Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2003, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 05.10.2003, Qupperneq 12
Umræða um fjárlögin hófst áAlþingi á föstudag. Þar mælti fjármálaráðherra fyrir fjárlögun- um og sagði það meginatriði að ríkisfjármálunum yrði beitt gegn þensluáhrifum stórframkvæmda. Fram undan er hagvaxtarskeið og aukinn kaupmáttur. Eins og búast mátti við eru ekki allir jafn sáttir við fjárlaga- frumvarpið og áherslur ríks- stjórnarinnar og ýmsir þættir frumvarpsins eru gagnrýndir. En hvernig skyldu fjárlögin snerta kjör almennings og fyrir- tækja? Skattalækkanir örvandi á efnahagslífið Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði í fjárlagafrumvarps- ræðu sinni að það væri ljóst að þær stórfelldu skattalækkanir sem eru boðaðar muni hafa örv- andi áhrif á efnahagslífið þegar dregur úr stórframkvæmdunum. En um leið og skattalækkunum er ætlað að bæta einkum kjör þeirra sem fá að halda eftir meira fé af launum sínum, þá verður að meta áhrif þeirra á heilbrigði efnahags- lífsins og afleiðingar fyrir samfé- lagið. Þar eru menn ekki sam- mála. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði fyrir kosningar að ekki væru hagfræðileg rök fyrir því að skattalækkanir leiddu til þenslu. Talsmenn Samtaka at- vinnulífsins segja að þeir séu ekki sammála því að skattalækkanir leiði til þenslu þar sem þær hvetji ríkið til aðhalds á öðrum sviðum. Þessu eru talsmenn launafólks ósammála þar sem þeir óttast að slíkt aðhald þýði niðurskurð á vel- ferðarkerfinu. Skattalækkanir skiptimynt? Nánari útfærsla skattalækkun- arhugmyndanna liggur ekki enn fyrir en stefnuyfirlýsing ríkis- stjórnarinnar vísar veginn í þeim efnum, að sögn Geirs. Þar segir að á kjörtímabilinu verði m.a. tekju- skattsprósenta á einstaklinga lækkuð um allt að 4%, eignarskatt- ur felldur niður, erfðafjárskattur samræmdur og lækkaður og virð- isaukaskattskerfið tekið til endur- skoðunar með það í huga að bæta kjör almennings. Þessi mál verða nánar rædd í tengslum við gerð kjarasamninga á komandi vetri. Stjórnarandstæðingar gagn- rýna það sem þeir kalla að skatta- lækkanirnar miklu sem boðaðar voru í kosningunum í vor skuli breytast í skiptimynt í kjarasamn- ingum. Samtök atvinnulífsins fagna því að rætt sé um skatta- lækkanir í stað mikilla launahækk- ana í kjarasamningum en Alþýðu- samband Íslands vill að samið verði um laun, skattalækkanir komi þar ekki í staðinn. Það sem skiptir almenning væntanlega mestu er að kaupmátt- ur sé tryggður, að meira fáist fyrir launin. Hætta að borga með við- bótarlífeyrissparnaði Annað umdeilt efni í fjárlaga- frumvarpinu er að ríkið ætlar að hætta að borga með launþegum sem leggja hluta launa sinna í við- bótarlífeyrissparnað. Framlag ríkisins er á þessu ári 0,2% af heildarlaunum þess sem leggur aukalega 2% í sparnað og 0,4% af heildarlaunum þess sem leggur aukalega 4% af launum sínum. Fyrir hvern launþega sem leggur 4% af launum í séreignarlífeyri og er með 200 þúsund krónur í mánaðarlaun skerðast framlögin um 9.600 krónur. Rökstuðningur fjármálaráðuneytisins er að til- gangur framlagsins hafi verið að hvetja til slíks sparnaðar. Nú sé séreignarlífeyririnn orðinn það útbreiddur að ekki sé þörf fyrir að stuðla að honum með sértækum hætti. Gagnrýni úr báðum áttum Þetta er gagnrýnt úr báðum áttum. Talsmenn launþegasam- taka segja að ákvörðun ríkis- stjórnarinnar jafngildi kjara- skerðingu til launþega á meðan atvinnurekendur óttast að trygg- ingagjald verði hækkað á móti og fyrirtækjaskattar þannig hækk- aðir. Aðspurður segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, að það veki athygli að í