Fréttablaðið - 24.10.2003, Page 35
Hörður
Torfa syngur
og spilar í Hót-
el Öldunni,
Seyðisfirði, á
sínu árlega
haustferðalagi
um landið. Á
ferðalaginu
kynnir hann
nýútkomna
plötu sína
Eldssaga.
Lupin á neðri hæðinni, Rally-Cross
á efri hæðinni á Laugavegi 22.
Danni og Dixielanddvergarnir spila
á Central café bar kl. 22.00.
Hljómsveitin Sister Sledge heldur
tónleika á Broadway.
■ ■ FYRIRLESTRAR
21.00 Dr. Jens Rydström frá Stokk-
hólmi heldur fyrirlestur í Regnbogasal
Samtakanna ‘78. Fyrirlesturinn nefnist
Fimmta hjúskaparformið - Lögin um
staðfesta samvist á Norðurlöndum.
■ ■ FUNDIR
17.00 Stofnfundur Samtaka
kvenna af erlendum uppruna á Ís-
landi verður haldinn að Hallveigarstöð-
um, Túngötu 14. Allar konur af erlend-
um uppruna eru velkomnar að skrá sig í
samtökin. Túlkar fyrir ýmis tungumál
verða á fundinum.
FÖSTUDAGUR 24. október 2003
■ MYNDLIST
35
BROADWAY - FYRIR ÞÁ SEM BÖMPA OG ALLA HINA...
ÁRMÚLI 9 - 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1100
broadway@broadway.is www.broadway.is
„Bömpaðu“ með
okkur og upplifðu
diskóbylgjuna í
dúndrandi diskótónlist
frá árunum!
Daddi diskó og Hlynur
verða í diskótekinu
St
afr
æn
a h
ug
m
yn
da
sm
ið
jan
/
37
31
Sister Sledge
24. og 25. október
Diskóbylgja ársins!
Aðgangseyrir kr. 2.500
stemning...hin eina sanna
...allir eru stjörnur í Hollywood!
Í tengslum við jafnréttisvikuFeministafélags Íslands verður
opnuð í dag sýningin Ecce femina,
þar sem tólf íslenskar myndlistar-
konur sýna sjálfsmyndir sínar.
„Þær sviðsetja sjálfar sig í
þessum myndum og sýna sitt innra
sjálf, það sjálf sem þær vilja sýna
öðrum,“ segir Dagný Kristjáns-
dóttir lektor. „Ecce femina þýðir
„sjáið konuna“ og þá er um leið
spurt „hver er þessi kona?““
Listakonurnar sem sýna eru
Ásta Ólafsdóttir, Birta Guðjóns-
dóttir, Elsa D. Gísladóttir, Erla
Þórarinsdóttir, Harpa Björns-
dóttir, Hildigunnur Birgisdóttir,
Ólöf Nordal, Ragnheiður Ragn-
arsdóttir, Ragnhildur Stefáns-
dóttir, Rúrí, Sara Björnsdóttir og
Þóra Þórisdóttir.
Við opnun sýningarinnar verð-
ur jafnframt bókmenntadagskrá í
Hafnarhúsinu þar sem lesið verð-
ur úr sjálfsævisögum og endur-
minningum kvenna. ■
UPPLYFTING ÓLAFAR NORDAL
Ein tólf sjálfsmynda á sýningunni Ecce
femina í Hafnarhúsinu.
Sjálfsmyndir tólf kvenna
Helgi Hóseasson er fyrir lönguorðinn goðsögn í lifenda lífi
fyrir áratugalanga baráttu sína
fyrir því að fá skírnarsáttmála
sínum rift. Flestir Íslendingar
þekkja nafn hans og vita að hann
sletti skyri á þingheim fyrir um
það bil 30 árum, en síðan ekki sög-
una meir og flestir hafa afgreitt
hann sem brjálæðing sem enn má
ganga að vísum á Langholtsvegin-
um með mótmælaskilti. Heimild-
armyndin Mótmælandi Íslands
varpar því langþráðu ljósi á þenn-
an kynlega kvist í þjóðlífinu og
það er hreint og klárt glapræði að
missa af henni. Helgi kemur
alltaf til dyranna eins og hann er
klæddur og hann er svo eðlilegur
og blátt áfram fyrir framan
myndavélina að unun er að horfa
á. Þá fer líka ekkert á milli mála
að hér er mikill hugsuður á ferð
og mótmæli hans og röksemda-
færslur eru eins langt frá því að
vera óráðshjal geðveiks manns og
hugsast getur. Og þó Helgi hafi
farið óhefðbundnar leiðir munu
sjálfsagt flestir geta séð sann-
leikskorn í málflutningi hans.
Hann er dásamleg persóna,
góðhjartaður og hlýr maður sem
fær nú loksins uppreisn æru. Yf-
irbragðið getur þó verið hrjúft en
maðurinn er óslípaður demantur.
Þennan demant hefur þeim Þóru
Fjelsted og Jóni Karli Helgasyni
tekist að slípa til í einlægri og
heiðarlegri mynd sem mun seint
líða þeim sem á horfa úr minni.
Þetta er mynd sem er öllum
holl og því um að gera að drífa sig
í bíó og fara svo að mótmæla því
sem maður getur ekki sætt sig
við.
Þórarinn Þórarinsson.
UmfjöllunKvikmyndir
MÓTMÆLANDI ÍSLANDS
Leikstjórar: Þóra Fjelsted, Jón Karl Helgason
Framleiðandi: Böðvar Bjarki Pétursson
Slípaður
demantur