Fréttablaðið - 24.10.2003, Side 6
6 24. október 2003 FÖSTUDAGUR
■ Lögreglufréttir
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 76.01 -0.18%
Sterlingspund 128.62 0.48%
Dönsk króna 12.07 0.84%
Evra 89.71 0.82%
Gengisvístala krónu 126,04 0,12%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 351
Velta 7.919,6 milljón
ICEX-15 1.851,64 1,63%
Mestu viðskiptin
Síldarvinnslan hf. 671.638.959
Landsbanki Íslands hf. 401.502.734
Pharmaco hf. 250.963.485
Íslandsbanki hf. 183.215.627
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 177.778.248
Mesta hækkun
Landssími Íslands hf. 1,69%
Flugleiðir hf. 0,87%
Mesta lækkun
Össur hf. -7,63%
Líftæknisjóðurinn hf. -5,56%
Opin Kerfi Group hf. -2,69%
Pharmaco hf. -2,58%
Tryggingamiðstöðin hf. -2,10%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 9.585,6 -0,1%
Nsdaq* 1.883,6 -0,8%
FTSE 4.240,2 -1,1%
DAX 3.481,8 -0,2%
NK50 1.302,2 -1,1%
S&P* 1.028,7 -0,2%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Hvað heitir bátur „Ísmannsins“ Sig-urðar Péturssonar, sem fangaði há-
karl með höndunum á dögunum?
2Hvaða þingmaður varð nýverið Ís-landsmeistari í einmenningi í bridge?
3Hvað heitir þjóðhöfðinginn sem BushBandaríkjaforseti hitti á Balí í vik-
unni?
Svörin eru á bls. 22
HÁKARLAR „Sigurði er flest til lista
lagt og ræðst ekki á neina helvít-
is smátitti,“ segir Jón Pétursson,
skipstjóri í Bolungarvík og bróð-
ir Sigurðar Péturssonar Ísmanns
í Kuummiit á Austur-Grænlandi.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í
gær gerði Ísmaðurinn sér lítið
fyrir og réðst til atlögu við hákarl
sem var að svamla í fjöruborð-
inu. Sigurður óð út í og greip um
sporð hákarlsins og hélt honum
og drap hann síðan með hníf.
Sjálfur á Jón að baki merki-
lega veiðisögu því hann snaraði
ísbjörn árið 1993 um 60 sjómílur
út af Horni. Dýraverndunarsam-
tök kærðu Jón fyrir ísbjarnar-
drápið og fór málið fyrir Hæsta-
rétt. Þar var Jón sýknaður. Ís-
björninn er nú uppstoppaður í
Bolungarvík. Jón segir að þrátt
fyrir það afrek að hafa drepið há-
karl þá eigi Sigurður enn eftir að
ná ísbirni.
„Sigurður hefur alltaf verið
óstöðvandi og gerir það sem hon-
um dettur í hug. Hann er löngu
hættur að koma mér á óvart. En
Siggi hefur enn ekki náð í ísbjörn
þrátt fyrir yfirlýsingar þar um.
Vonandi tekst honum það ein-
hvern tímann,“ segir Jón. ■
Bréfamálið æpir á
opinbera rannsókn
DÓMSMÁL „Mér finnst ekki að nýjar
upplýsingar sýni að það hafi dreg-
ið úr þörfinni fyrir að málin séu
upplýst ofan í kjölinn, heldur þvert
á móti,“ segir Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður
Vinstrihreyfingar-
innar-Græns fram-
boðs. Hann segir að
viðbrögð Hæsta-
réttar við skipan
dómara í öryrkja-
málinu hinu síðara
og að Garðar
Gíslason sé
einn vanhæfur
í málinu séu
áhugaverðar
upplýsingar en
þær dugi ekki
einar og sér til
að skýra málið til hlítar.
Fréttablaðið hefur skýrt
frá því að Garðar Gíslason
hafi sagt sig frá dómi í síðara
öryrkjamálinu vegna fyrri af-
skipta og bréfsins sem hann sendi
forsætisnefnd Alþingis til að út-
skýra hvað Hæstiréttur hefði átt
við með dómi sínum í fyrra ör-
yrkjamálinu. Talsmenn ríkis-
stjórnarinnar túlkuðu bréfið sem
svo að það væri sent af Hæstarétti
og sagði forsætisráðherra á Al-
þingi að slíkt bréf hefði ekki verið
sent nema það nyti meirihluta-
stuðnings í Hæstarétti. „Það mikið
veit ég þó um lögfræði og það mik-
ið þekki ég til Hæstaréttar að
svona bréf eru send í umboði
Hæstaréttar og með stuðning
Hæstaréttar eða meirihluta
Hæstaréttar á bak við sig. Þannig
er þetta,“ sagði Davíð Oddsson á
Alþingi.
Lögmaður öryrkja í báðum mál-
um segir að það að Garðar hafi
einn sagt sig frá málinu bendi til
þess að hann hafi einn staðið að
bréfinu umtalaða.
