Fréttablaðið - 05.10.2003, Page 22
22 5. október 2003 SUNNUDAGUR
Mikill styr hefur lengi staðiðum hundabúið að Dalsmynni
á Kjalarnesi og heit umræða hef-
ur átt sér stað á um aðbúnað og
fjölda hunda þar. Fjölmiðlar hafa
látið sig málið varða og vart hefur
sá dagur liðið að ekki sé Dals-
mynni rætt á spjallrásum á Net-
inu. Mótmælagöngur hafa verið
skipulagðar og fleiri þúsund
manns hafa skráð sig á mótmæla-
lista.
Til Neytendasamtakanna hafa
borist kvartanir frá kaupendum
hunda frá Dalsmynni um að ætt-
bækur fáist ekki afhentar. Vafi
hefur leikið á að alþjóðasamtök
sem ræktendur segjast vera með-
limir í séu viðurkennd heldur sé
aðeins um að ræða skúffufyrir-
tæki sem þjóni vafasömum
hundabúum í Evrópu.
Margir hafa þó tekið upp
hanskann fyrir Dalsmynni og
skrifað lesendabréf í blöð. Á Net-
inu hafa menn skipst í tvö horn.
Hundum frá Dalsmynni
vísað frá
Hundabúið að Dalsmynni er
rekið af hjónunum Ástu Sigurðar-
dóttur og Tómasi Þorvaldssyni.
Þau hófu hundarækt fyrir átta til
níu árum og voru í fyrstu með
ræktun á heimili sínu. Um ára-
mótin 1998-99 fluttu þau að Dals-
mynni og þar hafa þau alið hunda
og selt. Með þeim hafa starfað
dætur þeirra og ræktað bæði
hunda og ketti undir ræktunar-
nöfnunum Mánaskin, Gleðigjafi
og Dalsmynni.
Í byrjun var Ásta meðlimur í
Hundaræktarfélagi Íslands en
eftir að sannað þótti að ættbækur
væru ekki sannleikanum sam-
kvæmar sagði hún sig úr félaginu.
DNA-greining á hvolpum frá
henni sýndi að foreldrar hvolpa
reyndust ekki vera þeir sem
tilteknir voru í ættbók og
dæmi voru um að dóm-
arar á sýningum
Hundaræktarfé-
lagsins vísuðu
hundum ættuðum
frá Dalsmynni frá
á þeim forsendum
að þeir væru ekki
af því kyni sem til-
tekið var.
Rekið án starfs-
leyfis
Fyrstu árin var
búið rekið án starfs-
leyfis en undir eftirliti
Hei lbr igð isef t i r l i t s
Reykjavíkur. Eftir því
sem fram kemur í
skýrslum frá Heilbrigð-
iseftirlitinu frá 1999-2002 virðast
ýmis vanhöld á að aðbúnaður dýr-
anna sé í samræmi við þær kröfur
sem gerðar voru samkvæmt
reglugerð um dýrahald í atvinnu-
skyni. Heilbrigðiseftirlitið mun
þó fyrst og fremst hafa kannað
hvort úrgangur frá búinu væru
samkvæmt lögum um mengunar-
varnir, frárennslis- og sorpmál
væru í lagi en minna kannað
hvernig hundarnir hefðu það.
Þrátt fyrir það er í mörgum
skýrslum nefndur aðbúnaður og
nær undantekningarlaust er talað
um slök og köld húskynni, óhrein-
indi og hve erfitt hundarnir eigi
með hreyfingu vegna þrengsla.
Ekki eru gerðar neinar athuga-
semdir við að aðeins ein mann-
eskja í fullu starfi og tvær til
þrjár í hlutastarfi sjái um að sinna
yfir tvö hundruð hundum.
Þeir sem hvað harðast hafa
gagnrýnt rekstur Dalsmynnis
halda því fram að á þessum tíma
hafi ástandið verið skelfilegt á
Dalsmynni og aðbúnaður hund-
anna mjög slæmur. Í skýrslu frá
fulltrúum Hundaræktarfélagsins
sem heimsóttu staðinn í mars
1999 og var meðal annars skipuð
dýralækni eru ófagrar lýsingar.
Þar segir að hundar megi láta sér
nægja að liggja á köldu steingólfi
vegna þrengsla, hafast við í refa-
búrum og að hitastig inni í gömlu
fjósi þar sem hundarnir voru til
húsa sé undir 15 gráðum. Í niður-
lagi segir orðrétt: „...allur aðbún-
aður hundanna þar sé vítaverður
og með öllu óásættanlegur.“
Í framhaldi skýrslunnar
kærði Hundaræktarfélag
Íslands aðbúnað á Dals-
mynni til embætti Lög-
reglustjórans í Reykjavík.
