Fréttablaðið - 05.10.2003, Síða 30

Fréttablaðið - 05.10.2003, Síða 30
30 5. október 2003 SUNNUDAGUR ■ Fótbolti SHAQ Undirbúningur liða fyrir NBA-deildin, sem hefst þann 28. október, er nú í fullum gangi. Hér sést Shaquille O’Neal, miðherj- inn ógurlegi í liði Los Angeles Lakers, taka skot á körfuna í æfingabúðum á Hawaii. Körfubolti FÓTBOLTI Bayern München saxaði á forskot Stuttgart í þýsku Bundesligunni í gær þegar liðið burstaði Hertha Berlin með fjór- um mörkum gegn einu. Makaay, Ballack, Schweinsteiger og Tyrk- inn Salihamidzic skoruðu mörk Bayern en Kovac skoraði fyrir Hertha. Á sama tíma náði Stuttgart að- eins markalausu jafntefli á heimavelli gegn Köln. Stuttgart hefur eins stigs forskot á Bayern eftir leiki gærdagsins. Bræðurnir Þórður og Bjarni Guðjónssynir komu ekkert við sögu þegar lið þeirra Bochum vann stórsigur á Kaiserslautern, 4:0. Vahid Hashemian og Peter Madsen skoruðu sín hvor tvö mörkin fyrir Bochum, sem komst upp í sjötta sæti deildarinnar með sigrinum. Tveir leikir verða háðir í þýska boltanum í dag. Bayer Leverkusen tekur á móti Hansa Rostock og Wolfsburg sækir Werder Bremen heim. Leverku- sen og Werder Bremen eru jöfn að stigum í þriðja til fjórða sæti Bundesligunnar fyrir leiki morg- undagsins og geta komist upp fyrir Stuttgart í efsta sætið með sigri. ■ FÓTBOLTI Hauki eru málefni Þrótt- ar hjartans mál, samanber hug- vekjuna sem hann skrifaði á heimasíðu Þróttar daginn eftir að liðið féll úr Landsbankadeild karla. Niðurlag hennar er svona: „Ó Þróttur bróðir besti, og barna vin- ur mesti, æ breið þú blessun þína, á báðar rendur mínar. Það ætíð sé mín iðja, að elska þig og styðja, og lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. Ég er Þróttari, ég get ekki annað.“ Haukur seg- ist ekki vilja halda upp á lið sem er byggt upp á tveimur félögum þó svo að það myndi ná betri árangri. „Ég er í þessu af því að maður elskar þessar rendur hjá Þrótti. Þróttur er ekkert ungmennafélag sem er bara í þessu upp á gaman- ið. Við viljum ná árangri en ég get alveg slakað á þeim metnaði í staðinn fyrir að sameinast ein- hverjum öðrum. Það er verið að taka hjartað og sálina úr þessu og það veit enginn hvað verður um það. Hvaða ástæðu ætti mað- ur að hafa fyrir því að fara í ein- hverja sjálfboða- liðavinnu fyrir eitthvað sem heit- ir bara eitthvað?“ segir Haukur. Haukur segir að umræðan sé ekki ný af nálinni og bendir á að sameining komi bara að notum í meistaraflokki. „Menn ætla að fara á taugum af því að það vill svo til að Þróttur og Valur féllu. Það var algjört lottó að þau lið féllu. Að fara að draga einhverjar ályktanir af því að tvö lið úr Reykjavík fari upp og niður aftur er bara alveg út í hött.“ Fari svo að af sameiningu yrði telur Haukur að auðvelt verði að velja nafn nýja liðsins. „Það er sama hversu mörg liðsnöfn yrðu sett fyrir framan, því nafnið myndi alltaf enda á Þrótti. Þannig geta menn skeytt Val, Fram og KR fyrir framan í nafn- inu..... og síðan Þrótti.“ ■ BEN JOHNSON Hljóp 100 metranna á 9,79 sekúndum á Ólympíuleikunum í Seúl. Ben Johnson: „Besti sprett- hlaupari sögunnar“ FRJÁLSAR Ben Johnson segist vera „besti spretthlaupari sögunnar“ þrátt fyrir að hann hafi fallið á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Seúl árið 1988. Kanadamaðurinn lýsti þessu yfir í samtali við The Times og segist jafnframt hafa verið betri í 100 metra hlaupi en heimsmethaf- inn Tim Montgomery, Donovan Bailey og Maurice Greene. Johnson hljóp 100 metrana á 9.79, sem var nýtt heimsmet, á Ólympíuleikunum fyrir fimmtán árum en var sviptur verðlaunun- um eftir að sýni úr honum reynd- ist innihalda lyfið stanozolol. „Þrátt fyrir að mér hafi orðið á er ég enn besti spretthlaupari sög- unnar,“ segir Johnson. „Hlaupið mitt í Seúl er það besta sem nokkurn tímann hefur farið fram.“ ■ AP /M YN D TVEIR FRAMHERJAR TIL ARSENAL Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, ætlar að semja við tvo nýja framherja þegar glugg- inn til félagaskipta opnar í janú- ar. „Ég mun kaupa leikmenn og fá til mín leikmenn með lausa samninga,“sagði Wenger. „Við þurfum að minnsta kosti tvo framherja og þessir nýju leik- menn munu setja punktinn yfir i-ið hjá okkur á þessari leiktíð.“ BARÁTTA Það var hart barist í leik VfB Stuttgart og Kölnar í þýsku Bundesligunni í gær. Hér sjást þeir Stuttgart-mennirnir Fernando Meira, til vinstri, og Jurica Vranjes, til hægri, hafa betur í baráttu við Marius Ebbers, leikmann Kölnar. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Þýska Bundesligan: Stórsigrar hjá Bayern og Bochum AP /M YN D „Menn ætla að fara á taugum af því að það vill svo til að Þróttur og Valur féllu. HAUKUR MAGNÚSSON Segir að sameining komi ekki til greina. Elska þessar rendur hjá Þrótti Umræða hefur verið uppi um sameiningu þriggja Reykjavíkurliða í fótbolta. Hauki Magnússyni, stuðningsmanni Þróttar og Köttara númer eitt, líst ekkert á málið. ÞRÓTTUR Þrátt fyrir fall úr úrvalsdeildinni í sumar stendur Haukur fast að baki Þrótturum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.