„Það er gjörsamlega kristaltært
að þetta mál æpir á ítarlega opin-
bera rannsókn,“ segir Steingrímur
J. Sigfússon. Hann segir að enginn
annar en Alþingi geti fyrirskipað
slíka rannsókn. Honum þykir ein-
kennilegt að stjórnvöld hafi ekki
sýnt frumkvæði til að komast sjálf
til botns í því. „Í þroskuðu lýðræð-
isríki ætti ekki að þurfa að krefjast
þess á Alþingi að mál af þessu tagi
sé rannsakað. Það er mikilvægt að
hreinsa þetta,“ segir hann.
Steingrímur segir sérkennilegt
að þessi samskipti þriggja helstu
valdastofnana í samfélaginu, Al-
þingis, ríkisstjórnar og Hæstarétt-
ar, séu ekki skoðuð til fulls. „Ef
ekkert er að fela af hverju eru þá
ekki öll spil lögð á borðið?“ spyr
hann.
kgb@frettabladid.is
Vestmannaeyjar:
Hvorki mýs
né rottur
NAGDÝR Á sama tíma og músafar-
aldur geisar á fastalandinu og
rottur leika þar lausum hala
bregður slíkum dýrum lítt fyrir í
Vestmannaeyjum. Ástæðan er Ás-
mundur Pálsson meindýraeyðir.
Í samtali við Vaktina í Vest-
mannaeyjum segist Ásmundur
vera með eitur á 70 stöðum, bæði
í boxum og rörum, sem vinni
stöðugt allt árið. Á fastalandinu sé
faraldur þar sem ekki hafi verið
eitrað þar. „Ástandið er mjög gott
í Eyjum. Ég hef ekki orðið var við
mikið af músum og aðeins eina og
eina rottu,“ segir Ásmundur við
Vaktina. ■
Iðnaðarforkólfar:
Efins um
framtíð EES
EFNAHAGUR Per Terje Vold, fram-
kvæmdastjóri Samtaka fram-
leiðsluiðnaðar í Noregi, segir
samninginn um Evrópska efna-
hagssvæðið ekki
lengur fullnægj-
andi fyrir norskan
iðnað. Vold hefur
skrifað grein í
norska blaðið Af-
tenposten þar sem
hann segir norsk-
an iðnað líða fyrir
að Norðmenn geti
ekki tekið þátt og
unnið að sínum
hagsmunum innan
Evrópusambandsins, þangað sem
75 prósent útflutningsins fer.
Jón Steindór Valdimarsson, að-
stoðarframkvæmdastjóri Sam-
taka iðnaðarins, segir afstöðu
norska iðanðarins endurspegla
stöðuna á Íslandi. „Grein Norð-
mannsins lýsir ástandinu vel. Við
erum þeirrar skoðunar að ljóst sé
að samningurinn eigi ekki fram-
tíðina fyrir sér. Furstinn í
Liechtenstein lýsti þessu vel.
Hann taldi enga ástæðu til að
Liechtenstein gæfi eftir til að
verja þennan samning sem ætti
ekki langt eftir. Það er margt sem
bendir til þess.“
Jón Steindór vonast til þess að
stjórnvöld hefji umræðu um Evr-
ópusambandsaðild sem fyrst.
„Margt hefur breyst sem styrkir
okkur í þeirri skoðun að aðild sé
skynsamleg. Við viljum ekki bíða
og sjá, við teljum að við séum
alltaf að bíða okkur til tjóns, en
þetta er stefna ríkisstjórnarinnar.
Við vonum að stjórnvöld muni
taka þessi mál upp til alvarlegrar
skoðunar og hætti við þessa bíða
og sjá stefnu,“ segir hann. ■
Fíkniefni í fangelsum:
Reyna að
stöðva inn-
streymi
FANGELSI „Við erum alltaf að skoða
hvaða leiðir við getum farið til að
takmarka innstreymi fíkniefna í
fangelsum,“ segir Þorsteinn A.
Jónsson fangelsismálastjóri.
Í síðustu viku fundu fanga-
verðir 50 grömm af hassi við leit
í klefa eins fanga á Litla-Hrauni.
Aðspurður um það mál sagðist
Þorsteinn ekki vilja tjá sig um
einstök tilvik við fjölmiðla. ■
Spennandi tækifæri
Til leigu húsnæði
fyrir margvíslega þjónustu
Í Egilshöllinni er lögð áhersla
á íþróttaiðkun, afþreyingu og fjölbreytta þjónustu.
Áhugasamir vinsamlega hafið samband í síma 898 0995 eða pall@egilshollin.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
O
L
21
95
9
1
0/
20
03
Formaður Vinstri Grænna vill að Alþingi verði falin opinber rannsókn
á bréfaskiptum Hæstaréttar og forseta Alþingis í kjölfar fyrri öryrkja-
dóms. Vanhæfi eins dómara gefi tilefni til að skýra málið til fulls.
STJÓRNARRÁÐIÐ,
HÆSTIRÉTTUR OG ALÞINGI
Formaður vinstri grænna segir að það
þurfi að rannsaka ofan í kjölinn samskipti
þriggja valdastofnana samfélagsins vegna
bréfaskrifa forseta Hæstaréttar til Alþingis.
STEINGRÍMUR
J. SIGFