Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 34
■ ■ KVIKMYNDIR  15.00 Tvær heimildarkvikmyndir verða sýndar í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Fyrri myndin er bresk og segir frá um- sátri Þjóðverja um Leníngrad í síðari heimsstyrjöldinni. Síðari myndin er sov- ésk með skýringum á norsku og segir frá borg og borgarlífi í Pétursborg. Jafnframt hefur ljósmyndasýning um borgina verið sett upp í salarkynnum MÍR við Vatnsstíginn. Aðgangur að kvik- myndasýningunni er ókeypis og öllum heimill.  15.00 Sunnudagar eru barnadagar í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggva- götu 15. Í dag verður danska fjölskyldu- myndin Krummarnir sýnd á Reykjavík- urtorgi. Allir velkomnir - enginn að- gangseyrir.  Sjá www.kvikmyndir.is Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800 Sambíóin Álfa- bakka, s. 587 8900 Háskólabíó, s. 530 1919 Laugarásbíó, s. 5532075 Regn- boginn, s. 551 9000 Smárabíó, s. 564 0000 Sambíóin Keflavík, s. 421 1170 Sambíóin Akureyri, s. 461 4666 Borg- arbíó, Akureyri, s. 462 3500.  Kvikmyndahátíð Eddunnar í Regn- boganum: Dirty Pretty Things kl. 14, Thirteen kl. 14, Blue Car kl. 16, Hero kl 18 og 22, Stealing Rembrandt kl 18, Young Adam kl. 20, Home Room kl. 20, Elephant kl. 22 - stuttm. Síðasta Kyn- slóðin sýnd á undan, Dogville kl. 22. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.15 Vestur-Íslendingurinn Bill Bourne trúbadúr heldur tónleika í Nor- ræna húsinu. Aðgangseyrir er 1.000 krónur.  17.00 Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna heldur fyrstu tónleika fjórtánda starfsárs síns í Seltjarnarneskirkju. Leik- inn verður Myrkvi eftir Hildigunni Rún- arsdóttur, Rococo-tilbrigðin eftir Tsjaíkofskí og 7. sinfónía Síbelíusar. Stjórnandi er Óliver Kentish og einleik- ari á selló er Nicole Vala Cariglia.  20.00 Karlakórinn Þrestir, elsti karlakór landsins, heldur hausttónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði. Stjórnandi er Jón Kristinn Cortes.  20.00 Erling Blöndal sellóleikari flytur einkar fallega efnisskrá ásamt Ninu Kavtaradze píanóleikara í tón- leikaröðinni Tíbrá í Salnum í Kópavogi. Verkin eru eftir Beethoven, Chopin, Fauré og Sjostakovitsj. Miðaverð 2.000 kr.  20.00 Íslenska óperan sýnir óp- erutvennuna Frá Nagasaki til Alsír á 90 mínútum í Höllinni, Vestmannaeyjum. Sýndar verða í stuttformi óperurnar Madama Butterfly og Ítalska stúlkan í Al- sír. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren verður á Stóra sviði Borgar- leikhússins.  14.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  14.00 Tveir menn og kassi eftir Thorkild Lindebjerg verður sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm.  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren verður á Stóra sviði Borgar- leikhússins.  16.00 Furðuleikhúsið sýnir í Tjarn- arbíói einþáttunginn Eldinn, sem byggður er á ævi Jóhönnu af Örk.  17.00 Dýrin í Hálsaskógi leika lausum hala á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins.  20.00 Verdensteatret frá Noregi sýnir dans-, leik- og hljóðverkið Tsalal, sem byggt er á texta eftir Heiner Müller og ferð listamannanna til Úkraínu, í fjöl- notasalnum í Hafnarhúsinu.  20.00 Veislan á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins.  