Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 18
Suður-afríski rithöfundurinn JohnMaxwell Coetzee hlaut Bók- menntaverðlaun Nóbels árið 2003 á fimmtudaginn. Coetzee lét fyrst að sér kveða sem rithöfundur árið 1974 og sló í gegn á alþjóðavett- vangi árið 1980 með skáldsögunni Waiting for the Barbarians. Hann hlaut hin eftirsóttu bresku Booker- verðlaun árið 1983 fyrir skáldsög- una Life and Times of Michael K og árið 1999 varð hann fyrsti rithöf- undurinn til að hljóta Booker-verð- launin tvisvar en þá var hann verð- launaður fyrir bókina Disgrace, eða Vansæmd, sem hefur komið út í ís- lenskri þýðingu Rúnars Helga Vign- issonar. Óvænt ánægja Nóblesverðlaunanefndin lét þess getið í fréttatilkyningu um útnefn- ingu Coetzees að bækur hans væru vel skrifaðar og að höfundurinn væri miskunnarlaus efahyggjumað- ur sem deildi hart á skynsemis- hyggju og siðalögmál vestrænnar siðmenningar. Verðlaunaféð nemur ríflega 10 milljónum sænskra króna auk þess sem viðurkenningin er líkleg til þess að auka bókasölu og bera hróð- ur höfundar víðar. Útgefandi Coetzees í Bretlandi sagði fregnirnar afskaplega spenn- andi og bætti því við að höfundur- inn væri vel að þeim kominn. „Hann var yfir sig ánægður með það að hafa hlotið verðlaunin en ætlar ekki að veita nein viðtöl.“ Höfundurinn sendi sjálfur frá sér tilkynningu þar sem hann sagðist hafa fengið frétt- irnar símleiðis frá Stokkhólmi árla morguns og þær hafi komið sér ger- samlega í opna skjöldu. „Ég vissi ekki einu sinni að afhendingin stæði fyrir dyrum“. Aðskilnaðarstefnan alls staðar Áhrif aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku á gildismat og fram- ferði fólks er meginstefið í skáld- skap Coetzees og hann telur að þessi stefna geti sprottið upp hvar sem er í heiminum. Vansæmd þykir um margt dæmigerð fyrir þetta og tekur á þessum málefnum á aug- ljósari hátt en í eldri verkum höf- undar. Í Vansæmd segir hann frá David Lurie, hvítum miðaldra há- skólaprófessor í Suður-Afríku. Hann gefst upp á sjálfum sér og heldur út í óbyggðir Afríku og sest að hjá lesbískri dóttur sinni frá fyrra hjónabandi. Samskipti þeirra eru stirð og líflaus. Þetta breytist þegar þau verða fyrir árás þriggja blökkumanna sem misþyrma Laurie á hrottafenginn hátt og nauðga dóttur hans. Árásin hefur djúpstæð áhrif á Laurie, sem gerir sér grein fyrir því að nauðgunin á dóttur hans er ekki svo frábrugðin framkomu hans við hörundsdökkar vændiskonur áður. Dóttir hans verður ólétt eftir nauðgunina en er líkt og aðrar konur í verkum höf- undar þögguð. Coetzee fæddist í febrúar árið 1940 í Höfðaborg í Suður-Afríku en á ættir að rekja bæði til Bretlands og Þýskalands. Foreldrar hans sendu hann í enskan skóla og hann flutti til Bretlands í kringum 1960 og starfaði þar við tölvuforritun áður en hann hélt til Bandaríkj- anna í bókmenntafræðinám þar sem hann kenndi svo ensku og bók- menntir til ársins 1983. Hann tók við stöðu prófessors í enskum bók- menntum við Háskólann í Höfða- borg árið 1984 og er um þessar mundir í leyfi frá starfi sem pró- fessor í almennri bókmenntafræði við sama háskóla. thorarinn@frettabladid.is 18 5. október 2003 SUNNUDAGUR BÓKMENNTAVERÐLAUNA- HAFAR NÓBELS SÍÐUSTU ÁRA: 2003 J.M. Coetzee 2002 Imre Kertesz 2001 V.S. Naipaul 2000 Gao Xingjian 1999 Günter Grass 1998 Jose Saramago 1997 Dario Fo 1996 Wislawa Szymborska 1995 Seamus Heaney 1994 Kenzaburo Oe BÓKABÚÐ Í JÓHANNESBORG Bókabúðirnar í heimalandi Coetzee voru fljótar að setja upp merkimiða með tíðindunum um sæmd skáldsins. Coetzee hefur alla tíð verið öflugur andstæðingur aðskilnaðarstefn- unnar og fjallar um afleiðingar hennar í bókum sínum. Miskunnarlaus efahyggjumaður Suður-afríski rithöfundurinn J.M. Coetzee er Nóbelsverðlaunahöfundur ársins 