Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 4
4 5. október 2003 SUNNUDAGUR Á að rannsaka hver lak stefnuræðu forsætisráðherra? Spurning dagsins í dag: Hvenær lætur Jóhannes Páll páfi II af starfi? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 44,4% 55,6% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Drög að stjórnarskrá Evrópusambandsins tilbúin fyrir jól: Búist við miklum átökum RÓM, AP Stefnt er að því að drög að stjórnarskrá Evrópusambandsins verði tilbúin fyrir miðjan desem- ber, að því er fram kom á fundi leiðtoga sambandsins, sem fram fór í Rómarborg í gær. Leiðtog- arnir fá því einungis tíu vikur til þess að vinna úr ágreiningi sem upp hefur komið um nýju stjórn- arskrána. Vonast er til að nýja stjórnar- skráin muni taka gildi árið 2005 en til þess að svo megi vera verða allir löggjafar sambandsins auk Evrópusambandsins að sam- þykkja drögin. Stærstu breytingarnar sem stjórnarskráin mun hafa í för með sér eru að stofnuð verða embætti forseta og utanríkisráðherra Evr- ópusambandsins, endurskipulagn- ing framkvæmdavalds, umfangs- mikil stefna í varnarmálum og nýjar reglur um þjóðaratkvæða- greiðslur. Búist er við miklum átökum er þjóðirnar reyna hver um sig að gæta hagsmuna sinna við smíði stjórnarskrárinnar. Minni þjóðir sambandsins leggja áherslu á að jafnræðis verði gætt í ákvarðana- töku. Þá vilja Pólland, Spánn og Ítalía að stjórnarskráin innihaldi tilvísanir í kristna trú, sem sam- ræmist ekki hugmyndum Frakka um trúfrelsi. ■ ATVINNUMÁL Næstu dagar verða notaðir til að greina atvinnutæki- færi á Bíldudal. Þetta er niður- staða fundar sveitarstjórnar, þingmanna kjördæmisins og full- trúa Fjórðungssambands Vest- firðinga. Atvinnuástandið á Bíldu- dal hefur verið afar bágt um hríð og margir heimamenn svartsýnir á framhaldið. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, sagði fundinn gagnlegan og að ákveðið hefði verið að halda annan fund á miðvikudaginn kemur. „Þarna var fyrst og fremst um skoð- anaskipti og um- ræður að ræða. Það liggur fyrir að ástandið er alvarlegt og þörf á peningum og kvóta inn í þetta bæjarfélag ef eitthvað hald á að vera til staðar. Margvíslegar tillögur komu fram og nú er boltinn hjá Atvinnuþró- unarfélaginu að koma þessum hugmyndum á rekspöl fyrir næsta fund.“ „Okkur var falið að vinna stutta haglýsingu á staðnum og stöðu mála,“ segir Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. „Við drögum saman það sem rætt var á þessum fundi og leggjum fram okkar mat. Staðan er alvar- leg á þessari stundu en hins vegar er ljóst að þarna eru tækifæri. Það eru líkur til að rætist úr með fiskvinnsluna. Nú er allt klárt undir vinnslu hjá Rækjuveri ef til þess kemur að vinnsla hefjist aft- ur. Þarna er kræklingarækt sem möguleiki er á að styðja betur við bakið á og ekki má gleyma kalk- þörungavinnslunni. Hún er ennþá á borðinu og ljóst að aðstæður til vinnslu eru góðar á staðnum,“ segir Aðalsteinn. „Ef Bílddælingar segja að ástandið sé slæmt, þá er það verra,“ sagði Árni Kópsson kaf- ari, sem er fæddur og uppalinn á Bíldudal. „Ég er með einfalda og barna- lega lausn á vanda Bíldudals. Það á að binda 30-40 tonna kvóta við hvern haus í byggðarlaginu og hafa hann bundinn á meðan við- komandi býr á staðnum. Það myndi strax leysa vandann.