Fréttablaðið - 24.10.2003, Side 24

Fréttablaðið - 24.10.2003, Side 24
Flest börn hafa mjög gaman af aðfara í leikhús og reynslan er sú að leikhúsferðir í æsku eru oft meðal fyrstu minninga barna. Og það eru ekki bara börnin sem njóta þess að fara í leikhús heldur er það ómetanleg reynsla fyrir fullorðna að taka þátt í sterkri upplifun barna í leikhúsi. Um þessar mund- ir er ýmislegt í boði fyrir börn í leikhúsunum. Í báðum atvinnuleikhúsunum í Reykjavík ganga stórsýningar fyr- ir börn. Borgarleikhúsið sýnir Línu langsokk og Þjóðleikhúsið er með Dýrin í Hálsaskógi á fjölunum. Möguleikhúsið við Hlemm hefur sérhæft sig í barnasýningum og auk ferðasýninga sem leikhúsið býður upp á eru yfirleitt almennar sýningar þar á sunnu- dögum. Næsta sunnu- dag verður þar til dæm- is tvær sýningar, Völu- spá og Heiðarsnælda og þegar nær dregur jólum fara á fjalirnar jólasýn- ingarnar Jólarósir Snuðru og Tuðru og Hver er Stekkjastaur? Allar þessar sýn- ingar, utan Völu- spár, eru ætlað- ar allra yngstu leikhúsgestunum eða börnum allt frá tveggja ára aldri. Sýn- ingar Möguleikhússins eru ætlaðar upp í um það bil 9 ára aldur en óhætt er að segja að fólk á öllum aldri muni njóta þess að horfa bæði á Línu langsokk og Dýrin í Hálsaskógi. Sýn- ing Möguleikhússins á Völuspá er svo ætluð eldri áhorfendum eða frá því um 9 ára aldur. ■ börn o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur börnum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: born@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Það skiptir máli að gera íslensktbarnaefni um veruleika sem íslensk börn þekkja. Og það er sérstaklega mikilvægt þar sem við erum svo lítil þjóð,“ segir Gunnar Helgason en hann og Fel- ix Bergsson eru að gefa út Sveita- sælu, myndband sem þeir félagar tóku upp í sumar. Gunni og Felix hafa lengi skemmt börnum með gríni, fróðleik og söng. Nú koma þeir með nýtt efni þar sem efni- viðurinn er sóttur í íslenska sveit og náttúru. „Við fórum út um allt land og upp á tvo jökla. Þetta var rosa fjör,“ segir Felix. „Á Langjökli fórum við til dæmis á hundasleða, sem var algjör snilld,“ segir Gunni. „Svo fórum við upp á Mýr- dalsjökul og þar var vélsleða- gleði,“ segir Felix. „Allir voru svo jákvæðir og tilbúnir að aðstoða okkur. Við vorum til dæmis mikið á ferðaþjónustubænum Bjarteyj- arsandi í Hvalfirði en þar er tekið á móti fólki af einskærum hlýhug og gestrisni.“ Útgangspunkturinn í myndinni er að það er gaman í sveitinni. Gunni heldur þar upp á afmælið sitt og dregur borgarbarnið Felix með. Myndbandið endar í afmæl- isveislu en í leiðinni læra þeir ým- islegt, fræðast um hringrás vatns- ins, landafræði og nokkra stafi. „Okkur fannst þetta báðum of- boðslega skemmtilegt og vonum að það skili sér. Við höfum verið að skemmta út um allt land, hitta krakka og eignast góða vini. Það var ekki síst þeirra vegna sem við ákváðum að gera mynd- bandið,“ segir Fel- ix. „Foreldrarnir eru líka orðnir þreyttir á gömlu spólunum okkar,“ segir Gunni. „Já, þeir grátbiðja okkur um nýtt efni,“ segir Felix. „Það hefur ver- ið stefnan frá upphafi að foreldr- ar geti haft gaman af þessu og fyrir börnin er miklu skemmti- legra ef mamma og pabbi nenna að horfa með.“ Felix segir að í öllu þeirra efni sé markmiðið að fræða án predikana, skemmta og sýna fyrir viðfangsefninu og áhorf- endum virðingu. Þeir eru oft spurðir hvort þeir séu „ennþá í barnaefninu“. „Við erum auðvit- að að gera ýmislegt annað,“ seg- ir Felix. „En þetta er bara eitt- hvað sem við kom- um aftur og aftur að enda finnst okkur það hrika- lega gaman.“ ■ Gunni og Felix í fullu fjöri: Barnaefni um íslenskan veruleika Börn í leikhús: Margt í boði B æ j a r l i n d 1 - 3 K ó p a v o g i S í m i 5 5 5 6 6 8 8 Nýjar vörur haust 2003 !!! Barnavagnar Bílstólar Ömmustólar Leikföng Sundföt Í 12 ár Hausttilboð Sérmerkt Handklæði & flíshúfur Flíspeysur, flísteppi, o.fl. Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is Móðurást Auðbrekku 2, Kópavogi Meðganga og brjóstagjöf Mikið vöruúrval FRÆÐSLULEIKIR FÁST Í BT SOS-námskeið: Hjálpa börnum að bæta hegðun Ínæstu viku hefjast SOS-nám-skeið á Akureyri. Þau eru ætluð foreldrum barna á aldrinum 2-12 ára en einnig kennurum, leik- skólakennurum og öðrum sem vinna með börnum og foreldrum. Markmiðið er að kenna þátt- takendum að hjálpa börnum að bæta hegðun sína og stuðla að til- finningalegri og félagslegri aðlög- un þeirra. Arnfríður Kjartans- dóttir, sálfræðingur á Fjölskyldu- deild, kennir á námskeiðunum. Skráning er í afgreiðslu fjöl- skyldudeildar bæjarins. ■ LÍNA LANGSOKKUR Bæði börn og fullorðnir njóta sýninga eins og Línu langsokks og Dýranna í Hálsaskógi. FRÉTTAB LAÐ IÐ /ALD A LÓ A GUNNI OG FELIX Vilja skemmta bæði foreldrum og börnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Sögustund í Þjóðmenningarhúsinu Áhverjum laugardegi kl. 14 er haldin Sögustund Geval-ia í veitingastofu Þjóðmenningarhússins. Á morgun les Felix Bergsson upp úr bók sinni Ævintýrið um Auga- stein. Felix er annar í röð níu barnabókahöfunda, sem gefa út bók um jólin, og taka þátt í Sögustundum Gevalia. Sögustundin er gott tækifæri fyrir foreldra og börn til að eiga saman góða stund. Boðið er upp á Gevalia kaffi, ávaxtasafa og kleinur, meðan á upplestri stendur. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.