Ekki refir sem aldir
eru til slátrunar
Illa gekk að fá
starfsleyfi fyrir
hundabúið þrátt fyrir
endurteknar umsóknir
og svo virðist sem kerf-
ið hafi ekki vitað hvernig
taka ætti á starfsemi
sem þessari. Í janúar
árið 2002 er síðan gefið
út starfsleyfi á grund-
velli umsagnar Dýra-
verndarráðs byggt á um-
sögn héraðsdýralæknis,
Gunnars Arnar Guð-
mundssonar. „Það er
ekki fyrr en Gunnar Örn
tekur við stöðu héraðs-
dýralæknis sem eitt-
hvað gerist í þeim mál-
um og ljóst að hann
heldur hlífiskildi yfir
þessari starfsemi,“ seg-
ir Magnea Hilmarsdótt-
ir, sem hefur kynnt sér
málefni Dalsmynnis vel
og barist gegn hvolpa-
framleiðslu þar. Hún
varpar fram þeirri
spurningu hvernig
staðið geti á að ekki sé
brugðist við kærum og
þegar leitað sé eftir skýrslum hjá
lögreglunni í Reykjavík finnist
þær ekki. Hún bendir á að Halldór
Runólfsson yfirdýralæknir sé
kunnugur Ástu eftir skiptasamn-
ing við hana á eignum og spyr
hvort það get hugsast að bæði
hann og Gunnar Örn hafi svipuð
viðhorf til hunda og refa sem ald-
ir eru til slátrunar. Vafalaust væri
ekkert við búskap Ástu að athuga
ef hún væri með refi í búrum.
Dýralæknar með ólík
sjónarhorn
Af skýrslum sem borist hafa, í
byrjun frá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur og síðan Umhverfis-
stofnun, má sjá að umsögn Gunn-
ars Arnar þegar hann heimsækir
búið er alla jafna á jákvæðum nót-
um. Hann gerir smávægilegar at-
hugasemdir en rauði þráðurinn í
umsögn hans er að allt fari batn-
andi. Að sama skapi eru skýrslur
annarra opinberra aðila sem
heimsækja Dalsmynni á þann veg
að ýmsu sé ábótavant og hundarn-
ir búi við óviðunandi aðstæður.
Bent er á að Gunnar Örn hafi ekki
starfað við umönnun gæludýra
heldur hafi hans starfsvettvangur
verið á Hvanneyri og þau dýr sem
hann hafi hvað mest sinnt séu
nautgripir og hestar.
Til marks um mismunandi við-
horf tveggja dýralækna til búsins
hefur Fréttablaðið undir höndum
skýrslu Gunnars frá því í apríl
2003 þar sem segir að allir hundar
á búinu virðist hraustir, glaðlegir
og hreinir. Hann tiltekur að nokk-
ur atriði þurfi að laga og nefnir
sérstaklega að fækka þyrfti hund-
um en kemst að þeirri niðurstöðu
að aðbúnaður sé góður og hundun-
um líði vel bæði andlega og líkam-
lega. Aðeins viku síðar fer Magn-
ús Guðjónsson dýralæknir í skoð-
unarferð að beiðni Umhverfis-
stofnunar og kemst að allt annarri
niðurstöðu. Í hans skýrslu segir
meðal annars að talsverð óþrif
séu í búrum. Dagblöð séu víðast
hvar gegnblaut af þvagi og saur
sem hundarnir gangi í. Got-
herbergi sé algjörlega óviðun-
andi. Þar séu tíkur með hvolpa í
rimla- eða vírnetsbúrum sem
hrúgað sé saman og minni mest á
búrhænsni. Mikill óþrifnaður sé í
herbergjum. „Að mati undirritaðs
jaðrar þetta við illa meðferð á
dýrum og verða yfirvöld strax að
grípa í taumana.“
Greiðir ekki tilskilin
hundagjöld
Allt frá 1999 hefur hundaeftir-
litsmaðurinn í Reykjavík, Jón
Þórarinn Magnússon, fylgst með
starfseminni á Dalsmynni og
kært ítrekað aðbúnað hundanna. Í
febrúar árið 2002 lagði hann inn
kæru til Dýraverndunarráðs. Í
kæru sinni tiltekur hann þrettán
ámælisverð atriði. Hann spyr for-
mann Dýraverndarráðs á hvaða
forsendum umsögn ráðsins sé
gefið leyfi til starfseminnar þar
sem fram hafi komið í samtali
hans við formanninn að hann hafi
ekki sjálfur kynnt sér með eigin
augum aðbúnaðinn á Dalsmynni.
Jón Þórarinn gerir grein fyrir því
í kæru sinni að honum hafi borist
margar kvartanir vegna meintrar
illrar meðferðar á hundunum og
vitað sé að fleiri kærur hafi borist
bæði lögreglunni í Reykjavík og í
Mosfellsbæ. Þá bendir hann á að á
Dalsmynni séu á annað hundrað
hunda sem ekki sé greitt af á með-
an hver hundaeigandi í Reykjavík
verði að greiða fimmtán þúsund
krónur af hverjum hundi í hunda-
gjöld.