Tenórinn, nýtt leikrit eftir Guðmund Ólafsson, verður frumsýnt í Iðnó. ■ ■ ÚTIVIST  10.00 Á vegum Ferðafélags Ís- lands verður gengið á Akrafjall, bæði á Geirmundartind (643 m) og Háahnúk (555 m). Áætlað er að gangan taki um 5 tíma. Fararstjóri er Höskuldur Frí- mannsson. Brottför er frá BSÍ og komið verður við í Mörkinni 6. Verð kr. 2000 fyrir félagsmenn og 2300 fyrir aðra.  11.00 Fuglaverndarfélagið skipu- leggur fuglaskoðun í Grafarvogi, Reykjavík, sunnudaginn 5. október. Í Grafarvogi er fuglaskoðunarskýli og verða þar reyndir fuglaskoðarar til leið- sagnar frá kl. 11-13. Grafarvogurinn er þekktur fyrir fallega leiru og ríkulegt fuglalíf árið um kring. ■ ■ FUNDIR  15.00 Hanna Christel Sigurkarls- dóttir myndlistarmaður verður með leiðsögn um sýninguna Grasrót 2003, sýningu 13 ungra listamanna í Nýlista- safninu. Þátttaka er ókeypis og allir vel- komnir.  Stephansstefna Háskóla Íslands, ráð- stefna um Stephan G. Stephansson skáld og samtíð hans, heldur áfram í stofu 101 í Odda í dag. ■ ■ SAMKOMUR  14.00 Hundrað ára vígsluafmælis Ingjaldshólskirkju verður minnst með tónlistarflutningi í kirkjunni undir stjórn Kay Wiggs og síðan hátíðarguðsþjón- ustu. Biskup Íslands herra Karl Sigur- björnsson prédikar og séra Ingiberg J. Hannesson prófastur þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti séra Ragnheiði Kar- ítas Pétursdóttur. Að lokinni guðsþjón- ustu verður boðið til kaffisamsætis í fé- lagsheimlinu Röst á Hellisandi.  14.00 Handverks- og uppskeru- markaður verður haldinn að Stað, Eyr- arbakka til klukkan 18. Þarna verður úr- val veglegra handunninna muna, tilvald- ir til jólagjafa. Nú eru aðeins 80 dagar til jóla. ■ ■ MESSUR  10.30 Þýsk-íslensk göngumessa í Hafnarfirði. Komið verður saman við Minnismerkið um fyrstu lútersku kirkj- una á Íslandi við Háagranda. Þaðan verður gengið til messu í Hafnarfjarðar- kirkju eftir göngukrossi og komið við á söguslóðum. Alda Ingibergsdóttir syng- ur einsöng, lesin verða ritingarorð og Jónatan Garðarsson rifjar upp sögubrot fyrri tíðar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson mun þýða það sem fram fer yfir á þýsku og leiða gönguna ásamt sr. Gunnþóri Þ. Ingasyni sóknarpresti.  20:00 Páll Rósinkrans leiðir söng í fyrstu léttmessu sumarsins í Árbæjar- kirkju ásamt gospel- og píanósnillingn- um Óskari Einarssyni sem jafnframt út- setur tónlistina. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og flytur hugvekju. ■ ■ SÝNINGAR  Sýningin Grasrót 2003 stendur yfir í Nýlistasafninu. Að þessu sýna verk sín þau Arndís Gísladóttir, Baldur G. Bragason, Birgir Örn Thoroddsen, Birta Guðjónsdóttir, Bryndís E. Hjálm- arsdóttir, Bryndís Ragnarsdóttir, Elín Helena Evertsdóttir, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Hrund Jóhannesdóttir, Huginn Þór Arason, Hugleikur Dags- son, Magnús Árnason og Rebekka Ragnarsdóttir. Sýningarstjórar eru Dorothée Kirch og Erling T.V. Klingen- berg.  Nú stendur yfir sýning á krosssaums- myndum eftir Guðrúnu Bergsdóttur í Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Sýn- ingin er hluti af listahátíðinni List án landamæra.  Sýning á verkum tveggja félags- manna FÍM, þeirra Braga Ásgeirssonar og Guðrúnar Einarsdóttur, stendur yfir í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16. Sýningin stendur til 15. október og verður opin á virkum dögum kl 10-16.  Box - ílát - öskjur nefnist sýning í sal Handverks og hönnunar í Aðal- stræti. Box ílát öskjur. Valin voru verk frá 27 aðilum á sýninguna, sem stendur til 12. október. Opið þri-sun 13-17.  