Fréttablaðið - 24.10.2003, Side 10

Fréttablaðið - 24.10.2003, Side 10
10 24. október 2003 FÖSTUDAGUR NIAGARA FOSSAR, AP Maður sem kas- taði sér út í Niagaraá og síðan nið- ur 54 metra háa Niagarafossa, á yfir höfði sér háa sekt fyrir uppá- tækið. Lögregla hefur ákært manninn, Kirk Jones 40 ára Michiganbúa og gæti sektin vegna brotsins numið allt að 10.000 dollurum eða tæpum 800.000 krónum. Jones er fyrsti maðurinn sem lifir af fall niður Niagarafossa, án þess að nota sér- stakan hlífðarbúnað. „Þetta var hvatvísleg ákvörðun og hálfri annarri sekúndu síðar var ég kominn á kaf,“ sagði Jones í útvarpsviðtali í gær. Hann var í átta sekúndur í vatninu en tókst með einhverju móti að skríða upp á árbakka. Fjölskylda og vinir Jones segja hann hafa velt fyrir sér uppátæk- inu svo árum skiptir, en síðustu vikur hafi það átt hug hans allan. Vinur ofurhugans sagði hann von- ast til að öðlast fúlgur fjár fyrir stökkið. Lögregla hefur undir höndum myndband af stökkinu. Kirk Jo- nes er á sjúkrahúsi og verður meðal annars látinn sæta geð- rannsókn. ■ Segja greiðslustöðu bæjarins í hættu Peningaleg staða Garðabæjar er 15% verri en fyrri fjárhagsáætlun sagði til um. Minnihlutinn segir greiðslustöðu bæjarins stefnt í hættu. SVEITARSTJÓRNIR Minnihlutinn í bæj- arstjórn Garðabæjar segja fjár- málastjórn bæjarins ekki vera nægilega trausta. E n d u r s k o ð u ð f j á r h a g s á æ t l u n fyrir Garðabæ var samþykkt á síðasta b æ j a r s t j ó r n a r - fundi. Minnihlut- inn segir áætlunina taka af auknum framkvæmdum og f j á r f e s t i n g u m . Mestu muni um eignarnámsbætur vegna jarðarinnar Hraunsholts og kaup á húsum við Ránargrund og Skeiðarás vegna fyrirhugaðs grunnskóla. Þrátt fyrir meiri skatttekjur en áætlað hafi verið hækki rekstragjöldin í meira en sem nemur aukningunni. Þetta tvennt hafi neikvæð áhrif. Veru- legt áhyggjuefni sé að peningaleg staða, það er nettóskuldir, stefni í að versna um 15% á milli áætlana innan ársins: „Handbært fé er samkvæmt áætluninni orðið allt of lágt og það ásamt of lágu veltufjárhlutfalli stefnir augljóslega greiðslustöðu bæjarsjóðs og stofnana hans í hættu. Sú fjármálastjórn sem birt- ist í þessari endurskoðaðri fjár- hagsáætlun Garðabæjar er ekki nægjanlega traust. Brýnt er að taka strax á versnandi lausafjár- stöðu með enn frekari lántöku til lengri tíma,“ segir í bókun Einars Sveinbjörnssonar, Guðjóns B. Ólafssonar og Sigurðar Björgvins- sonar. Í gagnbókun sem Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri lagði fram segir að þegar fé sé lagt í fjárfestingar eða framkvæmdir aukist neikvæð peningaleg staða. Samkvæmt endurskoð- aðri fjárhagsáætlun aukist nei- kvæð peningaleg staða bæjarins um 291 milljón króna frá fyrri áætlun. „Ástæða þess er fjárfesting bæjarins í Hraunsholti, Ránar- grund og Skeiðarás fyrir sömu upphæð, sem á eftir að skila sér aftur í tekjum til bæjarins þegar umrætt land kemur til notkunar,“ segir Ásdís Halla. Bæjarstjórinn segir auknum kostnaði og fjárfestingum vera mætt með töku langtímalána og með því að ganga á veltufjármuni bæjarins: „Lánamöguleikar bæjarins eru hins vegar ekki nýttir að fullu á árinu þar sem vextir langtímalána hafa farið lækkandi og talið er að framhald verði á því. Engin ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu handbærs fjár sem jafnað er á hverjum tíma með stöðu útistandandi krafna og lána,“ seg- ir Ásdís Halla Bragadóttir. gar@frettabladid.is ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR Bæjarstjóri Garðabæjar segir 291 milljón króna fjárfestingu á árinu í landi Hraunsholts, Ránargrundar og Skeiðaráss muni skila sér til baka í bæjarsjóð þegar landið komi til notk- unar. Engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af fjárhagsstöðunni eins og minnihlutinn í bæj- arstjórn haldi fram. EINAR Gagnrýnir fjár- málastjórnina. Maðurinn sem stökk í Niagarafossa: Á yfir höfði sér háa sekt OFURHUGI EÐA GEÐSJÚKLINGUR? Kirk Jones, fertugur Michiganbúi stökk í Ni- agaraá og síðan niður 54 metra háa Niag- arafossa í vikunni. Jones á yfir höfði sér háa sekt fyrir uppátækið og þarf að auki að gangast undir geðrannsókn. Miklar tafir hjá bresku póstþjónustunni í gær: Skyndi- verkfall starfsmanna LONDON, AP Póstþjónusta í Bretlandi lamaðist í gær vegna skyndiverk- falls tæplega 4000 starfsmanna fyr- irtækisins. Póststarfsmenn vildu með verkfallinu leggja áherslu á launakröfur sínar og mótmæla áformum stjórnenda um hagræð- ingu og uppsagnir starfsmanna. Þetta er annað skyndiverkfall póststarfsmanna í Bretlandi á rúmri viku en mikið ber í milli í deilu þeirra við stjórnendur um kaup og kjör. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T PINOCHET FRIÐHELGUR Hæsti- réttur í Chile hefur neitað að aflétta friðhelgi af fyrrum ein- ræðisherranum Augusto Pin- ochet. Þar með er lagður steinn í götu þeirra sem vilja rétta yfir honum fyrir mannréttindabrot. Pinochet er nú 87 ára gamall og tileinkar sig heilsurækt. Hann er talinn líkamlega og andlega óhæfur til að réttað sé yfir hon- um. ■ Suður-Ameríka BAGDAD, AP Tveir Írakar fórust og að minnsta kosti tíu særðust þeg- ar sprengja sprakk við olíuleiðslu í borginni Qayarrah í norðurhluta Íraks í gær. Engar fregnir hafa borist af skemmdum á leiðslunni. Þá fundu írakskir lögreglumenn bíl hlaðinn sprengiefnum í höfuð- borginni Bagdad. Sýrlenskur maður sem var handtekinn við bíl- inn játaði að eiga sprengiefnin. Írakskir lögreglumenn fundu heimagerða sprengju skammt frá bílnum og var hún gerð óvirk. ■ Olíuleiðsla sprengd: Tveir fórust AÐSKILNAÐUR RÍKIS OG KIRKJU Já Nei Maí 1993 56% 44% Ágúst 1994 62% 38% Febrúar 1996 63% 37% Júlí 1996 58% 42% September 1997 66% 34% September 1998 63% 37% Október 1999 64% 36% Október 2000 63% 37% September 2001 61% 39% September 2002 67% 33% September 2003 67% 33% Heimild: Gallup Svonaerum við

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.