fjárlögunum sé gert ráð fyrir að persónuaf- sláttur hækki í samræmi við verðbólgu en undanfarin ár hefur hann fylgt launahækkunum. Þessi breyting muni þýða að launafólk greiði stærri hluta tekna sinna í tekjuskatt og þá sérstaklega þeir sem lægstu tekj- urnar hafa. Það veki einnig von- brigði að ríkisstjórnin skuli ætla að draga úr vaxtabótum, sem þýði aukna skattbyrði hjá þeim sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið. Hátekjuskattur felldur niður í skrefum Enn er deilt um hátekjuskatt- inn og þar skiptast menn líka í tvö horn. Margir hafa haft horn í síðu þessa skatts og segja hann stílbrot í skattkerfinu. Aðstoðarfram- kvæmdastjóri SA segir að margir aðrir en þeir sem eru auðugir greiði hátekjuskatt og að jaðar- áhrif af honum séu mikil. Hann hefði viljað sjá niðurfellingu skattsins en ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella hann niður í skrefum. Stjórnarandstæðingum hugnast mörgum illa að á meðan skattalækkunum er frestað og öðrum sköttum komið á eins og þungaskatti og vörugjaldi á bensín skuli hátekjuskatturinn felldur niður. kgb@frettabladid.is haflidi@frettabladid.is 12 5. október 2003 SUNNUDAGUR Bush ræðir efnahagsmál George W. Bush er á ferð umBandaríkin um þessar mundir til þess að ræða efnahagsmál, en hann hefur stundum verið gangrýndur fyrir það heima fyrir að einblína um of á stríðið gegn hryðjuverkum á kostnað efna- hagsástandsins heima fyrir. Hér talar hann um atvinnuskapandi smáiðnað í stuttu stoppi í Milwaukee á föstudaginn. ■ VIRKUR EIGNARHLUTI Eignarhlutdeild sem gerir eigandanum kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun þess fyrirtækis sem eignarhlutdeild er í. Oftast er um að ræða beina eða óbeina eignarhlutdeild sem nemur 10% eða meira af eigin fé fyrirtækis eða atkvæðisrétti. ■ Viðskipti ■ Hugtak vikunnar ■ Vikan sem leið Fjárlagafrumvarpið var lagtfram í vikunni. Frumvarpið ber þess skýr merki að hagvaxt- arskeið sé fram undan í íslensku efnahagslífi næstu ára. Kaupþing Búnaðarbanki keyptimeirihluta atkvæðaréttar í finnska fjárfestingarsjóðnum Norvestia. Eigið fé bankans styrkist verulega við kaupin, auk þess sem bankinn styrkir veru- lega starfsemi sína í Finnlandi. Íslandsbanki og Sjóvá-Almennarsendu frá sér viðvaranir þess efnis að hagnaður yrði meiri en fyrr var ráð fyrir gert. Ástæða afkomubatans er gengishagnaður sem sprottin er af viðskiptum með bréf nokkurra stórra félaga í Kauphöll Íslands. Krónan styrktist um 0,08% ívikunni. Fremur litlar sveiflur voru í viðskiptum með hana í vik- unni. Birting fjárlaga hafði ekki mikil áhrif á gjaldeyrismarkaði. Úrvalsvísitala aðallista Kaup-hallar Íslands hækkaði um 0,88% í vikunni. Gildi hennar í lok vikunnar var. 1.828,64 stig. Í bili virðist ró að færast yfir hlutabréfamarkaðinn eftir snarp- ar hækkanir undanfarna mánuði. Nemendur læra hvernig tölva er samsett, framkvæma bilana- greiningu og uppsetningar á Win XP og Win 2003. Náminu lýkur með alþjóðlegu Microsoft Certified Professional prófi sem er innifalið í verði. Vélbúnaður Uppsetning stýrikerfa Netkerfi Rekstur tölvukerfa Windows 2003 Server Námsgreinar Lengd: 108 stundir Næsta námskeið: 8. október Tími: 2 kvöld og laugard. Einingar: 4 Verð: 145.000 GEIR H. HAARDE Fjármálaráðherra kynnti fjárlögin á miðvikudaginn. Í þeim eru mörg atriði sem víst er að skiptar skoðanir eru um á Alþingi og úti í þjóðfélaginu, innan samtaka atvinnurekenda og launamanna. Deilt um fjárlög Ómögulegt er að gera öllum til hæfis í fjárlögum. Einna helst er deilt um það nú hvernig tryggja megi stöðugleika í efnahagslífi og bæta kjör almennings. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.