Úr Byggingarlistarsafni, sýning á húsateikningum og líkönum íslenskra arkitekta verður opnuð í Hafnarhúsinu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá stofun byggingarlistardeildar við Listasafn Reykjavíkur. Í safni deildarinnar eru varð- veitt söfn teikninga eftir ýmsa af merk- ustu frumherjum íslenskar byggingarlist- ar á 20. öld. Sýningin stendur til 2. nóv- ember.  Yfir bjartsýnisbrúna - Samsýning alþýðulistar og samtímalistar nefnist sýning sem Listasafn Reykjavíkur hefur unnið í samstarfi við Safnasafnið á Sval- barðsströnd við Eyjafjörð. Hér leiða sam- an hesta sína tuttugu og fimm lista- menn sem ýmist kenna sig við alþýðu- list eða samtímalist. Sýningin verður í Hafnarhúsinu til 2. nóvember.  Teikningar sjö til sextán ára barna í Hafnarfirði og hugmyndir þeirra um vinabæjarsamstarf Hafnarfjarðar og Cuxhaven eru sýndar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar. Sýningin stendur til 6. október.  Sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals stendur yfir á Kjarvalsstöðum.  Vögguvísur nefnist innsetning Bryn- dísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wil- sons í Listasafni Reykjavíkur – Hafnar- húsi, sem stend- ur til 2. nóvem- ber.  Einkasýning Eyjólfs Einars- sonar stendur yfir á Kjar- valsstöðum til 12. októ- ber.  María Guðnadóttir er með mynd- listarsýningu á Kaffi Expresso í Spöng- inni Grafarvogi. Sýningin stendur til 7. október.  Sýning á verkum Guðmundar Thoroddsen stendur yfir í sal SÍM, Hafn- arstræti 16. Guðmundur Thoroddsen myndlistarmaður lést árið 1996. Á sýn- ingunni verða nokkur verk sem hann vann að síðustu árin sem hann lifði.  María Pétursdóttir, Helga Þórsdótt- ir, Helga Óskarsdóttir og Marta Val- geirsdóttir opnuðu í gær sýningu í Slunkaríki á Ísafirði.  Sýningin „Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár“ stendur yfir í Þjóð- arbókhlöðunni í Reykjavík. Menningar- borgarsjóður styrkir sýninguna, sem stendur til 23. nóvember.  Einar Garibaldi Eiríksson og Bruno Muzzolini eru með einkasýningar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Einar Garibaldi sýnir málverk og kallast sýn- ing hans Ísland í níu hlutum. Bruno sýnir ljósmyndir og myndbandsverk og kallast sýning hans Augnagildrur. Lista- safn ASÍ er opið 13-17 alla daga nema mánudaga. Sýningarnar standa til 12. október.  Einkasýning Sæmundar Valdimars- sonar á Kjarvalsstöðum stendur yfir til 12. október.  Sýningin UrmUll eftir listakonuna Snjólaugu Guðmundsdóttur stendur yfir í Listasafni Borgarness, sem er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnar- braut 4-6, Borgarnesi. UrmUll er hand- verks- og listíðasýning og eru öll verkin á sýningunni unnin úr ull.  Sýning á málverkum eftir Björn Birn- ir var opnuð í gær í Húsi málaranna við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Myndirnar eru unnar með akrýllitum á striga og pappír og eru flestar gerðar á sl. 10 árum. Sýn- ingunni lýkur 19. október.  Sigurður Þórir listmálari opnaði sýningu í gær á ný- legum málverkum í Véla- salnum í Vestmannaeyjum.  Í Sverrissal Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, stendur yfir sýn- ing á málverkum Kristbergs Péturssonar. Sýningunni lýkur 6. október.  Leifur Breiðfjörð myndlistar- maður sýnir pastelmyndir í nýju örgall- erí, sem nefnist Gallerí Veggur, í húsa- kynnum Stafrænu prentstofunnar að Síðumúla 22. