Fréttablaðið - 24.10.2003, Page 31
31FÖSTUDAGUR 24. október 2003
LAUGAVEGI 178 • SMÁRALIND • KRINGLUNNI • SÍMI 570 7500www.hanspetersen.is
PERFECTION 1660 PHOTO
• 1600 dpi, 48 lita
• Skannar A4
• Tekur 35 mm filmur
• Auðveldur í notkun
Verð áður 19.900
kr.
FÓTBOLTI Ívar Ingimarsson, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, skrifaði
í gær undir þriggja ára samning
við 1. deildar lið Reading á
Englandi.
„Ég er mjög ánægður með að
vera kominn hingað og líst vel á.
Þetta er fínt lið sem komst í um-
spil um laust sæti í úrvalsdeild-
inni í fyrra,“ sagði Ívar í samtali
við Fréttablaðið.
Ívar kom til Reading frá Úlf-
unum en hann hefur ekkert feng-
ið að spreyta sig frá því síðar-
nefnda liðinu tókst að tryggja
sæti sitt í úrvalsdeildinni.
„Það er lítið mál að fara aftur
niður um deild enda hef ég ekk-
ert fengið að leika síðan í nóvem-
ber í fyrra,“ segir Ívar. „Ég lenti
að vísu á bekknum undir það síð-
asta en þá vissi ég að ég væri að
fara. Ég er mjög ánægður með að
vera kominn hingað, þetta er
hörkudeild og á góða möguleika
næstu ár.“
Crystal Palace var einnig á
höttunum eftir Ívari en hann seg-
ir það hafa legið beinast við að
ganga til liðs við Reading. „Fyrst
þeir sýndu mér áhuga fannst mér
sjálfsagt að tala við þá. En á end-
anum var þetta auðveld ákvörð-
un,“ segir landsliðsmaðurinn.
Steve Coppell situr við stjórn-
völinn hjá Reading. Íslenski
landsliðsmaðurinn hefur áður
leikið undir hans stjórn, hjá
Brentford og síðar Brighton, þar
sem hann var í láni. Reading er
sem stendur í tíunda sæti deild-
arinnar, níu stigum á eftir topp-
liði Wigan. Reading mætir
Sheffield United í 1. deildinni í
kvöld óvíst er hvort Ívar leiki
með.
Ívar lék með Val og ÍBV áður
en hann fór til Englands. Hann
lék með Brentford í tvö og hálft
ár en var seldur til Úlfanna sum-
arið 2002. ■
Sænska knattspyrnan:
Ásthildur
skoraði fyrir
Malmö
FÓTBOLTI Ásthildur Helgadóttir
skoraði fyrsta mark Malmö FF sem
vann Landvetter IF 3-1 í undanúr-
slitum sænsku bikarkeppninnar.
Landvetter jafnaði fyrir hlé en
landsliðsmaðurinn Malin Anders-
son skoraði tvisvar í seinni hálfleik.
Ásthildur hóf leikinn sem fyrr í
framlínu Malmö en eftir innáskipt-
ingar seint í leiknum var hún færð
aftur í sína hefðbundnu stöðu á
miðjunni. Malmö FF mætir Evrópu-
meisturum Umeå IK í úrslitum
annan laugardag. ■
Íslenskur landsliðsmaður á faraldsfæti:
Ívar samdi við Reading
ÍVAR INGIMARSSON
Lék með íslenska landsliðinu gegn Þjóð-
verjum í undankeppni Evrópumótsins í
Þýskalandi fyrir skömmu. Hann er nú kom-
inn til Reading frá Úlfunum.
JÓN ARNÓR MEÐ TVÖ
Jón Arnór Stefánsson lék í sjö
mínútur með Dallas Mavericks
sem tapaði fyrir Sacramento
Kings 121-99 á undirbúnings-
tímabilinu fyrir NBA-deildina í
fyrrinótt. Jón Arnór skoraði tvö
stig, gaf eina
stoðsendingu, stal
boltanum einu
sinni og tók eitt
frákast. Hann fékk
dæmdar á sig þrjár
villur. Þetta var
fjórði leikur Jóns Arnórs.
BECKHAM MEIDDUR David Beck-
ham missir að öllum líkindum af
viðureign Spánarmeistara Real
Madrid og Racing Santander í
efstu deildinni á Spáni vegna
meiðsla. Beckham meiddist í
leik gegn Partizan Belgrad í
Meistaradeild Evrópu á miðviku-
daginn var. „Ég
veit ekki hve alvar-
leg meiðslin eru en
að öllum líkindum
leik ég ekki með
um helgina,“ sagði
Beckham við
spænska fjölmiðla.
TOPPMÖLLER TEKUR VIÐ HSV
Klaus Toppmöller hefur tekið við
þjálfun Hamburger Sport-Verein
af Austurríkismanninum Kurt
Jara sem stýrt hefur liðinu síð-
ustu tvö ár. Hamburger hefur
ekki gengið vel í deildinni og sit-
ur í þrettánda sæti.
■ Íþróttir
Opnunartími virka daga 14.00-18.00 - Laugardaga/Sunnudaga 11.00-18.00 - Stendur til 2. nóv. - Upplýsingasími 511 2226
BANJO
Confetti
Regatta adidasSPEEDO
Triumph
BANJO barnafatnaður, NÝTT MERKI - toppvara
BANJO ungbarnagallar 1.990 kr. - Fullt verð 3.990 kr.
BANJO úlpur 0-3ja ára 1.900 kr.
BANJO fóðraðar buxur barna frá kr. 800
Barnasokkar 100 kr. - Fullt verð 300
EXIT T-bolir 500 kr. - Fullt verð 1.990 kr
ONLY hlaupabuxur 1.500 kr. - Fullt verð 4.900
CATMANDOO barnaúlpur 2.500 kr. - Fullt verð 5.900 kr.
ADIDAS fótboltaskór kvenna 9.450 kr. - Fullt verð 18.900 kr.
ADIDAS gallar, fullorðins 4.950 kr. - 9.990 kr.
Bakpokar, dömu með GSM vasa 1.900 kr. - Fullt verð 4.900 kr.
PUMA stuttbuxur 990 kr. - Fullt verð 2.790 kr.
SPEEDO sundbolir og bikini 1.000/1.500 kr. - 2.900/4.900 kr.
OKKAR TAKMARK -
ÖLL VERÐ 50%-80%
UNDIR FULLU VERÐI
Nú endurtökum
við leikinn einu
sinni enn með
„Outlet“ sölu að
bandarískri fyrir-
mynd. Eingöngu
merkjavar og verð
sem varla sést
nema hjá okkur.
Mikið af barna- og
vetrarfatnaði.
Nýjar vörur á
hverjum degi!