Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 32
32 5. október 2003 SUNNUDAGUR ÆFT FYRIR UNDANÚRSLITIN Taryn Swiatek, markvörður Kanada, lét til sín taka á æfingu liðsins daginn fyrir und- anúrslitaleikinn gegn Svíum á heimsmeist- aramóti kvenna í fótbolta. Í hinum leiknum eigast við lið Þýskalands og Bandaríkjanna. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 2 3 4 5 6 7 8 OKTÓBER Sunnudagur Skoska úrvalsdeildin: Celtic á toppinn FÓTBOLTI Celtic er nú í efsta sæti skosku úrvalsdeildarinnar eftir eins marks sigur á Glasgow Rangers í gær. Upphaflega var sóknarmanni Celtic, John Hartson, eignað sig- urmarkið en síðar kom í ljós að um sjálfsmark Zurab Khizanis- hvili, varnarmanns Rangers, var að ræða. Markið kom á 46. mínútu leiksins. Bæði liðin sýndu mikinn bar- áttuvilja í leiknum og hefði Rangers alveg eins getað farið með sigur af hólmi. Á 23. mínútu varð Celtic fyrir áfalli þegar bera þurfti Alan Thompson af leikvelli vegna meiðsla í kálfa. Michael Gray var settur inn á í hans stað og var þetta fyrsti leikur hans með Celtic á tímabilinu. Rangers, sem vann fyrstu sjö leiki deildarinnar, er í öðru sæti eftir leikinn í gær, einu stigi á eft- ir Celtic. Önnur úrslit í skosku deildinni voru þau að Motherwell vann Dundee United 2:0, Hearts gerði 2:2 jafntefli við Dundee, Aber- deen vann Kilmarnock 3:1, Livingston og Dunfermline gerðu markalaust jafntefli og Hibernian vann Partick Thistle með einu marki gegn engu. ■ Arsenal-sigur á Anfield Road FÓTBOLTI Arsenal vann mikilvægan útisigur á Liverpool í ensku úr- valsdeildinni í fótbolta í gær. Michael Owen, framherji Liverpool, meiddist undir lok leiksins og hugsanlegt er að hann verði ekki með enska landsliðinu gegn því tyrkneska eftir sex daga. Harry Kewell kom Liverpool yfir snemma í leiknum með góðu skoti. Þetta var fyrsta deildarmark Kewells fyrir Liverpool síðan hann kom frá Leeds í sumar. Brasilíumaður- inn Edu jafnaði metin fyrir Arsenal undir lok fyrri hálfleiks eftir að boltinn hafði átt við- komu í Sami Hyypiä, varnar- manni Liverpool. Frakkinn knái Robert Pires skoraði síðan sig- urmark leiksins fyrir Arsenal í síðari hálfleik með fallegu skoti rétt fyrir utan teig. Liverpool var betri aðilinn í fyrri hálfleik en leikmenn liðsins fóru illa með mörg marktækifæri. Arsenal var öllu sterkara í þeim síðari. Liðið nýtti sín færi betur í leiknum og því fór sem fór. Með sigrinum komst Arsenal níu stigum á undan Liverpool í deildinni. Arsenal hefur 20 stig í efsta sætinu en Liverpool er með 11. Meistarar Manchester United eru í öðru sæti eftir 3:0 sigur á Birmingham á Old Trafford. Van Nistelrooy, Scholes og Giggs skor- uðu mörk United. Maik Taylor, markvörður Birmingham, var rekinn af leikvelli á 34. mínútu eftir að hafa brotið á Paul Scholes inni í vítateig. Newcastle vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið vann Southampton 1:0. Markahrókur- inn Alan Shearer skoraði sigur- markið undir lok fyrri hálfleiks. Þetta var 250. deildarmark kapp- ans á ferlinum. David Pleat, nýráðinn knatt- spyrnustjóri Tottenham, fagnaði sínum fyrsta sigri þegar liðsmenn Everton voru lagðir af velli á White Hart Lane, 3:0. Kanoute, Poyet og Robbie Keane skoruðu mörk heimamanna. Charlton, lið Hermanns Hreið- arssonar, vann Portsmouth 2:1 eft- ir að hafa lent undir í leiknum. Teddy Sheringham skoraði sitt sjötta deildarmark fyrir Portsmouth í leiknum. Hermann lék ekki með Charlton vegna meiðsla. Wolves vann sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Manchester