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  Þrjár einkasýningar eru nú í Lista- safni Kópavogs-Gerðarsafni. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er í Austursal með sýninguna Skraut/Kjöraðstæður þar sem hann sýnir skúlptur- og ljósmynda- verk. Sýning Katrínar Þorvaldsdóttur í vestursal heitir Borðhald/Ef ég segi þér hver ég er þá gleymir þú hver ég var. Á neðri hæð safnsins opnar Olga Berg- mann í samstarfi við stofnun Dr. B sýn- inguna Náttúrugripasafn. Sýningarnar standa til 5. október. Safnið er opið alla daga frá kl. 11.00-17.00 nema mánu- daga.  Pétur Gautur sýnir olíumálverk í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14. Sýningin stendur til 5. október. Gall- erí Fold er opið daglega frá kl. 10 til 18, laugardaga frá kl. 10 til 17 og sunnu- daga frá kl. 14 til 17.  Jóna Þorvaldsdóttir er með sýningu á ljósmyndum í Ljósfold í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14 til 16. Listakonan nefnir sýninguna Þjóðsögu. Sýningin stendur til 5. október. 34 5. október 2003 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 2 3 4 5 6 7 8 OKTÓBER Sunnudagur Ég er mjög ánægður með aðfinna stað þar sem enn er þörf fyrir starf af þessu tagi,“ segir Kurt Kopecki, nýr tónlistarstjóri Íslensku óperunnar. Segja má að hann verði allt í öllu því jafnframt því að skipu- leggja tónleikahald hefur hann tekið að sér bæði hljómsveitar- stjórn og píanóleik fyrir óperuna. „Þetta er mjög sérstakt því yfirleitt er allt orðið svo sérhæft í óperuheiminum.“ Kurt Kopecki er hins vegar ekki alveg óvanur þessu fjölhæfa starfssviði, því áður en hann kom hingað starfaði hann í þrjú ár við óperuna í Biel í Þýskalandi. „Það er lítil ópera, minni en Ís- lenska óperan og með ungum söngvurum. Ég stjórnaði 15 eða 16 óperum þar og sinnti þar bæði hljómsveitarstjórn og sá um pí- anóleik.“ Kurt Kopecki lærði hljóm- sveitarstjórn og píanóleik í Vínar- borg. Hann kom hingað til lands tvisvar sinnum fyrr á árinu til þess að kynna sér starfið og taka þátt í að ákveða verkefni vetrar- ins fyrir óperuna. Síðastliðinn sunnudag kom hann svo til landsins og verður hér að minnsta kosti næstu þrjú árin, því til þess tíma hefur hann verið ráðinn. „Ég er mjög hrifinn af þessari íslensku aðferð að taka lífinu létt og rétta hver öðrum hjálparhönd. Allir sem ég hef hitt hingað til eru frábærir. Það eru svo margir sem hjálpa mér við að koma mér fyrir í íbúðinni og á skrifstofunni.“ Fyrsta verk hans verður að halda til Vestmannaeyja ásamt fríð- um flokki óperusöngvara. Í kvöld ætla þau að flytja þar óperutvenn- una vinsælu Frá Nagasaki til Alsír á 90 mínútum, þar sem sýndar eru í stuttformi óperurnar Madama Butterfly og Ítalska stúlkan í Alsír. Tónlistarstjórinn gegnir þar hlut- verki hljómsveitarinnar, þar sem hann sér um píanóleikinn. ■ Byrjar starfið í Vestmannaeyjum Fimmtudagur 09.10. kl 20:30 uppselt Föstudagur 10.10. kl. 20 uppselt Fimmtudagur 16.10. kl. 20 uppselt Sunnudagur 19.10. kl. 16 uppselt Sunnudagur 19.10. kl. 20 uppselt Föstudagur 24.10 kl. 20 örfá sæti laus Föstudagur 31.10. kl. 20 laus sæti Ósóttar pantanir seldar daglega. ■ TÓNLIST KURT KOPECKI Nýr tónlistarstjóri Íslensku óperunnar þarf að vera allt í öllu, en svoleiðis vill hann hafa það. Í dag leikur hann á píanóið í Vestmannaeyj- um á flutningi óperutvennunnar Frá Nagasakí til Alsír á 90 mínútum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.