Fréttablaðið - 24.10.2003, Page 25
FÖSTUDAGUR 24. október 2003
Flísföt frá Blanco y Negro:
Þægilegur og hlýr tískufatnaður
Barnafatnaður í dag fylgir öllumhelstu tískustraumum og úr-
valið verður sífellt meira. Fyrir
þá sem hafa gaman af sérstakri
hönnun en vilja jafnframt
praktísk og hlý föt er tilvalið
að skoða flísfötin frá Blanco
y Negro. Fötin eru íslensk
framleiðsla og hönnun en
lögð er áhersla á nota-
gildi jafnt sem tísku.
Hægt er að fá flísföt á
börn frá þriggja mánaða
aldri og upp í tólf ára, til
dæmis ungbarnagalla,
peysur, buxur, sokka,
lambhúshettur og vett-
linga. Einnig er hægt að fá
tvöföld flísteppi í þremur stærð-
um. Fyrir stúlkur sem hafa gaman
af kjólum er hægt að fá flísskokka,
sem ólíkt mörgum sparikjólum
henta vel í hvaða veðri sem er.
Að sögn Rannveigar Pálsdóttur,
eiganda verslunarinnar, er áhersla
lögð á að fatnaðurinn sé þægilegur
og að börnin eigi auðvelt með að
hreyfa sig í honum. Þannig eru
til dæmis teygjur í buxum en
ekki rennilásar eða tölur sem
flækst geta fyrir litlum fingr-
um. ■
Lífsstíll ungmenna:
Tómstundir
og íþróttir
hafa áhrif
Miklu máli skiptir hvers eðlisfrístundir unglinga eru.
Þetta eru niðurstöður rannsóknar
á högum barna er nefnist Ungt
fólk 2003 og kynnt var á árlegum
fundi menntamálaráðuneytis með
íþrótta-, æskulýðs- og tómstund-
arfulltrúum. Í rannsókninni voru
spurningalistar lagðir fyrir nem-
endur í 9. og 10. bekk. Þykir sýnt
að íþróttir og aðrar tómstundir
sem eru skipulagðar og í umsjá
ábyrgra aðila draga úr líkum á því
að unglingar tileinki sér lífsstíl
sem felur í sér frávikshegðun á
borð við vímuefnaneyslu. ■
Barnaþing í Grafarvogi:
Vekur börnin
til umhugsunar
350 grunn-skólanemar í
6. bekk tóku þátt
í barnaþingi í
Grafarvogi í síð-
ustu viku og
komu með til-
lögur að því
hvernig hægt sé
að gera Grafar-
voginn að betra
hverfi. „Til-
gangurinn er að
gera börnin
meðvituð um
hverfi sitt og já-
kvæð lífsgildi,“
segir Ingibjörg
Sigurþórsdóttir,
framkvæmdastjóri Miðgarðs fjöl-
skylduþjónustu. „Þau voru búin
að vinna heilmikla undirbúnings-
vinnu og það komu fjölmargar
hugmyndir fram. Sumir skoðuðu
hverfið út frá tölfræðilegum upp-
lýsingum um íbúana. Aðrir fjöll-
uðu um hvað þau geta sjálf geta
gert til að framtíðin verði bjart-
ari. Einn hópur gerði til dæmis
skemmtilega stuttmynd um vin-
áttu og einelti út frá spurningunni
hvað við getum sjálf gert til að
bæta úr málum. Annar hópur
skoðaði hvað borgin og aðrir aðil-
ar geta gert til að bæta hverfið.
Einn hópur hannaði nýtt leik-
svæði við skólann sinn og margir
fjölluðu um frítímann og mikil-
vægi þess að stunda hollar tóm-
stundir. Þetta voru áhugasamir
krakkar sem sýndu verkefninu
áhuga og höfðu greinilega lagt
mikla vinnu í að gera sem best.“
Harpa Dóra Guðmundsdóttir
og Pálína Þorgilsdóttir eru kenn-
arar 6. bekkja í Borgaskóla.
„Þetta var mjög skemmtilegt og
vakti áhuga krakkanna. Þau fengu
að setja fram eigin hugmyndir og
það vakti þau til umhugsunar. Þá
fannst þeim spennandi að fá að
kynna hugmyndirnar fyrir jafn-
öldrum sínum,“ segir Harpa Dóra.
„Þau stjórnuðu ferðinni mikið
sjálf og það var skemmtilegast
við þetta.“ ■
HÓPUR FRÁ FOLDA-, RIMA OG HÚSASKÓLA
Alls tóku átta skólar þátt í verkefninu.
KRAKKARNIR KYNNTU
VERKEFNIN SJÁLF
Og þurftu að finna viðfangsefni og fram-
setningu við hæfi.
Hvað finnst ykkur skemmtileg-ast að gera?
Stella: Að vera í salnum í leikskól-
anum, við förum í húllahringi og
allskonar. Líka að vera í búning-
um. Það er skemmtilegast að vera
kisa.
Sólrún Embla: Vera í búningum.
Kisur eru skemmtilegastar.
Anna Kristín: Fara út og moka
stóra holu. Líka að vera í búning-
um.
Hvað ætlið þið að verða þegar þið
verðið stórar?
Anna Kristín: Prinsessa í bleikum
prinsessukjól með kórónu.
Sólrún Embla: Búðarkona í
nammibúð og líka prinsessa í
bleikum kjól með rauða kórónu.
Stella: Ég ætla að vera mamma og
líka búðarkona.
Hvað er skemmtilegt við veturna?
Stella, Sólrún og Anna Kristín:
Að búa til snjókarl og líka snjó-
bíl.
Hvar eru jólasveinarnir núna?
Stella: Uppi í fjöllunum.
Sólrún Embla: Þeir eru að borða
og búa til snjókarla.
Anna Kristín: Ég held að þeir séu
að búa til jólapakka.
Hvað eruð þið duglegastar að
gera?
Sólrún Embla: Ég tók einu sinni til
heima.
Stella: Taka til.
Anna Kristín: Ég braut saman
baby-born fötin og kisubúninginn
minn.
Hver ræður mestu á Íslandi?
Anna Kristín: Ólafur Ragnar
Grímsson og Davíð Oddsson
Sólrún Embla: Konurnar þeirra
líka.
Stella: Mamma mín. ■
STELLA 3 ÁRA, SÓLRÚN EMBLA 4 ÁRA OG ANNA KRISTÍN 5 ÁRA
Eru á leikskólanum Gullborg.
Hvað finnst þér?
Prinsessur og búðarkonur
TÍSKUFATNAÐUR FYRIR BÖRN OG
FULLORÐNA
Fötin eru bæði hlý og falleg.
SMÁSKÓR
í bláu húsi við Fákafen sími. 568 3919
opið virka daga kl: 10.00-18.00 laugardaga kl:11.00-15.00
SÉRVERSLUN MEÐ BARNASKÓ
Litir: Rautt / Blátt
Stærðir: 22-29
Verð: 4.990
Litir: Grátt/
Vínrautt/ Svart
Stærðir: 21-39
Verð: 5.390
Náttföt,
Náttkjólar,
Nærföt,
Úlpur og Kápur
Laugavegi 53, simi. 552 3737
Ný sending af jólafötum
á flotta krakka