Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2003, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 24.10.2003, Qupperneq 14
14 24. október 2003 FÖSTUDAGUR GÍSLATÖKUNNAR MINNST Rússar minntust þess í gær að ár er liðið frá því að skæruliðar réðust inn í leikhús í Moskvuborg og tóku yfir 800 leikhúsgesti og starfsmenn í gíslingu. Sérsveitir rúss- neska hersins réðust inn í leikhúsið fáum dögum síðar og myrtu alla gíslatökumenn- ina, 41 að tölu. Þá létust 130 leikhúsgestir og starfsmenn í áhlaupi hersins. Aðstand- endur þeirra sem létust, lögðu blóm við tröppur leikhússins í gær. PEKÍNG, AP Að minnsta kosti 10 manns létust og 23 eru alvarlega veikir eftir að þeir borðuðu mat sem innihélt öflugt rottueitur. Fólkið var í erfidrykkju í borginni Yuanbao í Hubei-héraði í Kína og var gestgjafin sonur þess sem verið var að jarð- syngja. Gestir í erfidrykkjunni duttu niður í krampaköstum og sýndu önnur einkenni sem rakin eru til ákveðinnar tegundar rottueiturs. Lögregla rannsakar málið sem morð. Eitrið sem að líkind- um var notað, hefur verið bann- að í Kína í rúman áratug. Engu að síður hafa tugir manna í Kína látist af völdum þess síðustu tvö árin. Algengt er að ættbálkadeil- ur eða ágreiningur sem rís vegna viðskipta séu útkljáð með rottu- eitrinu bannaða. Svo rammt kveður að morðum með rottu- eitrinu að yfirvöld tilkynntu í síðasta mánuði að sá sem staðinn yrði að sölu eða notkun eitursins ætti yfir höfði sér dauðarefs- ingu, ef mannsbani hlytist af notkun eitursins. ■ Skákvæðing: Hrókurinn í stórræðum SKÁK Skákfélagið Hrókurinn stend- ur fyrir mikilli hátíð í Vetrargarðin- um í Smáralind um helgina undir kjörorðinu „Við erum ein fjöl- skylda“. Meistarar Hróksins tefla fjöltefli við gesti og gangandi auk þess að stöðupróf verður tekið til að kanna skákkunnáttu Íslendinga. Tónlistarmenn, trúðar og eldgleyp- ar sýna listir sínar. Fjöldi skákmóta er framundan á vegum Hróksins. Til að standa und- ir kostnaði hefur félagið opnað söfnunarsíma, 904 2003 sem velun- narar Hróksins sem vilja leggja sitt að mörkum geta hringt í. Símtalið kostar 1000 krónur. ■ Ráðherra gagnrýndur: Skortur á upplýs- ingum TRYGGINGAMÁL „Það er grundvallar- atriði til að fólk geti sótt rétt sinn að það viti af réttindum sínum,“ segir Ásta R. Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingar. Hún telur talsvert skorta á að almenningur hafi verið upplýstur um sjúklinga- tryggingu, sem er mikil réttarbót fyrir alla þá sem verða fyrir ein- hvers konar læknamistökum. „Ég varð áberandi vör við að fólk hafði ekki vitneskju um að til væri sjúklingatrygging. Heilbrigð- isráðherra hefur ekki staðið nógu vel að kynningarstarfinu.“ Sjúklingatrygging veitir öllum þeim rétt á bótum sem verða fyrir tjóni á heilsugæslustöð, sjúkrahúsi eða öðrum heilbrigðisstofnunum sem ríkið er aðili að. Hljóti ein- staklingur tjón utan þeirra stofn- ana skal beina kröfu til viðkom- andi tryggingarfélags. ■ SORPA VIÐ DALVEG Mátti ekki setja skilyrði um lágmarkstilboð. Sorpa braut lög: Óheimilir skilmálar STJÓRNSÝSLA Sorpeyðing höfuð- borgarsvæðisins bs. fór ekki að lögum þegar hún setti í skilmála þjónustuútboðs að tilboð mættu ekki vera lægri en 75% af kostn- aðaráætlun. Sorpa bauð út gámaleigu, flutn- inga og losun sorpgáma frá tveim- ur endurvinnslustöðvum. Njarð- tak ehf. bauð lægst í báða verk- þættina. Tilboðið reyndist vera um 60% af kostnaðaráætlun og kom því ekki til álita. Í kæru Njarðtaks sagði að al- gjörlega væri litið fram hjá reynslu fyrirtækisins. Einnig fram hjá því að fyrirtækið vinni þegar hluta verksins. Sorpa sagð- ist hafa slæma reynslu af „of lág- um“ tilboðum. ■ Byrlaði rottueitur í erfidrykkkju föður síns: Tíu látnir og 23 veikir ROTTUEITUR Maður sem hélt erfidrykkju eftir útför föður síns er grunaður um að hafa byrlað gestum sínum rottueitur. Tíu eru látnir