Fréttablaðið - 24.10.2003, Page 32

Fréttablaðið - 24.10.2003, Page 32
Sjónvarpsmennirnir Sveppi áPopptíví og Simmi í íslenska Idolinu hafa nú látið gamlan draum rætast og senda frá sér bók fyrir jólin. Bókin nefnist 110 bestu furðufréttir Simma og Sveppa: „Ég hélt til haga handritunum að 70 mínútum með það í huga að ein- hvern tíma síðar meir gætum við nýtt þau á einhvern hátt. Það voru komnar átta troðfullar möppur upp í hillu og furðufréttirnar voru farnar að detta út úr hillunni,“ seg- ir Simmi um tilkomu bókarinnar. „Þetta eru 110 sannar fréttir af furðulegum hlutum héðan og það- an úr heiminum sem eru í raun eins og smásögur. Síðan ákváðum við að láta fljóta með 11 uppskrift- ir af ógeðisdrykknum. Við settum aldurstakmark á suma drykkina en það skal tekið fram að enginn drykkur inniheldur nein efni sem ógna heilsu fólks.“ Eins og landinn hefur tekið eft- ir er Simmi ekki lengur á skjánum í 70 mínútum: „Mitt aðalstarf er að vera auglýsinga- og markaðs- fulltrúi á Popptíví og svo er ég í íslenska Idolinu núna.“ Margir hafa velt því fyrir sér hvort Simmi og Jói í Idolinu lifi sig einlægt inn í örlög keppenda: „Tilfinningasemin kom svolítið á óvart. Í fyrstu áheyrnarprufun- um var maður ekki búinn að bindast neinum böndum en það risti þó djúpt að sjá fólk brotna niður eftir að hafa beðið í marga klukkutíma eftir að fá að sanna sig. Eftir því sem líður á keppn- ina kynnist maður fólkinu betur og vill að því gangi vel. Ég held að það skíni alltaf í gegn hvort samúðin er ekta.“ Forvali í íslenska Idolið er nú lokið en keppnin sjálf hefst næsta föstudag: „Átta keppendur spreyta sig í einu næstu föstu- daga. Eftir hvern þátt verður gengið til þjóðarkosningar sem hefur 100% vægi og á meðan kos- ið er verður sýndur vinsæll er- lendur sjónvarpsþáttur. Að hon- um loknum birtumst við Jói á skjánum og tilkynnum úrslitin í beinni útsendingu.“ ■ 32 24. október 2003 FÖSTUDAGUR Pondus eftir Frode Øverli Bækur SIMMI OG SVEPPI ■ „Ég hélt til haga handritunum að 70 mínútum með það í huga að einhvern tíma síðar meir gætum við nýtt þau á einhvern hátt. Það voru komnar átta troð- fullar möppur upp í hillu og furðufréttirn- ar voru farnar að detta út úr hillunni.“ Slúðurpressan í Bandaríkjunumætlar aldeilis ekki að láta þau Ben Affleck og Jennifer Lopez í friði. Nú er því haldið fram að stjörnuparið ætli að stinga af til eyju í Georgíu, þar sem Affleck á samastað, til þess að giftast í næði. Affleck fær nú að stjórna veislunni og að- eins nánustu vinum og samstarfs- mönnum verður boðið í veisluna. Leikkonan Uma Thurman hefurhreinsað vinnudagskrá sína þar sem hún vill fá frí til þess að reyna að bjarga hjónabandi sínu og leikarans Ethans Hawkes. Þetta vill hún víst gera fyrir börn þeirra hjóna sem eru fimm og eins árs. Uma sagði í viðtali við Vanity Fair að hún hefði ekki ennþá náð að spjalla al- mennilega við Ethan um meint ástar- samband hans við kanadísku fyr- irsætuna Jen Persow og viður- kenndi að hún væri ekki viss um hvort hægt væri að bjarga ástar- sambandinu. Liza Minnelli hló af sér ásakan-ir eigin- manns síns um