Í skýrslum lögreglunnar má
lesa að farið sé nokkrum sinnum
að Dalsmynni og virðast ummæli
Ástu um hvað hún hyggist gera
jafnan vera látin duga. Að sama
skapi ganga skýrslur héraðsdýra-
læknis út á hvað þurfi að gera og
hvað allt hafi lagast frá síðustu
komu. Ásta er jafnan spurð hve
margir starfsmenn sinni hundun-
um og er svar hennar í öllum til-
fellum látið nægja. Ekki er á
skýrslum að sjá að það sé kannað
nánar. Leitað var eftir ársskýrslu
búsins hjá ríkisskattstjóra en þar
á bæ fundust engar skýrslur. Það
bendir til að búið sé ekki sjálf-
stæður skattaðili sem teljast má
furðulegt miðað við umfang
rekstrarins en hver hundur er
seldur á 150 þúsund krónur.
Umhverfisstofnun í málið
Eftir að málefni hundabúsins
að Dalsmynni fóru undir Um-
hverfisstofnun virðist einhver
hreyfing hafa komist á málefni
þess. Stofnunin ritaði hjónunum
bréf eftir heimsókn að Dalsmynni
í apríl og var þeim þá gefinn
frestur til 1. september til að gera
þær úrbætur sem þyrfti. Meðal
annars er þeim gert að vista að-
eins ákveðinn fjölda hunda í búr-
um, skapa þeim viðunandi útiað-
stöðu, sjá þeim fyrir upphækkuðu
leguplássi og síðast en ekki síst að
fjölga starfsmönnum þannig að
ekki séu fleiri hundar en átta á
hvern starfsmann. Við talningu í
apríl eru á búinu alls 193 hundar
sem þýðir að á milli tuttugu og
þrjátíu stöðugildi þarf til að full-
nægja þeim skilyrðum. Um mitt
sumar gaf Umhverfisstofnun út
svokallaðar viðmiðunarreglur
sem fara skyldi eftir við rekstur á
hundabúum og voru tilmælin
byggð á þeim.
Í september fóru fulltrúar Um-
hverfisstofnunnar í annað sinn að
Dalsmynni í þeim tilgangi að
fylgja eftir kröfum stofnunarinn-
ar. Af skýrslu hennar má ráða að
nánast ekkert hafði breyst. Búr
eru enn of lítil, of margir hundar í
hverju búri, upphækkuð legu-
pláss fyrir hunda vantar og
starfsmenn of fáir. Starfsmenn
eru sagðir af forráðamönnum
búsins þeir sömu og í apríl, aðeins
tveir í fullu starfi, fjórir í hluta-
starfi og enginn er á launaskrá.
Umhverfisstofnun gaf forráða-
mönnunum Ástu og Tómasi frest
til 19. september til að koma at-
hugasemdum á framfæri.
Að kvöldi 18. september, þegar
aðeins hálfur sólahringur var í að
frestur Umhverfisstofnunnar
rynni út, kærði lögmaður Ástu og
Tómasar viðmiðunarreglur Um-
hverfisstofnunnar á þeim for-
sendum að þær hefðu ekki stoð í
lögum. Kæran er til meðferðar í
Umhverfisráðuneytinu og er úr-
skurðar að vænta þaðan bráðlega.
Það skal tekið fram að
blaðamaður ræddi við fjölda
manns við ritun þessarar saman-
tektar en einkum var stuðst við
opinberar skýrslur. Ásta Sigurð-
ardóttir og Tómas Þorvaldsson
maður hennar vildu ekki ræða við
blaðamenn né gefa færi á að búið
væri skoðað.
bergljot@frettabladid.is
MAGNEA HILMARSDÓTTIR
Hún hefur ásamt Kristínu Höllu Svein-
björnsdóttur safnað gögnum um búið á
Dalsmynni og barist fyrir að eitthvað
verði gert til að koma í veg fyrir meinta
hvolpaframleiðslu.
DALSMYNNI
Á þessum bæ á Kjalarnesi eru um 200 hundar í búrum. Við hliðið er skilti þar sem segir
að bannað sé að vera með hunda á svæðinu. Hundarnir á Dalsmynni eiga þess ekki kost
að fara út nema þegar þeim er hleypt út í gerðin. Fréttablaðið fékk ekki leyfi frá eigend-
um Dalsmynnis til þess að mynda hundana í búrum sínum.
Í skýrslu frá
fulltrúum Hunda-
ræktarfélagsins eru ófagrar
lýsingar. Þar segir að hundar
megi láta sér nægja að liggja
á köldu steingólfi vegna
þrengsla, hafast við í refa-
búrum og að hitastig inni í
gömlu fjósi þar sem hund-
arnir voru til húsa sé undir
15 gráðum.
,,
Um 200 hundar
lokaðir í búrum
Á Dalsmynni á Kjalarnesi er rekið hundabú sem mikið hefur verið gagnrýnt en
kerfið hefur ekki verið fært um að taka á. Margir hafa kært og mótmælaganga
skipulögð. Grunsemdir eru uppi um illa meðferð á dýrum. Þeir sem harðast gagn-
rýna halda því fram að ekki fari annað fram en hundaframleiðsla á Dalsmynni.
HUNDUR
Meðal þess sem eigendur
Dalsmynnis eru ásakaðir um er að
falsa ættbækur hundanna sem
þaðan eru seldir. Jafnframt hefur
verið bent á að Dalsmynni greiði
ekki hundagjöld eins og aðrir
hundaeigendur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T