Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 31
FÓTBOLTI Lögreglan í London seg- ir að mjög nothæft vitni sé kom- ið fram í máli 17 ára stúlku sem kærði átta fótboltamenn fyrir hópnauðgun í lok síðasta mánaðar. Lögreglan vill ekkert láta uppi um það hverjir mennirnir eru en þeir eiga að hafa nauðgað stúlkunni á hótelherbergi Grosvenor House Hotel aðfaranótt 27. september síð- astliðins. Enginn hefur enn verið handtekinn. Miklar vangaveltur hafa átt sér stað á meðal fjölmiðla og fót- boltaunnenda og óttast nú sjón- varps- og útvarpsstöðvar í land- inu að fótboltaáhangendur setji nöfn hinna grunuðu í söngva sína á áhorfendapöllunum. Fylgst verður sérstaklega vel með textum söngvanna í kom- andi leikjum og verður klippt á þá af sjónvarps- og útvarps- stöðvum ef nauðgunin verður gerð að umtalsefni, af ótta við lögsóknir leikmanna. Fram að þessu hefur enginn leikmaður úrvalsdeildarinnar verið nefndur í tengslum við mál- ið. Þó greindi eitt bresku dag- blaðanna, The Daily Sport, frá því að leikmaður Chelsea væri í miðju málsins. Einhver leikmað- ur liðsins kvartaði við lögfræð- inga sína vegna greinarinnar og sagðist óttast að slíkt umtal yrði til þess fjölmiðlar og almenning- ur myndu dæma leikmenn áður en lögreglurannsókn lyki. Lögreglan hefur haft sam- band við alla þá sem gistu á hót- elinu þessa umræddu nótt og segir að margar vikur, jafnvel mánuðir, geti liðið áður en ákvörðun verði tekin um hvort handtaka eigi einhvern hinna grunuðu. Talsmenn lögreglunn- ar hafa sent fjölmiðlum sérstaka beiðni um að birta ekki nöfn þeirra grunuðu af ótta við að slíkt gæti haft slæm áhrif á rannsókn málsins. Hinir sex grunuðu hafa verið sendir í skoðun hjá sérfræðingum og lífssýni tekin úr þeim og borin saman við þau sem fundust á hótelherberginu. ■ 31SUNNUDAGUR 5. október 2003 ■ Óttast nú sjónvarps- og útvarpsstöðvar í landinu að fótbolta- áhangendur setji nöfn hinna grunuðu í söngva sína á áhorfenda- pöllunum. Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslendingum býðst nú að kynnast í beinu flugi frá Íslandi. Budapest er nú orðin einn aðaláfangastaður Íslendinga, enda hef- ur hún að bjóða einstakt mannlíf, menningu og skemmtun. Hér getur þú valið um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Búdapest og spennandi kynnis- ferðir með farar- stjórum Heims- ferða. Búdapest helgarferð 9. okt. frá 29.950 Verð kr. 29.950 Flugsæti til Búdapest, 9. okt. með sköttum. Verð kr. 39.950 Helgarferð, 9. október, Tulip Inn með morgunmat, m.v. 2 í herbergi, 4 nætur. Flug, gisting, skattar. Staðgreiðsluverð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000, www.heimsferdir.is dMunið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin 6. okt. 11 sæti 9. okt. laust 13. okt. uppselt 16. okt. 11 sæti 20. okt. laust 23. okt. Uppselt 27. okt. 31 sæti 30. okt. 39 sæti Fimmtudaga og mánudaga í október 3, 4 eða 7 nætur Enska úrvalsdeildin: Styrkt af Barclay’s FÓTBOLTI Yfirmenn ensku úrvals- deildarinnar í fótbolta hafa gert þriggja ára styrktaraðilasamning við Barclay’s-verslunarkeðjuna sem tekur gildi í byrjun næsta keppnistímabils. Samningurinn er metinn á um 7,2 milljarða króna og með honum breytist nafn deildarinnar úr Barclaycard Premiership yfir í Barclay’s Premiership. Yfirmenn