Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 16
16 6. október 2003 SUNNUDAGUR Ég var eiginlega búinn að gefaþetta upp á bátinn. Skífan vildi, í tengslum við afmælið, end- urútgefa gamalt efni og láta kannski einhver tvö lög ný fljóta með. Við höfðum engan áhuga á því. Gunni Þórðar, sem hefur ver- ið ótrúlega skapandi að undan- förnu, var með fullt af nýjum lög- um og svo þróaðist þetta út í að gera nýja plötu. Þá náttúrlega hrökk maður í gírinn,“ segir Eng- ilbert Jensen söngvari. Sjálfir Hljómar frá Keflavík eru fertugir í dag, fjörutíu ár frá því þeir stigu fyrst á stokk í bragganum Krossinum í Njarð- vík. Óþarft er að skrifa langan upprifjunartexta um þessa fræg- ustu hljómsveit Íslands, hina ís- lensku Bítla, sem hafa markað djúp spor í tónlistar- og þar með menningarsögu landsins. Sú saga er flestum kunn. En í tilefni af- mælisins á að efna til mikilla tón- leika í Austurbæ í kvöld og ný plata frá Hljómum er komin í verslanir. Söngurinn ekki frá honum tekinn Engilbert er forsöngvari Hljóma og hann er klár í slaginn þrátt fyrir að flensa hafi gert hon- um lífið leitt að undanförnu. Eng- ilbert, sem jafnan er kallaður Jen- sen í „bransanum“, gerir ekki mikið úr þeirri spurningu hvort það hafi þurft að hafa mikið fyrir því að ræsa ryðgaða vél. „Við höfum verið að spila und- anfarin ár af og til. Þráðurinn var tekinn upp aftur í tengslum við sýninguna Söngbók Hljóma fyrir um tíu árum á Hótel Íslandi og gekk í einn vetur. Við höfum hald- ið þessu við – alla vega ég.“ Þegar Hljómar voru upp á sitt besta sat Engilbert við trommu- settið, sló taktinn og söng jöfnum höndum. Það er tölverð kúnst. „Já, menn verða að skipta sér öllum einhvern veginn hreint. Heilmikil æfing og maður þarf að hafa gott heilabú í það,“ hlær Jensen. „Þetta er fyrirtaks æfing fyrir heilastarfsemina. Ég er svo sem með þetta í höfðinu ennþá en ég tromma orðið ekkert sem heitið getur. Þá sjaldan ég gríp í þetta er eins og hafi hægst á þessu öllu – hálfgert slow motion.“ Engilbert hefur yfirgefið settið og syngur nú eingöngu. Og þvílík tenórrödd. Hann hætti tvisvar í Hljómum, vék á sínum tíma í eitt ár fyrir trymblinum Pétri Östlund. En Hljómar gátu illa án Engilberts verið. Í Hljómabók Ómars Valdimarssonar sem kom út 1969 kemur fram að þrátt fyrir að Engilbert væri hættur á þeim tíma söng hann inn á fyrstu plötu Hljóma árið 1965, lag sem náði mestum vindældum af þeirri plötu. Hann hefur sungið vinsæl- ustu lög Hljóma: ‘Bláu augun þín’, ‘Þú og ég’ og ‘Að kvöldi dags’. „Já, röddin er náttúrlega það sem ég hef. Það verður ekki af manni tekið.“ Og það sem meira er, röddin er í góðu lagi enn þann dag í dag. „Já já, ég næ alveg jafn hátt og áður á góðum degi. Þá næ ég ágætlega upp. Maður kemur henni alltaf upp, ég syng mig upp á þremur fjórum dögum. Ég komst einhvern tíma upp á E sem er fyrir ofan C.“ Ætlaði sér alltaf að verða söngvari Ljóst má vera að klassíski heimurinn hefði alveg getað notað Engilbert. Þá væru það Jensen og Jóhannsson, tenórarnir tveir. Báð- ir úr Eyjafirðinum. Engilbert fæddist á Akureyri 1941 og hóf barnungur að syngja í barnakór. „Ég ætlaði mér alltaf, strax frá fyrstu tíð, að verða söngvari. Tón- listarstarf í barnaskólanum á Ak- ureyri stóð með miklum blóma undir stjórn Björgvins Jörgens- sonar. Þessi kór var frægur. Arn- grímur Jóhannsson hjá Atlanta var einsöngvari í kórnum. Við erum góðir vinir og höfum alltaf haldið sambandi,“ segir Jensen. Hann er á því að hefði hann ílengst nyrðra hefði hann fetað klassíska slóð. Hann sér þó ekki eftir því. „Það er klassísk taug í mér, ég hlusta mikið á klassík, en ég fór ekki í söngnám, sem kannski hefði verið heillavæn- legra til dæmis hvað varðar fjár- hagsstöðuna.“ Engilbert er yngstur fjögurra systkina. Tvö þeirra eru nú dáin. Faðir hans er danskur, Fred Jen- sen, en móðir hans er úr Aðalvík. Fred var vefari og kom til lands- ins í tengslum við Gefjun á Akur- eyri. En árið 1954 tók fjölskyldan sig upp og fluttist til Keflavíkur líkt og svo margir á þeim tíma, þar voru atvinnutækfærin. „Ég held að fólk hafi verið að sækja í breytt ástand,“ segir Jensen sem var 12 ár í Keflavík en fluttist þá til Reykjavíkur þar sem hann hef- ur verið æ síðan. Hljómaæðið brýst út Í Keflavík var Jensen þegar hann komst á gelgjuskeiðið, lá í kanaútvarpinu og ekkert annað komst að en tónlist. Fljótlega var hann kominn í hljómsveit, var til dæmis með Gunnari Þórðar í hljómsveit Guðmundar Ingólfs- sonar þar sem hann söng ásamt Einari Júlíussyni. Hann var því vel undir það búinn þegar svo Hljómaæðið braust út. „Ég var búinn að spila í mörg ár þá.