Fréttablaðið - 05.10.2003, Síða 21

Fréttablaðið - 05.10.2003, Síða 21
Verður þetta átakaþing eðaekki? „Ekkert umfram fyrri þing en ég reikna með því að það verði skemmtilegt. Þingmeirihlutinn er tæpari en oft áður og svo eru margir nýir þingmenn, sem ef- laust eiga eftir að setja svip á þingið. Það eru óvæntu málin, sem reglulega koma upp sem geta leitt til átaka en þau sér maður ekki fyrir eðli máls samkvæmt.“ Á að lækka skatta á kjörtímabilinu? „Já, það er stefna þessarar rík- istjórnar, sem ég er mjög ánægð- ur með. Helst þyrfti að laga ýmis- legt í skattkerfinu um leið. Gera það einfaldara og skilvirkara.“ Jákvæðar hreyfingar í við- skiptalífinu Er góðæri? „Ekki spurning og búið að vera lengi eða allt frá 1995 þeg- ar tókst að ráða bót á efnahags- vandanum, sem steðjaði að nokkrum árum áður. Laun og bætur velferðarkerfisins hafa hækkað mikið meira hér á landi en í öðrum löndum þannig að nú getum við horft kinnroðalaust til launa þar. En það þýðir ekki að nú skuli staðar numið heldur þarf að taka til hendinni og laga ýmsa hnökra sem eru á vel- ferðarkerfinu, stöðu einstak- linga og vissra hópa.“ Hvernig á að ráðstafa auðnum? „Fyrst og fremst með skatta- lækkunum eins og fyrirhugað er þannig að snilli og frumkvæði ein- staklinga nái að blómstra og sem svo aftur skilar sér í hærri tekjum ríkissjóðs sem gefur færi á að bæta velferðakerfið.“ Á að hækka lægstu launin? „Lægstu laun voru með sam- ræmdu átaki aðila vinnumarkað- arins hækkuð umtalsvert umfram önnur laun og bætur á árunum 1995 til 2000. Það kann að vera lag núna til að endurtaka það, sér- staklega ef hinir tekjuhærri fá skattalækkanir og þurfa þess vegna ekki sömu launahækkun. Það eru jú tekjur eftir skatta sem skipta launamanninn máli.“ Hafa hræringar í viðskiptalífinu undanfarið verið jákvæðar eða neikvæðar? „Þær hafa í heildina verið já- kvæðar, eignatengsl hafa einfald- ast og stjórnun fyrirtækja ætti að verða einbeittari, sem aftur leiðir til betri stjórnunar. Afleiðing þess ætti að verða meiri hagnaður, hærri laun og þar af leiðandi hærri skattgreiðslur til að standa undir velferðakerfinu. Ókostur er að ítök banka eru orðin fullmikil í atvinnulífinu.“ Efasemdir um stjórnun fisk- veiða Á að breyta fiskveiðistjórnunar- kerfinu? „Ég er með sívaxandi efasemdir um hina vísindalega stjórnun fisk- veiða. Árangur undanfarinna 30 ára er ekkert til að hrópa húrra fyrir og hlýtur að velta upp spurn- ingum um hvort rétt sé að farið. Erum við til dæmis að ala upp dvergþorska með því að leggja áherslu á að veiða ávallt stærsta þorskinn?“ Á að vera refsivert að kaupa sér þjónustu vændiskvenna? „Þetta er mjög viðkvæm um- ræða. Auðvitað viljum við ekki hafa vændi. Það er eitthvað að þegar fólk er að greiða fyrir og selja jafn innilegan þátt í sam- skiptum. Hins vegar hefur vændi tíðkast á öllum tímum, leyft eða bannað. Hættan við enn frekara bann er að það fari alveg undir yf- irborðið, dragi að sér glæpi og sjúkdóma. Svo þarf að skoða hver- su mikil afskipti ríkið á að hafa af einkalífi fólks. Þessi sjónarmið þarf að vega saman.