“ Árni segir að nú sé upplagt að gera tilraun með að binda kvóta við hvern haus á Bíldudal. Stjórn- völdum gæfist þannig tækifæri til að skoða kosti og galla slíks kerfis og komast að því hvort að slík lausn geti gefið fólki viðunandi tækifæri til að búa og lifa úti á landi. albert@frettabladid.is STALDRAR STUTT VIÐ Flugmála- stjórn fær 40 milljónir króna á fjáraukalögum vegna kostnaðar við lækkun langbylgjumasturs á Eið- um, samkvæmt frumvarpi fjár- málaráðherra. Upphæðina þarf Flugmálastjórn að greiða Ríkisút- varpinu þar sem lækkun masturs- ins er að kröfu Flugmálastjórnar. FARIÐ FRAM Á BIÐLAUN Í fjár- aukalagafrumvarpinu er farið fram á 6,5 milljóna króna viðbótarfjár- heimild til handa Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til að greiða biðlaun framkvæmdastjóra. Staða hans var lögð niður þegar ný lög um stofnunina tóku gildi. Á síð- asta ári var hart deilt á fjárskort stöðvarinnar þannig að skera varð niður þjónustu. Í kjölfarið var ráð- ist í skipulagsbreytingar. ARROYO Forseti Filippseyja mun bjóða sig fram til embættisins að nýju. Forseti Filippseyja: Býður sig fram að nýju FILIPPSEYJAR, AP Gloria Macapagal Arroyo, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að bjóða sig fram til emb- ættisins að nýju, en kosið verður í maí á næsta ári. Arroyo kom þjóð sinni mikið á óvart þegar hún tilkynnti að hún hygðist draga sig í hlé rétt fyrir síðustu áramót. Hún hefur hins vegar slegið þeirri ákvörðun á frest, en yfirlýsingin olli nokkrum sviptingum í heimalandi hennar, óstöðugleika í stjórnmálum sem skaðaði efnahag landsins meðal annars með þeim afleiðingum að gengi gjaldmiðils landsins er nú í sögulegu lágmarki. ■ VIÐBÚNAÐUR Nokkur þúsund andstæðingar hnattvæðingar söfnuðust saman í tilefni af fundahöldum um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Evrópusambandið: Stjórnarskrá mótmælt RÓM, AP Lögreglan í Róm beitti táragasi og kylfum til þess að hafa hemil á nokkrum þúsundum and- stæðinga hnattvæðingar sem safnast höfðu saman í borginni í tilefni af ráðstefnu leiðtoga Evr- ópusambandsins, en þeir ræða drög að stjórnarskrá Evrópusam- bandsins. Mótmælendurnir söfnuðust saman fyrir utan ráðstefnuhöllina þar sem leiðtogarnir funda og köstuðu trjákubbum, eggjum og rotnu grænmeti í lögregluna. Að minnsta kosti einn særðist í átök- unum og var fluttur á sjúkrahús. „Við viljum að Evrópa verði ekki skrifuð í höllum valdsins eða í stjórnarskránni, heldur á lýð- ræðislegan hátt í samráði við fólk- ið,“ sagði einn mótmælendanna í gær. Segjast mótmælendurnir vera að berjast gegn kynþáttafor- dómum, stríði og atvinnuleysi. ■ SLAGSMÁL Á SELFOSSI Lögreglan á Selfossi hafði í nógu að snúast í fyrrinótt. Fimm útköll voru vegna slagsmála í bænum. Tveir gistu fangageymslur eftir átökin. Engin slys urðu á fólki. Ekki er vitað hvað olli slagsmálunum. TVÆR BÍLVELTUR Tvær bílveltur voru tilkynntar til lögreglunnar á Selfossi í gærmorgun. Sendibíll valt á Suðurlandsvegi við Þrengslavegamót um áttaleytið. Ein kona var í bílnum og slasað- ist hún lítillega. Þá valt bíll við Þingvallaveg við Kjósarskarðs- veg um níuleytið. Engin slys urðu á fólki. Að sögn lögreglu var nokkur hálka á götum. ÓLÖGMÆT MYNDLYKLANOTKUN Starfsmenn Norðurljósa voru í síðustu viku á Akureyri til að kanna ólöglega notkun myndlykla í fjölbýlishúsum. Lögreglan var kölluð til í nokkrum tilfellum, Að sögn lögreglu mega þeir sem grunaðir