Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2003, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.10.2003, Qupperneq 4
4 24. október 2003 FÖSTUDAGUR Raskar íslenska kvótakerfið byggðaþróun í landinu? Spurning dagsins í dag: Er mikið sterahneyksli í uppsiglingu í íþróttaheiminum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 18,2% 81,2% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Mótmæli við heimsókn Bandaríkjaforseta: Baulað á Bush CANBERRA, AP Þúsundir manna mót- mæltu komu George W. Bush Bandaríkjaforseta til Ástralíu. Mótmælendur kölluðu ókvæðis- orð að forsetanum, bauluðu á hann og báru mótmælaspjöld. Mótmælin sneru að tvennu, Íraks- stríðinu og meðferð Bandaríkja- manna á föngum í Guantanamo- flóa. „Bush farðu heim og taktu Howard með þér,“ kölluðu mót- mælendur og vísuðu til forsætis- ráðherra síns sem þeim þykir líkt og hundur í bandi Bandaríkjafor- seta. Hundruð óeirðalögreglumanna og sérsveitir voru í viðbragðs- stöðu vegna heimsóknar forset- ans og kom til harðra átaka utan við bandaríska sendiráðið í Can- berra. Tveir lögreglumenn slösð- ust lítillega og fimm mótmælend- ur voru handteknir. Bush ávarpaði meðal annars ástralska þingið og þakkaði því fyrir að senda herlið til aðstoðar í Írak. Á einkafundi Bush og Howards, hét Bandaríkjaforseti því að hraða málsmeðferð tveggja Ástrala sem eru í haldi í fanga- búðunum í Guantanamo. Þá lýsti hann vilja til að undirrita fríversl- unarsamning milli landanna fyrir lok þessa árs. ■ Uppbyggingin þolir enga bið Ráðstefna tuga ríkja um uppbyggingu Íraks hófst í Madríd í gær. Ætlunin er að safna 55 milljörðum dollara sem þarf til uppbyggingar Íraks næstu fjögur ár. Menn eru sammála um að bregðast þurfi strax við. MADRÍD, AP Bandarískir og írakskir embættismenn biðluðu til ríkja heims um aðstoð við uppbyggingu Íraks á ráðstefnu um málefni Íraks sem hófst á Spáni í gærmorgun. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í upp- hafsávarpi sínu að uppbygging Íraks þoli enga bið, hún verði að hefjast áður en Írakar taki við stjórnartaumunum í landinu. Ann- an hvatti ríki til að láta fé af hendi rakna til uppbyggingarinnar, sagði að hún myndi taka mörg ár og verða dýr. „Írakska þjóðin á langa og erf- iða ferð fyrir höndum. Látum Íraka ekki takast þá ferð á hendur eina,“ sagði hann. Írakskir embættismenn drógu upp mjög dökka mynd af ástandinu í landinu en um 100 embættismenn sækja ráðstefnuna. Þeir sögðu skort á öllu, hreinu vatni, húsnæði, en umfram allt störfum. „Við tökum við Írak í hörmulegu ástandi, verkefnin eru nær óþrjót- andi,“ sagði Mouwaffek al-Rubaie, fulltrúi í framkvæmdaráði Íraks. Hann sagði meira en tvo þriðju hluta íbúa Íraks treysta á matar- gjafir, innan við helmingur íbúanna hefði aðgang að drykkjarvatni og 20% barna undir 5 ára aldri væri vannærður. Þá sagði al-Rubaie að ungbarnadauði hefði fjórfaldast í landinu, heilbrigðisþjónusta væri í molum og sjúkdómar á borð við malaríu breiddust ört út. Alls sækja fulltrúar 77 ríkja ráðstefnuna en hún er á vegum Al- þjóðabankans og Sameinuðu þjóð- anna. Þá sitja ráðstefnuna fulltrúar 19 alþjóðasamtaka og 300 einkafyr- irtækja en ætlunin er að safna þeim 55 milljörðum dollara sem þarf til uppbyggingar í Írak næstu fjögur ár. Litlar líkur eru á að þessi upp- hæð safnist en í gær hafði einungis tíundi hluti upphæðarinnar safn- ast. Ríki sem voru andvíg innrás Bandaríkjamanna í Írak eins og Frakkland, Þýskaland og Rússland segjast ekki munu leggja fram fé eða mannskap fyrr en Írakar hafa tekið við stjórnartaumum. the@frettabladid.is FÁ EKKI AÐSTOÐINA Kristileg hjálparsamtök í Bretlandi gagn- rýna hernámsstjórn Breta og Bandaríkj- anna í Írak. Uppbygging Íraks: Olíutekjur týndar LONDON, AP Hernámsstjórn Banda- ríkjamanna og Breta í Írak hefur ekki getað gert grein fyrir ráð- stöfun milljarða dollara tekna af olíusölu Íraka. Bresku hjálpar- samtökin Christian Aid vöktu at- hygli á þessu og segja að varlega áætlað skorti skýringar á ráðstöf- un fjögurra milljarða dollara. „Írakar eiga þessa fjármuni. Þeir eiga heimtingu á að vita hvernig þeim hefur verið varið. Þessa peninga á að nota í þágu al- mennings, einkum hinna verst settu,“ sagði Roger Riddell, verk- efnastjóri hjá samtökunum Christian Aid. ■ ÁVAXTASAFAR Sala á þeim fer vaxandi eftir að Orkuátak Latabæjar hófst í byrjun mánaðarins. Aukin safaneysla: Næringar- gildið ótvírætt HOLLUSTA „Það er ekki hægt að segja að gos sé slæmt og safar góðir,“ segir Steinar B. Aðal- björnsson, næringarfræðingur. Hann segir mikinn sykur hvort tveggja í gosdrykkjum og ávaxtasöfum. „Munurinn liggur í því að úr gosdrykkjum fær við- komandi bara hreina orku en í söfunum eru yfirleitt vítamín, jafnvel trefjar líka. Það er ótví- rætt meira næringargildi í ávaxtasöfum.