Fréttablaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 2
2 24. október 2003 FÖSTUDAGUR
„Að sjálfsögðu. Ég verð að vita
hvað ég er að tala um.“
Drífa Snædal hefur kynnt rannsókn sína á
kynlífsmarkaðnum á Íslandi.
Spurningdagsins
Drífa, hefurðu komið á súlustað?
■ Evrópa
■ Lögreglufréttir
KOSNINGAR Meðlimir Verkalýðsfé-
lags Akraness eru æfir yfir að
hafa verið meinuð þátttaka í kosn-
ingu til varaformanns Alþýðu-
sambands Íslands.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir,
formaður Landssambands ís-
lenskra verslunarmanna, hlaut
50,23% atkvæða í kjöri til vara-
forseta en Kristján Gunnarsson,
formaður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur, 49.76%.
Fjórir fulltrúar Skagamanna
fengu ekki að fara á ársfundinn
þar sem Ásmundur Hilmarsson,
tilsjónarmaður félagsins fyrir
hönd ASÍ, skipaði ekki fulltrúa.
Hins vegar fengu fulltrúar Skaga-
manna að fara á ársfund Starfs-
greinasambandsins fyrir tveimur
vikum.
Sigurður H. Einarsson, for-
mælandi Verkalýðsfélags Akra-
ness, segir að Skagamenn hefðu
kosið Kristján Gunnarsson, og þar
með hefði útkoma kosninganna
orðið önnur. „Við Skagamenn
hefðum kosið Kristján og hefðum
haft þann atkvæðamátt sem hefði
dugað honum í varaforsetastól-
inn.“
Sigurður sakar ASÍ um ólýð-
ræðisleg vinnubrögð. „Það er
ólýðræðislegt og ófélagslegt að
útskúfa 1.500 manna félagi. Menn
eru mjög reiðir yfir þessu. Það er
spurning hvort við ættum að
segja okkur úr ASÍ. Þeir vilja ekk-
ert með okkur hafa.“
Stjórnleysi hefur verið í Verka-
lýðsfélagi Akraness síðan stjórnin
sagði af sér vegna bókhaldsóreiðu
fyrir hálfu ári síðan. Félagið hef-
ur verið í gjörgæslu ASÍ, undir til-
sjón Ásmundar Hilmarssonar.
Halldór Björnsson, fráfarandi
varaforseti, er formaður Starfs-
greinasambandsins, sem hefur
innanborðs 40 prósenta meðlima í
ASÍ. Kjör Ingibjargar þýðir að
Starfsgreinasambandið missir
varaforsetastólinn.
„Ég er hæstánægð með þennan
áfanga,“ sagði Ingibjörg R. Guð-
mundsdóttir, nýkjörin varafor-
seti. „Það hefur lengi vantað kon-
ur í áhrifastöður innan sambands-
ins. Við erum helmingur af hreyf-
ingunni og höfum lengi stefnt að
fjölgun kvenna í miðstjórn enda
verðum við að sýna fordæmi.“
Ingibjörg kannaðist ekki við að
kosningarnar hefðu verið um-
deildar. „Ég hef ekki heyrt það
vegna kosninga til varaforseta.
Hins vegar veit ég til að félag inn-
an okkar vébanda á við vandamál
að etja en það tengist ekki kosn-
ingunum að mínu viti.“
Kristján Gunnarsson kvaðst
una niðurstöðunum sem hafi verið
tæpar.
albert@frettabladid.is
jtr@frettabladid.is
Kjúklingaframleiðandinn Móar segir hagnað af rekstrinum:
Kærir höfnun nauðasamnings
VIÐSKIPTI Kristinn Gylfi Jóns-
son, framkvæmdastjóri Móa,
segir Búnaðarbankann hafa
fallið frá kröfu til viðskipta-
vina Móa og annarra fyrir-
tækja í eigu svokallaðrar
Brautarholtsfjölskyldu um að
allar greiðslur til fyrirtækj-
anna færu inn á reikning í
vörslu bankans.
„Þetta var sent til stærstu
viðskiptavina okkar. Eftir því sem
ég best veit þá ætla þeir að draga
það til baka,“ segir Kristinn Gylfi
um kröfu Búnaðarbankans sem
send var út í síðustu viku.
Ríkisútvarpið fullyrðir að eign-
ir fyrirtækja Brautarholtsfjöl-
skyldunnar dugi ekki fyrir skuld-
um sem nemi samtals hátt í fjóra
milljarða króna. „Við reynum að
vinna í okkar málum í sam-
starfi við okkar viðskipta-
banka. Rekstur fyrirtækj-
anna er algerlega aðskilin en
menn hafa slegið þeim saman
vegna eignatengsla sem
þarna eru á milli,“ segir
Kristinn.