og 23 liggja alvarlega veikir á sjúkrahúsi. Morð með rottueitri eru vaxandi vandamál í Kína. ÁSTA R. JÓHANNESDÓTTIR Segir að kynna þurfi sjúklingatryggingu mun betur fyrir almenningi. FÉLAGSMÁL „Það sem kom mér mest á óvart var umfang íslenska markaðar- ins,“ sagði Drífa Snædal viðskipta- fræðingur en hún hefur um skeið rannsakað kynlífs- markaðinn á Ís- landi fyrir hönd Jafnréttisnefndar Reykjavíkurborg- ar. Samkvæmt rannsókn hennar veltir markaður- inn tæpum millj- arði árlega og hún áætlar að starfs- mannafjöldi á hinum löglega ís- lenska kynlífs- markaði sé allt að 160 manns. Eru tölur hennar var- lega áætlaðar þar sem töluverð n e ð a n j a r ð a r - starfsemi þrífist innan geirans. „ U m f a n g i ð var mun meira en ég bjóst við en einnig átti ég von á að meiri s a m þ j ö p p u n væri innan kyn- lífsiðnaðarins. Miðað við niðurstöður þessarar rann- sóknar eru mun fleiri aðilar tengdir þessum markaði en ég átti von á.“ Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja umfang kyn- lífsmarkaðarins á Íslandi en fyrst varð vart við slíkan markað árið 1995. Haft er eftir Karli Steinari Valssyni aðstoðaryfir- lögregluþjóni að yfirvöld og al- menningur hafi sofnað á verðin- um fyrir alvarleika málsins og sífellt erfiðara reynist að koma á hann böndum. Handahófskennd fram- kvæmd laga og reglna Drífa kemst að þeirri niður- stöðu að íslensk löggjöf sé úr takti við þann raunveruleika sem á sér stað á Íslandi. Framkvæmd laga um klám og kynlíf er handa- hófskennd og forgangsröðunin óskýr. Löggæslan virðist fá óljósar upplýsingar um hvað er bannað, hvað sé leyft og hvað skuli umborið. Þess vegna sé til- viljanakennt hverjir lenda undir eftirliti lögreglu og hverjir eru dæmdir fyrir sölu á klámi. Sveitarfélögin hafa þann eina möguleika að nýta sér lögreglu- samþykktir til að koma böndum á nektarstaðina. Árangurinn hef- ur verið slakur og staðirnir lifa eftir sem áður góðu lífi. Þær lög- reglusamþykktir sem settar séu eru einfaldlega virtar að vettugi og meira eða minna brotnar. Sérfræðinganefnd Menning- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna skilgreinir klám sem „ögrandi framsetningu á kynlífi, án ástar, án blíðu eða ábyrgðar, en kyn- þokkalist sem bókmenntaleg eða listræn tjáning ástar.“ Í skýrslu sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið um úrbæt- ur vegna kláms og vændis kemur fram að erfitt reynist að skil- greina klám þar sem orðið hafi mismunandi merkingu fyrir hvern og einn. Í framhaldi var tekin upp ákveðin flokkun niður í gróft klám og klám af vægara tagi. Drífa segir athyglisvert að skoða þróun þeirra mála sem lent hafa fyrir dómstólum. Hug- arfarsbreyting hafi átt sér stað og mikill munur sé á því hvað hafi verið skilgreint sem klám fyrir 20 árum og það sem dæmt sé fyrir í dag. Einkadansar enn í boði Drífa fullyrðir í skýrslu sinni að viðskiptavinum nektardans- staðanna standi einkadansar til boða í lokuðu rými. Slíkt er bann- að samkvæmt lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar enda hafi verið tilefni til að ætla að slíkt gæti leitt til vændis. Engin lög eru til hér á landi um bann við einkadönsum. Klám óskilgreint í íslenskri löggjöf Íslendingar þurfa að gera upp við sig hvað skuli vera leyft og hvað bannað ef takast á að koma böndum á kynlífsmarkaðinn hér á landi. Framkvæmd laga er handahófskennd og forgangsröðun yfirvalda óskýr. KYNLÍFSMARKAÐUR Í MÓTUN Ný rannsókn bendir til að kynlífmarkaður- inn á Íslandi lúti sömu lögmálum og í öðrum löndum. ATVINNULEYFI DANSARA Á GOLDFINGER OG ÓÐALI Ný leyfi endurnýjuð leyfi 2000/2001 382 70 2002 56 34 1999 79% telja vændi stundað í tengsl- um við nektarstaði 2002 70% telja vændi stundað í tengsl- um við nektarstaði Fréttaskýring ALBERT ÖRN EYÞÓRSSON ■ skoðar kynlífsmarkaðinn á Íslandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.