deildarinnar kynntu einnig 3 ára samning við Vodafone um símaréttindi. Bæði fyrirtækin fá einkarétt á að setja merki sín á stigatöfluna, sýnishorn úr leikjum og fréttatilkynningar í útvarpi. ■ YALCIN Skoraði tvö mörk gegn Chelsea í Meistaradeildinni. Sergen Yalcin: Valinn í tyrkneska landsliðið FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn Sergen Yalcin hefur verið valinn í tyrk- neska landsliðið eftir að hann skoraði tvö mörk í sigurleik Besiktas á móti Chelsea í Meist- aradeild Evrópu. Þjálfari tyrkneska landsliðs- ins, Senol Gunes, valdi Yalcin í lið- ið fyrir leikinn gegn Englandi, í undankeppni Evrópukeppninnar, þann 11. október næstkomandi. Fyrir leikinn gegn Chelsea var Yalcin gagnrýndur fyrir að vera óagaður og í lélegu formi. Eftir sigurinn á Lundúnaliðinu valdi þjálfari landsliðsins hins vegar ekki bara Yalcin í landslið- ið heldur einnig tvo félaga hans í Besiktas, þá Emre Asik og Ilhan Mansiz. ■ KAPPAKSTUR Kanadamaðurinn Jacques Villeneuve, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstrinum, hefur verið rekinn frá Bar-Honda liðinu, að sögn umboðsmanns hans. Japanski ökuþórinn Takuma Sato mun taka sæti Villeneuve, sem varð heimsmeistari árið 1997, fyrir næsta keppnistíma- bil. Villeneuve hefur gangið flest í óhag á þessu tímabili. Kappinn er í 16. sæti með að- eins 6 stig í keppni ökuþóra í Formúlunni þegar einungis einn kappakstur er eftir. Hann verður háður í Japan þann 11. október. Ekki er víst hvort Villeneuve verður þá á bak við stýrið. ■ FÓTBOLTI Bandaríkjamenn leika gegn Þjóðverjum í dag í undanúr- slitum í heimsmeistarakeppni kvenna og Svíar mæta Kanada- mönnum. Í átta liða úrslitum unnu Kanadamenn óvæntan 1:0 sigur á Kínverjum en Þjóðverjar rót- burstuðu Rússa 7:1. Charmaine Hooper skoraði markið sem kom Kanada í undan- úrslitin. „Þetta er stærsti sigur landsliðs okkar,“ sagði hún eftir leikinn. „Þetta er stór áfangi fyrir kvennaknattspyrnuna í Kanada. Fyrir fjórum árum hefði ég ekki getað ímyndað mér að við kæm- umst í undanúrslit heimsmeist- arakeppninnar.“ Tina Theune-Meyer, þjálfari Þjóðverja, átti von á erfiðari leik gegn Rússum eftir að hafa séð leik þeirra gegn Kínverjum fyrr í keppninni. Þjóðverjar leika gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna í undanúrslitum. „Þær spila eins vel og þær gerðu í keppninni fyr- ir fjórum árum og eru sigur- stranglegastar,“ sagði Theune- Meyer um bandaríska liðið. „Við verðum nýta líkamsstyrk okkar gegn þeim og leika af krafti.“ ■ VILLENEUVE Hefur átt afleitt keppnistímabil í ár. Jacques Villeneuve: Rekinn frá Honda AP /M YN D KANADAMENN Í UNDANÚRSLIT Andrea Neil (númer 5) og Christine Sinclair (númer 12) fagna marki Charmaine Hooper (númer 10) gegn Kínverjum. Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta: Kanada vann Kína Vitni komið fram Rannsókn á nauðgun sem átta leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sakaðir um aðild að heldur áfram. Mikilvægt vitni í málinu er komið fram. AP/M YN D SUNGIÐ Á PÖLLUNUM Fótboltaáhangendur syngja á áhorfendapöll- unum. Sjónvarps- og útvarpsstöðvar í Bret- landi óttast að áhangendur muni láta nöfn hinna grunuðu í nauðgunarmálinu fylgja með í baráttusöngvum sínum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.