af öllum tegundum. Hundaræktar-
félagið heldur stórar sýningar þrisvar á
ári auk minni sýninga en þetta er fjórða
sýningin á þessu ári.
??? Hvernig?
Hundarnir keppa sín á milli um líkams-
byggingu og almennt atgervi. Til er rækt-
unarmarkmið fyrir hverja tegund og er
það haft til hliðsjónar. Með því er dómara
gert kleift að meta tegundina. Það skal
hins vegar tekið fram að það geta verið til
afskaplega fallegir hundar sem ekki vinna
til verðlauna vegna þess að dómara finnst
þeir ekki falla nægilega vel að ræktunar-
markmiði tegundarinnar. Sýningar hvetja
ræktendur til dáða og þannig geta þeir
fylgst betur með árangri sínum.
??? Hvers vegna?
Sýningar eru fyrst og fremst haldnar til
að efla hundarækt og stuðla að því að
við eignumst betri hunda. Gæði teg-
unda og einstakra hunda innan þeirra
eru metin. Þannig fá ræktendur vís-
bendingar um hvar þeir standa og geta
lagt sig fram um að bæta ræktun sína.
Þeir fá líka viðurkenningu og umbun fyr-
ir góða ræktun þegar vel gengur.
??? Hvenær?
Það væri ákjósanlegt að skoða það í
tengslum við nýtt leiðakerfi Strætó á
næsta ári.
Vigdís Gunnarsdóttir leikkona, 38 ára.
Þórunn Hafstein húsmóðir, 58 ára.
Hans Kristján Árnason athafnamaður,
56 ára.
Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á
Ísafirði, 56 ára.
Axel Sölvi Axelsson flugmaður, 51 árs.
Við erum fjórar skólasystur úrMyndlistar- og handíðaskólan-
um sem ákváðum að slá saman í
sýningu á Ísafirði,“ segir María
Pétursdóttir, sem í gær opnaði sýn-
ingu í Slunkaríki á Ísafirði ásamt
þeim Helgu Þórsdóttur, Helgu Ósk-
arsdóttur og Mörtu Valgeirsdóttur.
„Slunkaríki er svo gamalt og
sætt gallerí og það er enginn
myndlistarmaður með mönnum án
þess að hafa sýnt þar.“
Á sýningunni eru mjög fjöl-
breytt listaverk unnin í ýmsa
miðla, innsetning, ljósmyndaverk
og skúlptúrar.
„Við vinnum ekki út frá neinu
sameiginlegu þema en sennilega er
þó hægt að sjá einhver tengsl milli
þessara verka. Annars var þetta
hálfgerð óvissusýning fyrir okkur
sjálfar, því við vissum í rauninni
ekkert hvað hinar eru með.“
Það var ekki fyrr en á föstudag-
inn þegar þær voru mættar með
böggla sína í Slunkaríki sem þær
vinkonurnar gátu skoðað hvað
leyndist í pökkum hinna. ■
KOMNAR VESTUR Á FIRÐI
Þær Helga Þórsdóttir, Helga Óskarsdóttir,
María Pétursdóttir, og Marta Valgeirsdóttir
sýna verk sín í Slunkaríki á Ísafirði.
Myndlist
SLUNKARÍKI
■ Óvissusýning opnaði í gær í Slunkaríki
og verður hún opin í dag.
Afmæli
LÁRA HALLA MAACK
■ Lára er fimmtíu og fimm ára í dag.
Hún er flutt í Mosfellsbæ og tekur
strætó á leið í vinnu á morgnana
og les læknatímarit.
Óvissusýning í Slunkaríki
IN THE NAME OF THE FATHER
Daniel Day-Lewis lék aðalhlutverkið í kvik-
myndinni sem byggði á ævi þeirra er
handteknir voru, saklausir, og stungið í
fangelsi fyrir sprengjuna í Guilford.
GUILDFORD
■ Sprengja springur í Guildford á Suður-
Englandi og drepur 5 en særir 65 manns.
Sprengjan sprakk á laugardegi.
5. október
1975
Guildford-sprengjan springur
LÁRA HALLA
Hún er alsæl í Mósó og enn ánægðari í hjónabandi.
Hefði betur gifst fyrr
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
■ Tilkynningar
Fréttablaðið býður lesendum aðsenda inn tilkynningar um dán-
arfregnir, jarðarfarir, afmæli eða
aðra stórviðburði. Tekið er á móti
tilkynningum á tölvupóstfangið:
tilkynningar@frettabladid.is.
Athugið að upplýsingar þurfa að
vera ítarlegar og helst tæmandi.
Magnús Ögmundsson, frá Syðri-Reykj-
um, áður til heimilis á Grandavegi 47,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli
föstudaginn 3. október.
■ Afmæli
SIRRÝ
Er tilnefnd til Edduverðlaunanna fyrir þátt
sinn á Skjá Einum.
Þau misstök áttu sér stað í blað-inu í gær að röngum aðilum
var eignuð dagskrárgerð og fram-
leiðsla á þættinum Fólk með
Sirrý. Í tilnefningunum til Eddu-
verðlaunanna árið 2003 var sagt
að Sigríður Guðlaugsdóttir og Eg-
ill Eðvarðsson sæju um dagskrá-
gerð. Rétt er að Kolbrún Jarls-
dóttir gegnir því starfi. Svo var
sagt að framleiðsla væri í höndum
Sjónvarpsins, en eins og allir vita
er það Skjár Einn sem framleiðir.
■ Leiðrétting