Fréttablaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 38
SEKT Karen Grétarsdóttir heitir
einstæð móðir á Akureyri sem
missti bílinn sinn á dögunum
vegna stöðumælasektar. Mál
Karenar hefur vakið athygli,
ekki síst vegna reiknings sem
hún fékk frá lögfræðingum
skömmu áður en bíllinn var af
henni tekinn og börnunum.
Reikningurinn er settur upp eins
og matseðill:
Hrósið 38 24. október 2003 FÖSTUDAGUR
Þær eru hér á öllum sólpöllumog marsera um þorpið í hópum
eins á á 17. júní,“ segir Elínborg
Eggertsdóttir, afgreiðslustúlka í
Dalakjöri í Búðardal, um rjúpu-
mergðina í þorpinu. Þó rjúpan sé
friðuð nú eru íbúar í Búðardal
vanir því að rjúpan sæki þá heim
þegar kólnar í veðri: „Sérstaklega
þegar fer að snjóa, þá kemur hún
fyrst fyrir alvöru,“ segir Elínborg
í Dalakjöri.
Rjúpurnar í Búð-
ardal fara yfirleitt
saman í hópum, jafn-
vel tíu saman, en
sjaldgæft er að sjá
þær stakar á ferli:
„Þetta er vinalegt og
jafnvel jólalegt en
það bera allir virð-
ingu fyrir rjúpunni
og hún fær að vera í
friði. Fólki finnst
gaman að hafa hana í
garðinum hjá sér. Þó
man ég eftir kven-
sjúkdómalækni sem
kom hingað til starfa
og var góð skytta. Hann átti veru-
lega bágt með sig þegar hann
gekk til vinnu innan um allar rjúp-
urnar án þess að mega skjóta. Hér
skýtur engin innanbæjar,“ segir
Elínborg. ■
Búðardalur
RJÚPAN
■ Nú er búið að friða rjúpuna og marg-
ir á landsbyggðinni ánægðir með þennan
tíða gest í bæjunum.
...fær vetnisstrætó í Reykjavík
fyrir að líða hreint og beint um
stræti borgarinnar eins og sýnis-
horn af framtíðinni.
1
7
8
9 10
12 13
15 16
14
17
2 3 4 5
11
6
Árni Snævarr fréttamaður hefurverið ráðinn í starf fjölmiðla-
fulltrúa hjá öryggis- og samvinnu-
stofnun Evrópu með aðsetur í
Pristina í Kosovo.
„Ætli mér sé ekki ætlað að stilla
til friðar,“ segir Árni sem ráðinn er
til sex mánaða og heldur utan um
næstu mánaðamót. „Ég hlakka til,“
segir hann.
Árna Snævarr var sem kunn-
ugt er sagt upp störfum á frétta-
stofu Stöðvar 2 fyrir skemmstu.
Þar áður hafi hann verið kjörinn
fréttamaður ársins á Eddu-hátíð-
inni 2002.
„Grínlaust þá felst starfið í
hefðbundnu blaðafulltrúastarfi en
þar að auki hefur stofnunin tekið
að sér að hlúa að fjölmiðlum í
Kosovo. Þarna eru 90 útvarps-
stöðvar á svæði sem er á stærð við
Suðurlandsundirlendið. Deilan
þarna er enn óleyst. Kosovo er
formlega hluti af Serbíu þótt íbú-
arnir vilji verða sjálfstæðir. Þó
hafa þeir áhyggjur af mörgu öðru;
til dæmis er rafmagn mjög stopult
í héraðinu og daglegt brauð að það
fari af. Uppbyggingin þarna hefur
verið hægari en til stóð,“ segir
Árni Snævarr sem aldrei fyrr hef-
ur komið til Kosovo. „Ég hef þó
staðið á landamærunum við Mak-
edóníu og leist bara ágætlega á.“ ■
Fréttablaðið
um allan heim
FRÉTTIR Frétt Fréttablaðsins í gær
um að Sigurður Pétursson hafi
drepið hákarl með
berum höndum við
austurströnd Græn-
lands hefur vakið
heimsathygli. Strax
í blaði The Sun á
morgun verður fjall-
að um málið og frétt
Fréttablaðsins en út-
sendarar Reuter í
Stokkhólmi komust
yfir fréttina með því
að hlaða blaðinu inn í tölvuna af
vefnum www.visir.is. Fleiri fjöl-
miðlar um víða veröld hafa verið í
sambandi við Sigurð og munu fjalla
um fréttina á næstu dögum. ■
Lárétt:
1 einlægni, 7 álpast, 8 tæp, 9 sauðataði,
11 samhljóðar, 12 tréð, 15 matarveisla,
16 utan, 17 stafn.
Lóðrétt:
1 krafts, 2 tveir eins, 3 gelti, 4 ganar, 5 á
litinn, 6 handlegginn, 10 svik, 13 þukl, 14
að utan, 16 spil.
Lausn:
Lárétt: 1alvara,7flanar, 8naum,9
sparði,11rð,12eikin,15át,16án,17
stefni.
Lóðrétt:1afls,2ll,3vanaði,4anar, 5
rautt,5arminn,10prett,13káf, 14inn,
15ás.
REIKNINGURINN:
Höfuðstóll 1.275 kr.
Dráttarvextir 26 kr.
Innheimtuþóknun 6.539 kr.
Greiðsluáskorun 6.225 kr.
Birtingarkostnaður 1.400 kr.
Vörslusviptingarbeiðni 5.916 kr.
Þing. og stimpilgj 1.200 kr.
Uppboðsbeiðni 5.916 kr.
Kostnaður v/ uppb. 3.500 kr.
Annar kostnaður 00 kr.
Vextir af kostnaði 1.110 kr.
Samtals 41.707 kr.
STÖÐU-
MÆLIR
Lögfræðingar
geta gert sér
verulegan mat
úr stöðu-
mælasektum.
ÍSMAÐURINN
Sigurður Péturs-
son drap hákarl
með berum
höndum.
Drukkna í rjúpum
RJÚPUR
Bæjarprýði í Búðardal.
ÁRNI SNÆVARR
Í sex mánuði til Pristina.
Nýtt starf
ÁRNI SNÆVARR
■ fréttamaður er á leið til Kosovo
þar sem hann verður við störf
næstu sex mánuðina.
Árni til Kosovo
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
50% AFSLÁTTUR
af nokkrum innréttingum úr sýningarsal.
Trésmiðjan Borg,
Ármúla 23, s. 588 5170
Opið laugardag 10-15
Matseðill
lögfræðingsins