Fréttablaðið - 24.10.2003, Qupperneq 16
Meginstefið í skattatillögumBSRB, Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja, er ákaflega skynsam-
legt: Að sama skattprósenta leggist
á allar tekjur – hvort sem um er að
ræða launatekjur, fjármagnstekjur,
tekjur fyirtækja eða annað. Skyn-
semin felst ekki í réttlæti tillagn-
anna. Í sjálfu sér má ímynda sér
réttlæti þess að skattleggja eina
tegund tekna minna eða meira en
aðrar. Virðisaukaskattskerfi flestra
landa er byggt þannig upp að skatt-
lagning á mat og/eða menningarvör-
ur er lægri en á aðrar vörur eða
þjónustu. Sumir sjá í þessu ákveðið
réttlæti, aðrir stuðning við hinna
lægri settu, sumir stuðning við
þjóðmenningu og enn aðrir sjá eng-
an tilgang með þessu annan en af-
skipti stjórnvalda af því með hvaða
hætti fólk ráðstafar fjármunum sín-
um. Á sama hátt þekkjast þess fjöl-
mörg dæmi að tekjur séu misjafn-
lega skattlagðar. Á samdráttartím-
um hafa stjórnvöld flestra landa
brugðist við með lækkun fjár-
magnstekjuskatta og skatta á tekjur
fyrirtækja. Í þessu felst engin löng-
un til að framkalla réttlæti – þessari
ráðstöfun er einvörðungu ætlað að
örva atvinnulífið, sem er einu sinni
undirstaða efnahagslífsins.
Tillögur BSRB ganga út á sömu
skattprósentu á allar tekjur. Ef við
gleymum réttlætishugmyndum for-
manns bandalagsins, Ögmundar
Jónassonar, um sinn má sjá annan
afgerandi kost við þessar tillögur.
Fyrir skömmu lækkuðu stjórnvöld
skatta á fyrirtæki. Afleiðingar þess
voru að einkahlutafélögum fjölgaði
stórlega. Almenningur leitaði leiða
til að draga úr skattgreiðslum sín-
um með því að skilgreina þátttöku
sína á atvinnumarkaði út frá verk-
töku eða fyrirtækjarekstri fremur
en sem launþegar. Í sjálfu sér er
ekkert við þetta að athuga. Samfé-
lagið í heild hefur engan sérstakan
hag af því að allur vinnumarkaður-
inn sé steyptur í sama mót – að sem
flestir séu launþegar fremur en
sjálfstæðir atvinnurekendur – að
sem flestir kjósi sér vernd stéttar-
félagsbundins vinnumarkaðar en
dragi jafnframt úr möguleikum sín-
um á að bæta hag sinn án afskipta
hins skipulagða vinnumarkaðar.
Skattayfirvöld lentu hins vegar í
vanda vegna þessa. Út frá sjónar-
hóli þeirra var þessi flutningur
fólks frá launþegastörfum í verk-
töku eða sjálfstæðan atvinnurekst-
ur tilraunir til undanskots frá
skatti. Og skatturinn fór í herferð
til að eyða verktöku úr íslensku at-
vinnulífi. Samfélagið hefur engan
hag af því. Þvert á móti má færa
fyrir því rök að samfélaginu sé hollt
að halda í sveigjanleika vinnumark-
aðarins og dæmin frá meginlandi
Evrópu sýna okkur að þrælskipu-
lagður vinnumarkaður undir harðri
stjórn löggjafans og stéttarfélaga
dregur kraft úr atvinnulífinu. Til-
lögur BSRB vega á móti þessu.
Samkvæmt þeim getur vinnumark-
aðurinn þróast eftir þörfum at-
vinnulífisns – bæði almennings og
fyrirtækja – án of mikilla afskipta
ríkisvaldsins eða stéttarfélaga. ■
Björn Bjarnason dómsmálaráð-herra gerir beiðni Helga
Hjörvars alþingismanns um upp-
lýsingar tengdar fjárlagagerð að
umtalsefni í pistli á heimasíðu
sinni www.bjorn.is. Ráðherrann
lætur þess meðal annars getið að
innlegg Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur í umræðuna, úr ræðu-
stóli á Alþingi, beri vott um hræsni
þar sem hún hafi jafnan boðið and-
stæðingum sínum í borgarstjórn að
éta það sem úti frýs.