“ Jen- sen er ekki með flóknar útskýr- ingar á því hvað olli hinum miklu vinsældum Hljóma. „Við vorum bara fyrstir til að tileinka okkur þessa bítlabylgju. Það hafði verið bíbopp og Elvis. Svo koma Shadows, og við vorum nú eitt- hvað utan í því líka, svo koma Bítlarnir og þá fer allt af stað. Við gerðum lög inn í þann stíl.“ Hljómar horfðu ekki síður til Beach Boys en Bítlanna, einkum hvað snerti raddsetningar. Og eitt af því sem fólst í Bítlabyltingunni var að söngvararnir voru ekkert teknir út úr og settir fremst eins og gert var fyrir Ringó, heldur var þetta ein heild. Jensen segir að þetta hafi verið skemmtilegt tímabil en mikil vinna. „Stundum var unnið alla daga vikunnar og ef maður hefði ekki verið ungur hefði maður ekki haft úthald í þetta. En þetta var svakaleg bylgja sem fór í gang, sennilega eitt mesta swing mannkynssög- unnar,“ segir Jensen en útilokar alls ekki möguleikann á að eitt- hvað svipað muni koma fram síð- ar. „Jújú, það má vel vera að þetta verði endurtekið. Kannski kemur eitthvað sem toppar þetta.“ Sterkar pólitískar meiningar Hippisminn tók við af bítla- bylgjunni. „Já, ég tók þátt í því eins og öðru og eimir af þeim hug- sjónum í mér enn. Ég er mikill náttúruverndarsinni og er harður á móti þessu virkjunarbrjálæði, stefna sem pólitíkusar keyra áfram og snýst bara um bitlinga: Vélar og ættmenni. Við eigum bara að vera framsýn, búa til vetni og taka öll völd í heiminum þar. Við gætum farið létt með það,“ segir Jensen og gengst fús- lega við því að hafa sterkar pól- tískar meiningar og liggur ekki á skoðunum sínum. Í áðurnefndri bók Ómars talar Engilbert um lög- regluríki sem má heita fágætt á þeim árum þegar sungið var „she loves you, jeh, jeh, jeha...“ Og Engilbert hefur ekki skipt um skoðun: „Ég hef alltaf verið þeirr- ar skoðunnar að lögreglan sé fyr- ir fólkið en ekki öfugt – það erum við sem gerum þetta fyrirtæki út. En þetta er orðið ríki í ríkinu og hrokinn ræður þar ríkjum. Það eru margir góðir menn innan lög- reglunnar og allt í góðu lagi með það, en almennt er hugarfarið mjög brenglað í tengslum við þetta fyrirbæri.“ Trúbrot Þegar Hljómar hættu á sínum tíma urðu mikil læti. Hluti Hljóma, Gunnar, Shady Owens og Rúnar Júlíusson sameinuðust nokkrum úr hljómsveit helstu keppinautanna, Flowers, undir nafninu Trúbrot – viðeigandi nafn á þeim tíma. Viðkomandi voru sakaðir um svik og Gunnar Þórðar um einræðistilburði. Engilbert segir Hljóma hafa á þeim tíma verið í andaslitrunum. „Gunnar stjórnaði Hljómum ekki með harðri hendi eins og margir halda, en undir lokin var þetta orðið þreytt. Hann vildi einhverjar stefnur í þetta og ég var hættur að nenna að mæta á æfingar, þær voru orðnar svo hundleiðinlegar – það var ekkert í gangi. Þetta var orðið mjög leiðinlegt og var að fjara út. Ég hafði lent í því að hætta áður í Hljómum. Þegar Pét- ur Östlund vildi komast í Hljóma. Pétur færði þetta í tal við mig, en við vorum góðir vinir, og ég sagði honum bara að sækja um. Og það fór þannig að hann tók við kjuðun- um,“ segir Engilbert. Poppsagn- fræðingar hafa viljað meina að til hafi staðið að Pétur myndi tromma en Engilbert væri við Engilbert Jensen er forsöngvari Hljóma sem eru fertugir í dag. Hann hefur marga hildina háð, brenndi sig líkt og margur á sukksömu hljómsveitalífi en sneri við blaðinu fyrir tæpum tuttugu árum. Og röddin – þessi frábæra tenórrödd sem allir Íslendingar þekkja í „Bláu augunum þín- um“ – er jafn góð og áður. Jensen Gunnar stjórnaði Hljómum ekki með harðri hendi eins og margir halda, en undir lokin var þetta orðið þreytt. Hann vildi einhverjar stefnur í þetta og ég var hættur að nenna að mæta á æfingar, þær voru orðnar svo hund- leiðinlegar – það var ekkert í gangi. ,, FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM HLJÓMAR ÞÁ Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson, Erlingur Björnsson og Engilbert Jensen í London, á blómatíma Hljómanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.