“ Á að einkavæða meir en gert hef- ur verið? „Já. Einkavæðing eykur sam- keppni og sýnir hversu hratt, vel og ódýrt hægt er að veita þjón- ustu. Hún kallar enn fremur á eftirlit og gagnrýni sem á erfitt uppdráttar þegar enginn saman- burður er. Einkavæðingu er oft ruglað saman við það að ríkið greiði ekki fyrir þjónustuna. Ríkið getur greitt fyrir einka- vædda þjónustu og gerir það til dæmis varðandi lyf. Ríkið greið- ir stærstan hluta lyfja en fram- leiðir þau ekki.“ Ef eitthvert eitt baráttumál fengi fullan stuðning á þingi, hvaða mál myndir þú þá velja? „Flata 20% staðgreiðslu tekju- skatta og útsvars og ekkert fram- tal. Númer tvö veldi ég mál, sem tæki á samspili veikindadaga, sjúkrasjóða og lífeyrissjóða og stöðu sjúklinga og öryrkja gagn- vart kerfinu.“ Skyldur ríkisins Hvað er það besta sem ríkisstjórn- in hefur gert? „Hún hefur aukið frelsi fólks, fjármagns og fyrirtækja, stuðlað að stórhækkun launa og bóta, lækkað skatta og einkavætt ríkisfyrirtæki.“ Hvað er það versta sem ríkis- stjórnin hefur gert? „Að veita ríkisstarfsmönnum sambærileg laun og öðrum laun- þegum með aðlögunarsamning- unum án þess að lífeyrisréttur- inn yrði sambærilegur. Lífeyris- réttur sem ríkisstarfsmenn kunna vart að meta sem slíkan og hefur kostað ríkissjóð yfir 120 milljarða, eða 6 milljónir króna á hvern vinnandi ríkis- starfsmann, sem hinn hluti þjóð- arinnar, þeir sem ekki eru ríkis- starfsmenn, fær að greiða í fyll- ingu tímans.“ Hvert er hlutverk ríkisins? „Hlutverk ríkisins er að veita þjónustu, sem ekki getur verið á hendi einstaklinga til dæmis reka vissa löggæslu og dóms- kerfi. Meira þyrfti ríkið ekki að reka. Ríkið getur greitt fyrir (en þarf ekki að reka) menntun barna og unglinga og stuðlað að menntun þeirra sem eldri eru. Enn fremur ætti ríkið að tryggja góða heilbrigðisþjónustu (þarf ekki að reka hana) og sjá til þess að borgaranir séu tryggðir gegn tekjumissi vegna dauða, örorku og elli, til dæmis með skylduað- ild að lífeyrissjóði.“ kolla@frettabladid.is 21SUNNUDAGUR 6. október 2003 í landinu lifnar við í kjölfarið. Það vantar ekki slenskri pólitík enn lifandi? Um hvað er deilt? gmenn tali, annan til vinstri, hinn til hægri. svörin eru ákaflega mismunandi. Eigum að einkavæða meira PÉTUR BLÖNDAL „Hlutverk ríkisins er að veita þjónustu, sem ekki getur verið á hendi einstaklinga til dæmis reka vissa löggæslu og dómskerfi. Meira þyrfti ríkið ekki að reka.“ Einkavæðing eykur samkeppni og sýnir hversu hratt, vel og ódýrt hægt er að veita þjónustu. Hún kallar enn fremur á eft- irlit og gagnrýni sem á erfitt uppdráttar þegar engin sam- anburður er. Einkavæðingu er oft ruglað saman við það að ríkið greiðir ekki fyrir þjónustuna. Ríkið getur greitt fyrir einkavædda þjón- ustu og gerir það til dæmis varðandi lyf. Ríkið greiðir stærstan hluta lyfja en fram- leiðir þau ekki. ,, Hægri

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.