„Meirihluti fjárlaganefndar
hefur ekki tekið undir ósk Helga
Hjörvars, þingmanns Samfylking-
arinnar, um að leitað verði frumtil-
lagna frá ríkisstofnunum við fjár-
lagagerð. Var þetta rætt á Alþingi
að morgni föstudagsins 17. október
og lýsti Einar Oddur Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
því á afdráttarlausan hátt, að
meirihlutinn réði þessu.
Þá steig Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, varaþingmaður Samfylking-
arinnar, í ræðustól og lýsti mikilli
hneykslan á afstöðu Einars Odds
og þeirri afstöðu, að minnihlutinn
skyldi eiga að éta það sem úti frýs.
Var sagt frá þessu í öllum fjöl-
miðlum eins og um eitthvert eins-
dæmi væri að ræða í stjórnmála-
sögu Ingibjargar Sólrúnar. Fjöl-
miðlamenn hefðu þó ekki þurft
annað en fara yfir Vonarstrætið og
í ráðhúsið til að kynnast því við-
horfi Ingibjargar Sólrúnar, að víst
og örugglega skuli minnihlutinn í
borgarstjórn jafnan éta það, sem
úti frýs. Og ekki nóg með það, því
að nú hefur einn úr borgarstjórnar-
flokki R-listans, Steinunn Birna
Ragnarsdóttir, sagt af sér, af því að
hún sætti sig ekki við, að þar fari
fyrst fram umræður um mál, eftir
að ákvarðanir hafi verið teknar.“
Umræða um hvor sé meiri asni
Helgi Hjörvar brást við um-
mælum Björns á heimasíðu sinni
www.helgi.is og er síður en svo
sáttur við afgreiðslu Björns á um-
ræðunum:
„Undanfarnar vikur hef ég
reynt að fá upplýsingar um það
hvað lögreglan í Reykjavík og
svæðisskrifstofa um málefni fatl-
aðra telja sig þurfa af fjárframlög-
um á næsta ári til að geta sinnt
skyldum sínum. Bæði er að ég er
kjörinn þingmaður Reykvíkinga og
varðar því um þarfir þeirra og eins
hitt að ég sit fyrir hönd Alþingis í
fjárlaganefnd, sem fjalla á um fjár-
lagafrumvarpið. Mér er hins vegar
neitað um upplýsingarnar og sýnir
það vel hve skammt lýðræðishefð
okkar er á veg komin.
Dómsmálaráðherra, Björn
Bjarnason, tjáir sig um þetta atriði
á sunnudagssíðu sinni. Hann fjallar
ekki efnislega um ósk mína, heldur
vísar til þess að Ingibjörg Sólrún
hafi í umræðum um hana sagt að
hér í þinginu ætti minnihlutinn að
éta það sem úti frýs. Hræsni, segir
Björn, því hinum megin við Vonar-
strætið, þar sem Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir er í meirihluta, láti hún
minnihlutann svo sannarlega éta
það sem úti frýs!
Það er ástæða til að vekja at-
hygli á að hér er dómsmálaráð-
herra að tjá sig um grundvallar-
atriði stjórnarfars og lýðræðis, þ.e.
skyldu stjórnvalda til að veita upp-
lýsingar og aðgang stjórnarand-
stöðu að upplýsingum til að sinna
eftirlitshlutverki sínu. Þetta sýnir
okkur ágætlega að lýðræði er hér
enn á frumstigi og umræðan snýst
samkvæmt því um hvor sé meiri
asni, hún eða hann.“ ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um skattatillögur BSRB.
16 24. október 2003 FÖSTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Svo virðist sem Reykjavíkurlist-inn ætli að koma pólitískt stand-
andi niður eftir léttan skjálfta í
kjölfar afsagnar Steinunnar Birnu
Ragnarsdóttur varaborgarfull-
trúa. Hins vegar ætti þessi afsögn
að gefa Reykjavíkurlistanum til-
efni til að hugsa sinn gang. Raun-
ar virðist ágreiningur Steinunnar
Birnu við R-listann vera sambland
af pólitískum áherslum og per-
sónulegum skoðunum hennar á
vinnustíl Stefáns Jóns Hafstein,
formanns menning-
armálanefndar. Nú
er það svo í sam-
starfi að stundum
gengur mönnum vel
að vinna saman og
stundum miður, og
án þess að lítið sé
gert úr sjónarmiði
Steinunnar eru
greinilega ekki
margir innan
Reykjavíkurlistans
sem deila skoðun
hennar á starfsað-
ferðum Stefáns
Jóns. Sá sem þetta ritar hefur unn-
ið náið með Stefáni Jóni á öðrum
vettvangi og hefur ekkert undan
því samstarfi að kvarta nema síður
sé. Því er þessi hlið málsins dregin
fram hér að menn hafa – eins og
búast mátti við – viljað setja af-
sögn Steinunnar Birnu í stórpóli-
tískt samhengi og bæði Morgun-
blaðið og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, oddviti sjálfstæðismanna í
borginni, hafa einmitt gert það.