2003. Áhrif aðskilnaðarstefnunnar á hvíta og svarta er meginstef í verkum höfundarins, sem hefur tvisvar hlotið Booker-verðlaunin og hafði ekki hugmynd um að afhending bókmenntaverðlauna Nóbels stæði fyrir dyrum. J.M. COETZEE Er einn virtasti rithöfundur Suður-Afríku, hefur skrifað bæði skáldskap og gagnrýni og nýtur virðingar á alþjóðavettvangi. Engum blandast hugur um að hróður hans muni aukast til muna í kjölfar verðlaunaafhendingarinnar. Þýðandi Coetzee segir hann vel að bókmenntaverðlaunum Nóbels kominn: Ekkert blaður í gangi Það er alltaf erfitt að meta það,“segir Rúnar Helgi Vignisson þegar hann er spurður að því hvort J.M. Coetzee sé vel að Bókmennta- verðlaunum Nóbels kominn. „Það eru auðvitað margir kallaðir en fáir útvaldir. Ég gladdist þó mjög þegar ég heyrði af niðurstöðu sænsku aka- demíunnar. Coetzee er afar sér- stæður höfundur og að því leyti er hann vel að verðlaununum kominn. Hann er mikill hugsuður, djúpvitur og nálgast viðfangsefni sín á óvenjulegan hátt. Hann fjallar mik- ið um stöðu Suður-Afríku, bæði út frá aðskilnaðarstefnunni og eins út frá stöðu Suður-Afríku sem fyrrver- andi nýlendu. Þar fær hann vita- skuld brýn umfjöllunarefni.“ Rúnar Helgi segir Coetzee skrifa kristaltæran stíl. „Hann er ofsalega hnitmiðaður og ég hef aldrei þýtt neinn sem hefur skrifað jafn agað- an stíl. Það er ekkert blaður í gangi. Hann kemur sér beint að efninu og fjallar um það á kjarnyrtan hátt og væmnis- laust. Þetta kom einnig berlega í ljós í tölvuskeytum sem hann sendi mér á meðan ég var að þýða Vansæmd. Hann tók erindum mínum undan- tekningarlaust vel og svaraði um hæl en svörin voru alltaf stutt og hnitmiðuð. Það er því freistandi að líta á þennan stíl sem spegilmynd persónuleika hans en það hafa farið sögur af honum í boðum þar sem hann situr, þá sjaldan hann mætir, og segir ekki stakt orð heilu kvöld- stundirnar.“ Upptekinn af valdahlutföllum Rúnar Helgi segir Coetzee vera mjög upptekinn af valdahlutföllun- um í heiminum. „Hvað Suður-Afr- íku varðar eru þetta aðallega hvítir gegn öllum hinum og þá einkum þeim þeldökku. Hann skoðar valda- hlutföllin sem fylgja því að vera fyrrverandi nýlenda og er mjög upptekinn af þeim áhrifum sem þau hlutföll hafa á einstaklingana. Framan af höfundarverki sínu fjall- aði hann um þetta á allegórískan hátt og bjó til sína eigin heima sem lutu sínum eigin lögmálum. Í Van- sæmd, sem er eitt af hans aðgengi- legustu verkum, breytir hann hins vegar til og skrifar mun raunsæis- legra verk þó að eigi að síður megi lesa það á táknrænan hátt með tilliti til ástandsins í Suður-Afríku eftir að aðskilnaðarstefnunni lauk formlega og ný valdahlutföll tóku við. Coetzee segir söguna frá sjón- arhóli svolítið forstokkaðs mið- aldra prófessors sem hefur sér- hæft sig í gömlum evrópskum bókmenntum, bókmenntum herra- þjóðarinnar og ráðandi stétta. Við- horf hans koma í ljós í gegnum sambönd hans við konur en honum fatast flugið í þessari breyttu heimsmynd. Sagan gengur svo út á þá endurhæfingu sem þessi hvíti maður þarf að taka út í hinni nýju Suður-Afríku. Svo virðist sem ráða megi af bókinni að ekki sé endi- lega allt í lukkunnar velstandi í Suður-Afríku þó að aðskilnaðar- stefnan hafi verið lögð af, enda töluvert um ofbeldi í bókinni og þá aðallega gegn hvítum. Þetta er magnað verk og listavel byggt.“ ■ RÚNAR HELGI VIGNISSON „Vansæmd er svolítið öðruvísi en fyrri bæk- urnar þar sem frásögnin er mun raunsæis- legri. Áður fjallaði hann um ástandið á al- mennum og allegórískum nótum og það má segja að bækur hans hafi kallast á við rithöfunda á borð við Kafka.“ ■ „Hann er ofsa- lega hnitmiðað- ur og ég hef aldrei þýtt neinn sem hef- ur skrifað jafn agaðan stíl.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.