Fréttablaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 24. október 2003 Þar sem Ís lendingum finnst skemmtilegast að djamma sími: 511-13-13 / www.nasa. is við ætlum að skemmta þér í vetur 2,25% bít labal l á nasa laugardaginn 25. október Eftir rúmlega 10 ára hlé ætla drengirnir í Bítlavinafélaginu að koma saman og halda dansleik á Nasa laugardaginn 25. október. Húsið opnar kl. 23 / Miðaverð er 1500 krónur. Ekki láta ógleymanlegt ball framhjá þér fara. Á efnisskránni verða lög meistaranna sjálfra í bland við klassíska smelli frá Bítlavinunum. KRABBAMEINSFÉLAGIÐ FÆR BÍL P. Samúelsson hf., umboðsaðili Toyota á Íslandi, hefur gefið Krabbameinsfélagi Íslands nýjan sendibíl af gerðinni Toyota Hiace, að verðmæti á þriðju milljón króna. Þetta er í þriðja sinn sem fyrirtækið gefur félaginu bíl, fyrst var það fyrir tólf árum og síðan fyrir sex árum. Á myndinni afhendir Páll Samúelsson, stjórnarformaður Toyotaumboðsins, P. Sam- úelsson hf., Sigurði Björnssyni, formanni Krabbameinsfélagsins, og Vigdísi Finnbogadóttur, verndara félagsins, bílinn. ■ Valtýr Björn á Skonrokk ÚTVARP Íþróttafréttamaðurinn góð- kunni Valtýr Björn Valtýsson mun flytja sig yfir á nýja útvarps- stöð með þætti sína Mín skoðun í dag. Valtýr sem áður var stað- settur á Útvarpi Sögu flyst nú yfir á Skonrokk 90,9 og verður þar með daglega þætti strax eftir hádegisfréttir til klukkan 14. Einnig mun Val- týr stjórna viku- legum þætti á laugardögum á milli 14 og 17 þar sem er farið ofan í saumana á leiki dagsins og atburð- ir vikunnar sem er að líða, auk þess að vera með beinar útsend- ingar þegar tilefni gefst. ■ VALTÝR BJÖRN VALTÝSSON Flytur sig af Sögu í dag og byrjar á Skonrokk. Safnplata með Ruth Reginalds TÓNLIST Skífan hefur ákveðið að gefa út safnplötu með bestu lög- um barnastjörn- unnar Ruth Reg- inalds. Tilefnið er útkoma ævi- sögu hennar sem er væntanleg í búðir fyrstu vik- una í nóvember. Þarna verða sí- vinsæl lög fyrir unga sem aldna allt frá Róberti bangsa, sem Ruth söng sjö ára inn á plötu, fram að Í bljúgri bæn. Lögin á nýja geisladisknum hafa aldrei áður verið gefin út í upprunalegri útgáfu á geisladisk. ■ RUTH REGINALDS Áætlað er að gefa út safnplötu með bestu lögum barna- stjörnunnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.