Málið er hins vegar ekki nema að
hluta til pólitískt – og þá að því
leyti að það bendir hugsanlega til
röskunar á ákveðnu jafnvægi inn-
an R-listans og svo þess að Stein-
unn Birna hefur sumpart aðrar
áherslur varðandi menningarpóli-
tík en meirihluti borgarstjórnar-
flokks Reykjavíkurlistans.
Samræmt göngulag óþarft
Steinunn er ósátt við fram-
göngu R-listans varðandi útfærslu
á málefnum Sinfóníuhljómsveitar-
innar, Borgarleikhússins og tón-
listarskólanna. Slíkur ágreiningur
hlýtur að vera eðlilegur í samstarfi
þriggja stjórnmálaflokka auk
óháðra. Hvort það hins vegar
flokkast beinlínis sem skoðana-
kúgun hjá meirihluta borgar-
stjórnarflokksins, eins og Steinunn
Birna virðist telja, að vilja ekki
viðra minnihlutasjónarmið um
Austurbæjarbíó inni í borgar-
stjórn er vafamál. Það hefði hins
vegar ekki verið verra fyrir R-list-
ann að fá þetta sjónarmið inn í
borgarstjórnarsalinn. Það eru
skiptar skoðanir um málið og það
er auk þess langt frá því að vera
þess eðlis að það krefjist þess að
allir gangi í takt. Krafan um sam-
stöðu og samhæft göngulag getur
einfaldlega gengið of langt.
Mikilvæg jafnvægislist
Í raun kallar afsögn Steinunnar
Birnu því ekki fram spurningar
um pólitískt sundurlyndi hjá
Reykjavíkurlistanum í þeim
skilningi sem oddviti sjálfstæðis-
manna hefur gefið í skyn eða
spurningar um hvort „vinstri-
menn“ séu að tapa tengslunum við
menningar- og listasamfélagið
eins og Morgunblaðið gaf til
kynna. Þvert á móti kallar afsögn
hennar fram spurningar um
vinnulag og uppbyggingu Reykja-
víkurlistans sjálfs sem skipulags-
heildar. Einn þeirra eiginleika,
sem sett hafa mark sitt á Reykja-
víkurlistann, er að hann er ekki
hefðbundinn stjórnmálaflokkur.
Hann er ekki heldur einvörðungu
kosningabandalag stjórnmála-
flokka. Reykjavíkurlistinn hefur
náð að halda því á lofti öll þessi ár
að hann sé breiðfylking eða hreyf-
ing sem eigi sér einhverja sér-
staka tengingu í grasrótinni eða
hjá hugsjónafólki. Hvort R-listinn
sé í raun og veru slík hugsjóna-
hreyfing er auðvitað annað mál.
Þetta framboð hefur alltaf búið
við þann veruleika að þurfa að
sanna sig bæði sem lýðræðisleg
hreyfing eða ,,ekki-flokkur“ ann-
ars vegar og svo hins vegar sem
vel smurt og skilvirkt pólitískt afl
eða „flokkur“. Þetta hefur þeim
tekist nægjanlega vel til að halda
völdum allan þennan tíma.