að hún hafi barið hann á fyllerí- um. Hún hef- ur nú sótt um lögskilnað frá honum. Kannski ekki svo undarlegt þar sem hann kærði hana í fyrradag fyrir heimilisofbeldi og vill fá 6 milljónir dollara í skaða- bætur. Þessi þungu högg... Síðasta plata norðlensku strák-anna í 200.000 naglbítum var ákaflega vel heppnuð og festi sveitina í sessi sem eina þá bestu hér á landi. Þriðja plata þeirra er nú komin út og væntingarnar eru miklar. Naglbítarnir eru þeim kostum gæddir að vera búnir að skapa sér sinn eigin tón sem ætti að vera auðþekkjanlegur hverjum sem er. Spila þeir létt og einfalt rokk þar sem raddanir setja víða sterkan svip á útkomuna. Og ekki láta drungalegt umslagið villa um fyr- ir ykkur, því flest lögin eru ákaf- lega hressileg. Þar eru fremst í flokki Hár grefur hendur, sem er skemmtilegt lag með flottu gítar- riffi, Orðin sem þú átt og Ekki gleyma, þar sem Botnleðjuáhrif leyna sér ekki. Þrátt fyrir góða spretti er framþróunin frá síðustu plötu naglbítanna samt ekki nógu mikil. Hefðu þeir mátt prufa sig aðeins meira áfram í lagasmíðunum og reyna nýja hluti. Raddanirnar eru stundum ofnotaðar og fyrir vikið fá lögin á sig þreytukenndan blæ. Rokkið, spilagleðin og stuðið er samt sem áður enn til staðar og það fleytir plötunni langar leiðir. Freyr Bjarnason Umfjölluntónlist 200.000 NAGLBÍTAR Hjartagull Stuðið enn til staðar Nýja Strokes-platan, Room onFire, er nokkuð yfir meðallagi í gæðum. Sveitin er samt í klípu. Miðað við þau læti sem urðu í kringum fyrri plötuna hefði þessi þurft að vera stórkostleg til þess að hún gæti viðhaldið vinsældun- um. Hún er fjarri því. Enn er kveðist á við sama hljóminn, sem virkaði vel áður en flóðbylgja ruslrokksveita reið yfir. Og svo skemmir fyrir að nýjar plötur svipaðra sveita (t.d. The White Stripes og Yeah Yeah Yeahs) eru miklu betri. Neistanum sem einkenndi fyrri lagasmíðar er skipt út fyrir leti- legri hljóm og við það rennur ferskleikinn af. Sveitin hefði frek- ar átt að treysta Nigel Godrich, upptökustjóra Radiohead, sem upphaflega átti að gera plötuna, í stað þess að ráða þann sama. Nóg af neikvæðni. Hér er vissu- lega ágætis skammtur af fínum lögum. Upphafslagið „What Ever Happened“ er þrælfínt sem og „Automatic Stop“. Lagið „The End Has no End“ er líka frábært en þar heppnast hljómborðsfitl þeirra fé- laga mun betur en á „12:51“. Samlíkingar Strokuliða við Michael Jackson eru út úr kort- inu. Platan hljómar í grófum dráttum nákvæmlega eins og sú fyrri. Helsti munurinn er að búið er að bæta hljómborðum inn og heildarsvipurinn er ekki eins skemmtilegur. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist THE STROKES Room on Fire Í klípu Fréttiraf fólki Furðufréttir Simma og Sveppa SIMMI 110 bestu furðufréttir Simma og Sveppa er ný bók eftir kappana sem kemur í verslanir Hagkaups í dag. Er það eðlilegt að hafa plöturnar í stafrófsröð OG tímaröð? Hvers konar spurning er það? Hvað er Bonnie Tyler- platan mín að gera undir D? Drasl! Og Smokieundir H? Ho... HOMMA- MÚSÍK??? Hormottu- nágaul! En ekki hvað? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.