Í dag rennur út frestur
Móa til að kæra úrskurð hér-
aðsdóms um að hafna beiðni
Móa um heimild til nýrra nauða-
samninga. Kristinn segir að ef
ekki verði kært blasi gjaldþrot
við. „Móar hafa verið reknir með
framlegð á greiðslustöðvunar-
tímabilinu sem hófst 19. desem-
ber í fyrra,“ segir Kristinn. ■
FÉLL ÞRJÁ METRA Maður féll
niður þrjá metra við skólabygg-
ingu þegar steypumót sprakk á
Selfossi gær. Hann var fluttur
með sjúkrabíl á slysadeild
Landspítalans í Reykjavík.
Hann reyndist ekki alvarlega
slasaður en var eitthvað meidd-
ur á höfði.
EKIÐ Á BARN Ekið var á ellefu
ára stúlku á gangbraut á Sel-
fossi í gær. Hún var flutt til
skoðunar hjá lækni og reyndust
meiðsl hennar vera minnihátt-
ar. Bíllinn var á lítilli ferð.
FÓR ÚT AF Í HÁLKU Bíll fór út
af veginum í hálku á Þorláks-
hafnarvegi í gærmorgun. Öku-
maðurinn slasaðist ekki en bíll-
inn skemmdist talsvert.
Fíkniefnasmygl:
Fékk fimm
ára dóm
DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í
gær fimm ára fangelsisdóm Hér-
aðsdóms Reykjavíkur yfir Rúnari
Ben Maitzland fyrir innflutning og
fyrirhugaða sölu á tæpu kílói af
hassi og 800 grömmum til viðbótar
af amfetamíni.
Fíkniefnin fundust á þýskum
manni við komu hans hingað til
lands. Hann hóf samstarf við lög-
regluna sem leiddi til handtöku
Rúnars sem hafði keypt efnin af er-
lendum aðila. Rúnar hafnaði sök en
dómstólnum þótti málflutningur
hans ótrúverðugur. ■
Ungbarn stungið til bana:
Faðirinn
ákærður
LUNDÚNIR, AP Yfirvöld í Bretlandi
hafa ákært 39 ára gamlan karl-
mann fyrir að myrða tíu mánaða
gamlan son sinn.
Að sögn vitna réðst Shahajan
Kabir á Hassan Martin og móður
hans í bakarí í miðborg Carlisle á
Englandi. Kabir, sem var vopnað-
ur hnífi, stakk drenginn í hálsinn
og særði einnig móðurina. Hassan
var fluttur á sjúkrahús þar sem
hann var úrskurðaður látinn.
Lögfræðingar Kabirs hafa ekki
farið fram á það að hann verði lát-
inn laus gegn tryggingu. ■
RANNSÓKN Á TJÁNINGARFRELSI
Evrópuþingið ætlar að hrinda af
stað rannsókn á
eignarhaldi á fjöl-
miðlum og tján-
ingarfrelsi í lönd-
um Evrópusam-
bandsins. Rann-
sóknin mun eink-
um beinast að Sil-
vio Berlusconi,
forsætisráðherra
Ítalíu, sem er eigandi allra stærstu
fjölmiðlanna í sínu heimalandi.
SPRENGJA ÚR SÍÐARI HEIMS-
STYRJÖLD Lestarstöðin
Friedrichstrasse í Berlín var rýmd
tímabundið á meðan sérfræðingar
lögreglunnar aftengdu 250 kílóa
sprengju sem bandaríski herinn
varpaði á borgina í síðari heims-
styrjöldinni. Um 1000 menn voru
fluttir á brott frá lestarstöðinni og
skrifstofubyggingum í nágrenninu.
Enn liggja hundruð þúsunda
sprengja úr stríðinu grafnar í
jörðu víðs vegar um borgina.
DÓMSMÁL Mál tveggja rúmlega
tvítugra manna, Dana og Íslend-
ings, fyrir innflutning á um tíu
kílóum af hassi sem ætlað var til
sölu og dreifingar hér á landi var
flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær.
Hassið fannst falið í borði sem
var sent til landsins og var Dan-
inn handtekinn í lok júní þegar
hann vitjaði borðsins. Hann játaði
innflutninginn en kvað hassið
ekki vera sína eign. Hann vildi
hvorki gefa upp eigendur efnisins
né upphæð umbunar fyrir verkið
vegna ótta um eigið öryggi.