Þyngdarafl daglegrar
stjórnsýslu
Afsögn Steinunnar Birnu og
málflutningur hennar hljómar
eins og rödd úr ,,ekki-flokknum“,
,,hugsjónahreyfingunni“, sem
unir illa undir praktískri mála-
miðlunarpólitík hins valdsækna
,,flokks“. Aftur á móti vekur at-
hygli að foringjar og borgarfull-
trúar Reykjavíkurlistans úr ólík-
um flokkum eru algerlega sam-
stíga í að leysa þessa pólitísku
uppákomu varðandi Steinunni
Birnu. Þórólfur Árnason borgar-
stjóri og sameiningartákn þarf
hvergi að koma nærri. Þeir hegða
sér eins og vel smurður stjórn-
málaflokkur – og kannski liggur
hættan einmitt þar? Getur verið
að jafnvægið sem Reykjavíkur-
listanum hefur verið svo mikil-
vægt – að vera hvort tveggja í
senn ,,flokkur“ og ,,ekki flokkur“
– sé að raskast? Er þyngdarafl
hins daglega rekstrar og stjórn-
sýslu borgarinnar að draga þessa
hreyfingu yfir í að verða hefð-
bundinn flokkur með tilheyrandi
flokksaga og lóðréttum boðskipt-
um? Það er spurningin sem af-
sögn Steinunnar Birnu skilur eft-
ir. Öfugt við það sem Vilhjálmur
Þ. las út úr þessu máli, þá virðist
vandi R-listans vera of mikil og
einsleit samstaða – ekki of mikil
sundrung. ■
Karl Th. Birgisson, fram-kvæmdastjóri Samfylkingar-
innar, sendi blaðinu eftirfarandi
athugasemd: „Nokkurrar óná-
kvæmni gætti í frétt Fréttablaðs-
ins um uppgjör Samfylkingarinn-
ar vegna kosningabaráttunnar.
Samfylkingin tók yfir skuldir Al-
þýðubandalagsins, Alþýðuflokks-
ins og Kvennalistans, ekki aðeins
þeirra tveggja síðarnefndu, þeg-
ar hún var stofnuð, en hefur tek-
ist með ráðdeild og aðhaldi að ná
jafnvægi í fjármálum á stuttum
tíma. Flokkurinn er ágætlega
staddur fjárhagslega. Ekki er
rétt að fullyrða að Samfylkingin
hafi eytt mest allra flokka í kosn-
ingabaráttunni þegar bæði Fram-
sóknarflokkur né Sjálfstæðis-
flokkur halda kostnaðartölum
sínum leyndum. Þvert á móti
benda gögn til þess að flokkarnir
þrír hafi varið svipuðum fjár-
munum í auglýsingar og kynning-
ar, sem er stærsti útgjaldaliður-
inn. Uppskera þeirra var hins
vegar misjöfn, þar sem Fram-
sóknarflokkurinn hélt naumlega
sögulega lágu fylgi sínu, en Sjálf-
stæðisflokkurinn beið ósigur.“
Þau mistök urðu í blaðinu í gærí frétt þar sem fjallað var um
mál Ferskra afurða að sagt var
að Þórólfur Gíslason sæti í
bankaráði Búnaðarbankans. Hið
rétt er að Þórólfur sat í banka-
ráðinu, en gerir það ekki lengur.
Beðist er velvirðingar á þessu.
■ Athugasemd
■ Leiðrétting
Skynsamlegar skattatillögur
■
Afsögn Stein-
unnar Birnu og
málflutningur
hennar hljómar
eins og rödd úr
,,ekki-flokkn-
um“, ,,hug-
sjónahreyfing-
unni“, sem unir
illa undir prak-
tískri málamiðl-
unarpólitík hins
valdsækna
,,flokks“.
Um daginnog veginn
BIRGIR
GUÐMUNDSSON
■
stjórnmálafræðingur
skrifar um R-listann
og Steinunni Birnu
Ragnarsdóttur.
,,Flokkur“ vs.
,,ekki-flokkur“
LOKAÐ VEGNA
FLUTNINGA
Í dag og mánudaginn 27. október
verður Ráðgjafarstofa um fjármál
heimilanna lokuð vegna flutninga.
Ráðgjafarstofan mun flytja
í nýtt húsnæði á Hverfisgötu 6,
2. hæð, 101 Reykjavík
og verður opnað að nýju
þriðjudaginn 28. október kl. 9:00.
Hlerað á netinu
■ Björn Bjarnason og Helgi Hjörvar eru
ósammála um flest annað en það að
hvorugur vill éta það sem úti frýs.
HELGI HJÖRVAR:
Víkur sér að umræðum um öryrkjadóminn
svokallaða í pistli sínum og telur viðbrögð
stjórnarliða við honum bera vott um skort
þeirra á auðmýkt: „En í stað þess að biðjast
velvirðingar steyttu þeir hnefann framan í
stjórnarandstöðuna og sögðu við vorum
ekki brotlegir í eins miklu og þið sögðuð!“
Minnihlutinn étur
það sem úti frýs