City 1:0. Hvorki Jó- hannes Guðjónsson né Ívar Ingi- marsson voru í leikmannahópi Wolves, sem enn situr á botni deild- arinnar þrátt fyrir sigurinn. ■ LARSON Craig Moore, leikmaður Rangers, reynir að stöðva Svíann Henrik Larsson á Ibrox-vellinum í gær. GIGGS Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, rekur boltann framhjá Matthew Upson, leikmanni Birmingham. United vann leik- inn með þremur mörkum gegn engu. ANDERTON Darren Anderton (til hægri), leikmaður Tottenham, í leik liðsins gegn Everton á White Hart Lane. Tottenham vann leikinn 3:0. PIRES Robert Pires, leikmaður Arsenal, í baráttu við Steven Gerrard hjá Liverpool á Anfield Road í gær. Pires skoraði sigurmark leiksins með glæsilegu skoti. Arsenal heldur efsta sætinu í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki gærdagsins. Manchester United er skammt undan eftir öruggan sigur á Birmingham. Newcastle og Wolves unnu sína fyrstu leiki. LEIKIR GÆRDAGSINS: Liverpool - Arsenal 1:2 Man. Utd. - Birmingham 3:0 Newcastle - Southampton 1:0 Tottenham - Everton 3:0 Leeds - Blackburn 2:1 Fulham - Leicester 2:0 Portsmouth - Charlton 1:2 Wolves - Man. City 1:0 Staðan: L S Arsenal 8 20 Man. Utd. 8 19 Chelsea 6 16 Fulham 7 14 Birmingham 7 14 Man. City 8 12 Southampton 8 12 Liverpool 8 11 Charlton 8 11 Portsmouth 8 9 Blackburn 8 8 Everton 8 8 Tottenham 8 8 Leeds 8 8 Aston Villa 7 7 Middlesbr. 7 7 Bolton 7 7 Newcastle 7 6 Leicester 8 5 Wolves 8 5 Enska úrvalsdeildin í dag: Aston Villa - Bolton Middlesbrough - Chelsea AP /M YN D IR  11.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  12.45 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Middlesbrough og Chelsea.  14.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Aston Villa og Bolton.  17.00 Markaregn á RÚV. Valdir kaflar úr leikjum í þýsku Bundesligunni.  17.00 PGA Tour á Sýn. Bandaríska mótaröðin í golfi.  17.00 Haukar mæta Víkingum að Ásvöllum í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  17.55 European PGA Tour á Sýn. Evrópska mótaröðin í golfi.  18.50 UEFA Champions League á Sýn. Fréttaþáttur um Meistarakeppni Evrópu.  19.15 HKkeppir við Stjörnuna í Digranesi í RE/MAX Suðurdeild karla í handbolta.  19.15 Grótta KR tekur á móti Val í íþróttahúsinu Seltjarnarnesi í RE/MAX- deild karla í handbolta.  19.20 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Valencia og Barcelona.  21.20 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  21.30 Helgarsportið á RÚV. Það helsta sem gerðist um helgina. TEKIÐ Á Í BEYGJUNNI Gilles Panazzi, sem hefur þrisvar unnið í San Remo, má nú sætta sig við fimmta sætið. San Remo: Martin vann alla áfanga RALL Markko Martin fór hamförum á öðrum degi San Remo-rallísins í gær og vann alla áfanga sem keppt var í. Það dugði honum þó ekki til að ná efsta sætinu. Frakkinn Sebastian Loeb hélt forystu sinni með því að ná öðru sæti í þremur af fjórum áföngum gærdagsins. Martin fékk 30 sekúndna refs- ingu fyrir að mæta of seint til keppni en kenndi vandræðum með rafmagnsbúnað bílsins um. Hann hélt öðru sætinu frá fyrri keppnis- degi og er 43,2 sekúndum á eftir Loeb. Heimsmeistarinn Marcus Grönholm er þriðji, rúmlega mín- útu og tíu sekúndum á eftir fyrsta manni. Næstir eru Spánverjinn Carlos Sainz og Frakkinn Gilles Panizzi, sem hefur þrisvar fagnað sigri í rallinu í San Remo. Rallinu lýkur í dag. Bæði Loeb og Martin eiga möguleika á að vinna þriðja mót sitt á keppnistíma- bilinu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.