Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 19
19SUNNUDAGUR 5. október 2003 Málverk vikunnar Maðurinn er... Málverk vikunnar, Hákarlinntekinn inn, 255x405, er eftir einn af meistur- um íslenska m á l v e r k s i n s , sjálfan Gunn- laug Scheving ( 1 9 0 4 - 1 9 7 2 ) . Verkið komst í eigu Listasafns Íslands árið 1972, á dánarári listamannsins, gjöf hans til safnsins. Sjávarmynd- ir Gunnlaugs Schevings eru einstæðar í ís- lenskri mynd- list. Efni þeirra er sprottið úr ís- lenskum veruleika, sjómennsk- unni, undirstöðu íslensks nútíma- þjóðfélags og hafið til vegs á myndfletinum þar sem framsetn- ingin lýtur ströngum myndrænum lögmálum. Málverkið Hákarlinn tekinn inn er jafnframt dæmisaga um baráttu mannsins við náttúru- öflin. Gunnlaugur Scheving stundaði myndlistarnám í Kaupmannahöfn 1923-30, bjó síðan á Seyðisfirði og í Grindavík en settist svo að í Reykjavík. Hann var í forystu þeirra listamanna á fjórða áratugn- um sem hurfu frá landslaginu og fjölluðu um mannlíf og umhverfi fólks í verkum sínum. Scheving er einkum þekktur fyrir stórbrotin málverk þar sem íslenski sjómað- urinn og sveitakonan verða honum tákngervingar fyrir tengsl manns og náttúru. ■ HALLDÓR LAXNESS Erlendum fjölmiðlum finnst illskiljanlegt að hann hafi fengið Nóbelsverðlaun. Nóbelsverðlaunin: Efast um Laxness Það virðist vera fastur liður í um-ræðu erlendra fjölmiðla um Bókmenntaverðlaun Nóbels ár hvert að velta vöngum yfir því hvort allir verðlaunahafar séu jafn vel að Nóbelnum komnir. Nafn Halldórs Killjans Laxness skýtur þá jafnan upp kollinum og útlendir bókmenntaspekingar virðast seint ætla að þreytast á því að hneyksl- ast á útnefningu hans árið 1955. Laxness var til að mynda efstur á blaði í umfjöllun frönsku frétta- stofunnar AFP um verðlaunin þeg- ar kom að þeim höfundum sem ill- skiljanlegt er að hafi komist á blað. Það fylgdi einnig sögunni að Lax- ness væri höfundur sem enginn læsi nú til dags annars staðar en á Íslandi. The Independent tók heila opnu þann 2. október árið 2001 undir bráðskemmtilega úttekt á hundrað ára sögu Nóbelsverðlaunanna. Bók- menntaverðlaununum var gefinn nokkur gaumur og blaðið taldi upp langan lista magnaðra þungaviktar- manna á ritvellinum sem akademí- an sá aldrei ástæðu til að heiðra. Það er til dæmis stórundarlegt að mati blaðsins að fyrsta árið sem verðlaunin voru veitt skuli þau hafa fallið „einhverju“ frönsku skáldi sem hét Prudhomme í skaut frekar en Tolstoj. Prudhomme þessi er svo flokkaður sem „minnow“, eða smá- fiskur, ásamt Halldóri Laxness, Bjørnstjerne Bjørnson, Echegaray og Agnon. Blaðið stillir svo þessum verðlaunahöfum upp andspænis ansi glæsilegum lista stórlaxa sem ekki hlutu náð fyrir augum nefndar- innar, en fyrir utan Tolstoj eru þar á blaði Ibsen, Kafka, Proust og svo hver snillingurinn á fætur öðrum: Joseph Conrad, Lorca, Nabokov, James Joyce, Brecht, Graham Greene og síðast en alls ekki síst Jorge Luis Borges. Blaðið birti þá einnig upptaln- ingu á „hryðjuverkamönnum“ sem hafa óverðskuldað hlotið friðar- verðlaun Nóbels og sá listi er einnig ansi skrautlegur en þar dúsa þeir meðal annars saman Begin, Kissinger, Arafat og Nel- son Mandela. ■ Jón Gnarr Maðurinn sem um er spurt áblaðsíðu 15 er Jón Gnarr, eins og líklega margir hafa getið sér til um. Hann þekkja Íslending- ar sem grínara bæði í útvarpi og sjónvarpi en hann hefur að undan- förnu gefið sig meira að leik þó ólærður sé á því sviði. Nú um stundir leikur hann sympatískan furðufugl í leikritinu Erling en öllu ógeðfelldari persónu í stutt- myndinni Karamelludögum sem hlaut fimm tilnefningar til Eddu- verðlauna á dögunum. ■ GUNNLAUGUR SCHEVING (1904- 1972) Sjávarmyndir eru ein- stæðar í íslenskri myndlist, að efni sprottnar úr íslensk- um veruleika og lúta ströngum myndræn- um lögmálum. Baráttan við náttúruöflin HÁKARLINN TEKINN INN Eitt af meistaraverkum Schevings, olía á strika, 255 x 405. Scheving er þekktur fyrir stór- brotin málverk þar sem sjómaðurinn og sveitakonan verða honum tákngervingar fyrir tengsl manns og náttúru.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.