eru búast við að verða kærðir. Þá mun þessum aðgerð- um verða haldið áfram á næst- unni. Fólk er hvatt til að koma þessum málum í rétt horf. Samþykkja Evrópunefnd: Nýtt til að þróa málið STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, seg- ir að flokkur hans muni taka þátt í nefnd um Evrópumál. Þegar for- sætisráðherra velti hugmyndinni fyrst upp fyrr á árinu tók Samfylk- ingin þá afstöðu að rétt væri að bíða með stofnun n e f n d a r i n n a r þangað til fram yfir kosningar. Össur segir að nú séu þessi mál frá og því sé tíma- bært að hefja þessa vinnu. Össur segir það ætíð hafa verið stefnu Samfylkingarinnar að stuðla að nauðsynlegri samstöðu um það markmið flokksins að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. „Við munum að sjálfsögðu reyna að nýta þetta til að þróa málið áfram,“ segir Össur. ■ VIÐSKIPTI „Okkur þykir ekki fýsi- legt að missa fyrirtækið héðan og því höfum við lýst yfir áhuga,“ sagði Andri Teitsson, fram- kvæmdastjóri KEA á Akureyri, en hann hefur fyrir hönd félags- ins haft samband við bankastjóra Landsbankans og óskað eftir við- ræðum um kaup á Útgerðarfélagi Akureyringa. „Ég kom erindi okkar áfram en engin ákvörðun verður tekin fyrr en ný stjórn tekur við taumum í Eimskipafélaginu næsta fimmtu- dag. Ætlunin með kaupunum er að reka fyrirtækið á arðsemisgrund- velli en jafnframt að halda fyrir- tækinu og starfseminni hér fyrir norðan. Félagið var selt fyrir nokkrum árum og það þótti eðli- legt á þeim tíma en nú eru blikur á lofti og við teljum okkur ekki stætt á öðru en að reyna að halda þessu stóra fyrirtæki á Akureyri. Ýmsir hagsmunir eru í húfi.“ Á Akranesi hafa heimamenn einnig haft samband við Lands- bankamenn með það fyrir augum að kaupa Harald Böðvarsson af Brimi, en það félag er dótturfélag Eimskipafélagsins. ■ SILVIO BERLUSCONI „Okkar bíður erfitt verkefni,“ sagði forseti Ítalíu, en drög að stjórnarskrá Evrópusam- bandsins eiga að vera tilbúin um miðjan desember. ■ Fjáraukalög ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON Samfylkingin mun taka þátt í nefnd um Evr- ópumál. ÚTGERÐARFÉLAG AKUREYRINGA Stjórn KEA hefur sýnt áhuga á að kaupa fyrirtækið. KEA sýnir áhuga á að kaupa ÚA: Miklir hagsmunir í húfi Nói Albinói: Ljóðræn nálgun MENNING Kvikmynd Dags Kára Pét- urssonar, Nói Albinói, hefur fengið sérstaka viðurkenningu dómnefnd- ar á alþjóðlegri barnakvikmynda- hátíð í Kaupmannahöfn. Í umsögn dómnefndar um myndina kemur fram að nálgun Dags Kára gagnvart viðfangsefn- inu sé einkar ljóðræn og að í myndinni sé harmræn saga sögu- hetjanna sögð á einkar látlausan hátt og að slík nálgun krefjist hug- rekkis af hálfu leikstjórans. Dóm- nefndin segist hlakka til að sjá fleiri myndir frá hinum unga ís- lenska leikstjóra. ■ BÍLDUDALUR Atvinnuástandið á staðnum er slæmt en ljóst er einnig að tækifæri eru til staðar. „Það á að binda 30 - 40 tonna kvóta við hvern haus í byggðarlag- inu. ÁRNI KÓPSSON Stjórnvöld ættu að gera tilraun með nýjar leiðir á Bíldudal. KRISTINN H. GUNNARSSON Þörf er á peningum og kvóta inn í bæjarfélagið. Atvinnutækifæri tekin til skoðunar Kortleggja á möguleika í atvinnumálum á Bíldudal. Staðan er alvarleg en líkur til að rætist úr með fiskvinnsluna, segir framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarfélags Vestfjarða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.