Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 39
Morgunstund „Ég vakna oft snemma um helg- ar og horfi á morgunsjónvarpið,“ segir Þóra Sigurðardóttir, um- sjónarkona Stundarinnar okkar. „En á draumamorgnum fer ég út í bakarí og fæ mér nýlagað kaffi. Mér finnst gott að taka sunnu- dagana snemma og nota daginn í að heimsækja vini og vanda- menn.“ 39SUNNUDAGUR 5. október 2003 PERLAN Í BORGARLEIKHÚSIÐ Borgarleikhúsið hefur gert samstarfssamning við leikhópinn Perluna en hópurinn mætti á svæðið þegar samningar voru undirritaðir á fimmtudaginn. Atburðurinn þykir stórt skref í jafnréttisátt fyrir fatlaða listamenn. Nettilboð Flugleiða þessa vikunaeru venju fremur spennandi – ódýr og freistandi. Boðið er upp á flug til Parísar fyrir rétt rúmar 23 þúsund krónur en þar er haldin tískuvika 7.-15. október. Þar verður hægt að sjá tískulínuna í fatnaði margra af athyglisverðustu hönn- uðum samtímans og ekki færri af yngri kynslóðinni sem nú eru að hasla sér völl. Og tónleikar í hrönn- um: Christina Aguilera er í Zenith- tónleikahöllinni á fimmtudaginn, Stereophonics í Olympia sama kvöld og The Pretenders í Batacian næsta sunnudag. Flugleiðir bjóða einnig netsmelli til Baltimore á 30 þúsund krónur en í Washington verður hægt að sjá Cher á tónleikum í MCI Center á föstudaginn og Eagles og Dixie Chicks saman á sama stað sunnudaginn 12. október. Til Amsterdam er hægt að kom- ast fyrir 23 þúsund krónur en þar er haldin kvikmyndhátíð barna; Cinekid, og stendur hún til 19. októ- ber. ■ Þetta mæltist vel fyrir hjákörlunum enda höfðu margir þeirra gaman af að máta kvenna- klefana,“ segir Hafliði Halldórs- son, framkvæmdastjóri sundlaug- arinnar í Grafarvogi, sem þurfti að láta karlmenn í kvennaklefa og konur í karlaklefa á meðan á við- gerð stóð í kvennaklefunum. „Það er skortur á kvenkyns iðnaðar- fólki hjá borginni þannig að ekki var annað ráð en að skipta. Ekki gat ég sent karlmenn til að gera við hjá konunum eins og gefur að skilja,“ segir Hafliði. Ástæða þessa var spegill í kvennaklefanum, sem hrundi niður og brotnaði í spað um nótt. Þegar betur var að gáð sást að festingar á öðrum speglum voru að gefa sig og því þótti ekki óhætt annað en að láta gera við þær allar. Þessi umskipti stóðu aðeins yfir í nokkrar klukkustundir og kvörtunarefnið var aðeins eitt og það kom frá konunum: „Þær gátu ekki notað pissuskálarnar í karla- klefunum,“ segir Hafliði í sund- lauginni í Grafarvogi. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SUND Konur og karlar skiptu um klefa í Grafarvogi. Sundlaug ■ Skortur á kvenkyns iðnaðarmönnum varð til þess að karlmenn þurftu að nota kvennaklefana í Grafarvogs- sundlaug um daginn og öfugt. Spegill datt í gólfið og brotnaði. Karlar í kvennaklefum Til útlanda NETTILBOÐ ■ Flugleiða eru venju fremur spennandi þessa vikuna – ódýr og freistandi. AGUILERA Í Le Zenith í París 9. október. STEREOPHONICS í Olympia í París á fimmtudaginn. THE PRETENDERS Í Batacian í París 12. október. CHER Í Washington 10. október. DIXIE CHICKS í MCI Center í Washington 12. október. Flugleiðafjör á Netinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.