Fréttablaðið - 05.10.2003, Side 23

Fréttablaðið - 05.10.2003, Side 23
23SUNNUDAGUR 5. október 2003 Reykjavík Kringlan 6 • Stóri Turn • Sími 550 2000 • www.sphverdbref.is Hafnarfjörður Strandgata • Reykjavíkurvegur Garðabær Garðatorg Ávöxtun... S P H R ek st ra rf él ag h f. a n n as t re k st u r S P H V er ðb ré fa sj óð si n s. *Nafnávöxtun m.v. 01.10.2003 Skuldabréfasjóðurinn Úrvalssjóðurinn Alþjóðasjóðurinn Fjármálasjóðurinn Hátæknisjóðurinn Lyf- og líftæknisjóðurinn 14,0% 38,2% -3,1% 19,2% 55,5% 24,7% ...fyrir þig og þína 12 mán. ávöxtun* Þetta kom mér alveg gríðarlegaá óvart,“ segir Magnús Örn Magnússon, sigurvegari fyrsta Ís- landsmeistaramótsins í trommu- leik, sem fram fór á Grand Rokk á föstudagskvöld. Magnús atti kappi við 8 aðra trymbla, flesta landsþekkta. Magnús er aðeins tvítugur en er enginn nýgræðingur við settið. Hann hefur verið trommandi allt frá því hann var átta ára polli en þá laumaðist hann í sett stóra bróður síns. „Jájá, ég hef dvaldist langdvölum í skúrnum með kjuð- ana á lofti.“ Magnús er í hljóm- sveitinni Andlát, sem sigraði í Músíktilraunum 2001 og er von á plötu frá innan tíðar. Hann segist enn ekki vera með tilboð frá stór- hljómsveitum á borð við Geirfugl- ana upp á vasann, hann verði bara að bíða og sjá. Aðspurður um eft- irlætistrymbil sinn segir hann það erfiða spurningu en nefnir þó Jimmy Chamberlain í Smashing Pumpkins. „Hann hefur sennilega haft mest áhrif á minn trommu- leik.“ Tvö sett á sviðinu „Þetta var kristaltær snilld. Kalli Hjaltested á Grand Rokk sagði að aldrei hefði verið jafn skemmtileg uppákoma á Grand Rokk og ég hlýt að trúa því,“ seg- ir Benedikt Ármannsson athafna- maður, sem sá um skipulagningu keppninnar fyrir hönd Radíó Reykjavíkur. Hann er í sjöunda himni yfir því hvernig tókst til. Rífandi stemning var, tvö sett á sviðinu þar sem menn börðu húð- ir sem mest þeir máttu. Komust færri að en vildu til að fylgjast með þessari frumlegu og kraft- miklu keppni. Stefnt er að því að hún verði árleg en keppendurnir voru að þessu sinni níu og í dóm- nefnd sátu Andrea Gylfadóttir, Stefán Már Magnússon og Stein- grímur Guðmundsson. Stefán er bróðir sigurvegarans. „Ég gekk úr skugga um að það hefði ekki haft nein áhrif á niður- stöðuna, talaði við alla í dóm- nefndinni, sem fullvissuðu mig um að ég ætti þetta skilið,“ segir Magnús. „Þá gat ég farið að sofa.“ Stefán, sem er einn fremsti gít- arleikari þjóðarinnar, vék úr dóm- nefnd þegar litli bróðir hans sýndi listir sínar. Þeir bræður eru synir Magnúsar Eiríkssonar, þess dáða tónlistarmanns, og Magnús Örn segir oft hafa verið gælt við þá hug- mynd að þeir feðgarnir settu saman hljómsveit en þriðji Magnúsarson- urinn heitir Andri og er hörku- bassaleikari. Og ljóst er að þeir hin- ir eldri geta ekki afsakað sig með því að sá yngsti haldi ekki bíti. jakob@frettabladid.is Íslandsmeistaramótið í trommuleik var haldið á föstudagskvöldið við gríðarlega stemningu á Grand Rokk. Hörkukeppni var milli níu þekktra trymbla. Sigurvegarinn var meðal yngri keppenda: Magnús Örn Magnússon í Andláti. Trommað fram í rauðan dauðann MAGNÚS ÖRN MAGNÚSSON Hann hrósaði sigri og hlaut meðal annars að launum veglegan platta með áfestum gylltum kjuða. Travel 2 mun á næstunni ferja Magnús við annan mann til Danmerkur í verðlaunaskyni. DÓMNEFNDIN Stefán Már Magnússon, Steingrímur Guðmundsson og Andrea Gylfadóttir. BJÖRGVIN PLODER Sá gamalreyndi trymbill Sniglabandsins vermdi annað sætið. Var hans fram- ganga grínaktug mjög í anda hinna gam- ansömu Snigla – en enginn þarf að efast um hæfileika Ploders á settinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I R A DANÍEL ÞORSTEINSSON KRISTJÁN B. HREIÐARSSON ÞORGEIR GUÐMUNDSSON BJÖRN STEFÁNSSON KRISTJÁN EINAR GUÐMUNDSSON INGVI RAFN INGVASON ÞORVALDUR GRÖNDAL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.