Íslendingurinn er talinn vera
hlutdeildaraðili en fyrir dómnum
kom fram að hann aðstoðaði Dan-
ann við að útvega gistingu og bíl
hér á landi. Hann játar sinn þátt
málsins að magninu undanskildu.
Hann segist hafa haldið að um tvö
kíló væri að ræða og hann hafi átt
að fá 200 þúsund krónur fyrir
hjálpina. Tveir kunningjar hans
báru vitni fyrir dómnum og sögð-
ust halda að ástæða þess að þeir
höfðu talað um tíu kíló þegar lög-
reglan tók af þeim skýrslur vera
vegna umfjöllunar fjölmiðla. Þeir
sögðu Íslendinginn aldrei hafa
talað um magn þegar hann sagði
þeim frá innflutningnum.
Fulltrúi Ríkissaksóknara
krafðist þess að báðir yrðu
dæmdir til refsingar. Líkleg
refsilengd fannst honum vera frá
tólf til átján mánaða fangelsi fyr-
ir Danann. ■
Réttað í hasssmyglmáli:
Taldi kílóin vera
tvö í stað tíu
SKRIFSTOFUR MÓA
Framkvæmdastjóri Móa segir samkomulag
hafa náðst við Orkuveituna áður en lokað
var fyrir rafmagn hjá fyrirtækinu í gær.
Skagamenn ósáttir
Verkalýðsfélag Akraness fékk ekki að taka þátt í kosningunum til vara-
formanns ASÍ. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var naumlega kosin en at-
kvæði Skagamanna hefðu tryggt Kristjáni Gunnarssyni stólinn.
Tilsjónarmaður Verka-
lýðsfélags Akraness:
Efast um
áhrif fjar-
verunnar
KOSNINGAR Ásmundur Hilmarsson,
tilsjónarmaður Verkalýðsfélags
Akraness fyrir hönd Alþýðusam-
bands Íslands, segir að sér hafi
ekki verið fært að skipa fulltrúa
félagsins til ársfunds ASÍ. Því
ákvað hann að skipa enga fulltrúa.
„Það sem hefur breyst frá árs-
fundi Starfsgreinasambandsins er
að það eru komnir fram tveir list-
ar til stjórnarkjörs, á þessum tíma
var meðal annars lögð fram kæra
á tiltekna frambjóðendur annars
listans. Við þessar kringumstæð-
um taldi ég ekki fært að skipa
menn á ársfundinn.“
Ásmundur efast um að úrslit
varaforsetakosninga ASÍ hefðu
verið önnur ef Skagamenn hefðu
haft fulltrúa á fundinum. „Það er
afar hæpið að gefa sér að þeir
fulltrúar sem ég hefði valið hefðu
greitt atkvæði með þessum hætti.
Þeir eru eflaust hundfúlir sem
gerðu sér vonir um að fara. Það er
í mínum höndum að skipa fulltrúa
og það er ekkert gefið í því.“ ■
KRISTJÁN GUNNARSSON
Tapaði naumlega í varaforsetakjörinu, en
bendir á að Skagamenn hafi vantað.
INGIBJÖRG R. GUÐMUNDSDÓTTIR
Nýkjörinn varaforseti ASÍ segir að lengi hafi vantað konur í áhrifastöður innan sambandsins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
HALLDÓR Í MÓSAMBÍK
Utanríkisráðherra þakkar sjálfboðaliðum
Rauða krossins fyrir eggjakörfu úr tágum
sem hann fékk að gjöf.
Utanríkisráðherra:
Á ferð í
Mósambík
FERÐALAG Hundruð þorpsbúa og
sjálfboðaliða Rauða krossins í Mó-
sambík tóku á móti Halldóri Ás-
grímssyni utanríkisráðherra þegar
hann heimsótti heilsugæslustöð í
Hindane héraði í gær. Rauði kross
Íslands og Þróunarsamvinnustofn-
un hafa aðstoðað við byggingu
stöðvarinnar og þjálfun 70 sjálf-
boðaliða til að veita heilsugæslu.
Halldór sat á dögunum óform-
legan samráðsfund utanríkisráð-
herra Norðurlanda og níu Afríku-
ríkja sem haldinn var í norðurhluta
Mósambík. Þeir ræddu samhengi
lýðræðis og mannréttinda í Afríku,
átakavarnir og áframhaldandi þró-
unarsamvinnu. ■