“ Inga B. Árnadóttir tannlæknir sem hefur sérstaklega kynnt sér áhrif sýru og sykurs á tennur, fagnar því að börn drekki meiri safa og minna gos. „Gagnvart tönnunum í okkur þá skiptir minna máli hvað við drekkum og meira hvernig við drekkum. Reynslan er sú að börnin okkar drekka gjarna safa ýmiss konar á matmálstímum og við morgun- verðarborðið en kaupa svo gos þess á milli. Vegna þessa sífelldu sopa af gosi tekst aldrei að afsýra tennurnar. Sýra finnst bæði í ávaxtadrykkjum eins og Svala og gosdrykkjum. Þetta sífellda áreiti leiðir til þess að skemmdir koma fram á endanum.“ Inga segir að nánast allir drykkir geti haft áhrif á tennur og því sé dagleg umhirða mikil- væg hvort sem fólk drekkur ávaxtasafa, gosdrykki eða aðra drykki. ■ FANGELSI „Ef menn eru með annar- lega hegðun þá hlýtur slíkt að skaða samstarf. Það gildir í öllum mannlegum samskiptum og gildir á Litla-Hrauni sem annars staðar,“ segir Þorsteinn A. Jónsson fang- elsismálastjóri vegna þeirra deilna sem uppi er komnar á milli fanga á Litla-Hrauni og yfirstjórnar fang- elsisins. Yfirstjórn fangelsisins hefur hótað stirðum samskiptum við trún- aðarráð fanga eftir að Atli Helga- son, fangi og trúnaðarmaður, lýsti því í samtali við Fréttablaðið að menntunarskortur stjórnenda Litla- Hrauns leiddi til niðurrifs fanga í stað þess að byggja þá upp í þeim tilgangi að þeir yrðu betri menn. Fangelsismálastjóri sér ekkert at- hugavert við þau ummæli stjórn- endanna og telur að því fari fjarri að menntunarskortur stjórnenda standi starfi þeirra fyrir þrifum. „Það er ekki neinn menntunar- skortur sem háir yfirstjórn á Litla- Hrauni og menn eru fullkomlega vaxnir sínum störfum,“ segir Þor- steinn. ■ Mjólkurafurðir: Sala eykst NEYTENDAMÁL Sala mjólkurafurða jókst um tæp 4% í september mið- að við sama mánuð í fyrra sam- kvæmt upplýsingum frá Samtök- um afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Athyglisvert verður að sjá hvort sama þróun verður í októ- ber, því eins og Fréttablaðið hefur greint frá telja verslunareigendur að gosdrykkjasala hafi dregist saman um allt að 6% síðan Orku- átak Latabæjar hófst í byrjun mánaðarins. ■ Sænskir ráðamenn: Endurskoða gæsluna STOKKHÓLMUR, AP Ríkisstjórn Sví- þjóðar hefur ráðið óháðan sér- fræðing til að endurskoða öryggis- gæslu æðstu manna landsins. Réttur mánuður er nú síðan Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, lést af völdum stungu- sára. Í kjölfarið kviknuðu umræð- ur um gæslu æðstu ráðamanna en nú hafa aðeins Göran Persson for- sætisráðherra og Karl Gústaf XVI Svíakonungur lífverði. Sérfræðingnum er ætlað að taka mið af því hvernig önnur Evr- ópuríki gæta leiðtoga sinna en til- lagna er ekki að vænta fyrr en í lok maí á næsta ári. ■ LITLA-HRAUN Samskipti fanga og yfirstjórnar eru stirð. Fangelsismálastjóri óhress með yfirlýsingar fanga: Stjórn Litla-Hrauns sögð valda starfinu MÓTMÆLTU KOMU BUSH Ástralska lögreglan lenti í átökum við mót- mælendur fyrir utan bandaríska sendiráðið í Canberra þegar Bush kom þangað í gær. BIÐLUÐU TIL ALÞJÓÐASAMFÉLAGSINS Utanríkisráðherra Spánar, Ana Palacio, og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, voru meðal þeirra sem biðluðu til ríkja heims um að láta fé af hendi rakna til uppbyggingar Íraks. ÖNGÞVEITI Í BAGDAD Ástandið á götum Bagdad, höfuðborgar Íraks, er lýsandi fyrir ástandið í landinu í heild. Þar hefur allt farið úrskeiðis sem hugsast gat. Íbúar treysta á matargjafir, vatn er af skorn- um skammti og vannæring herjar á börnin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.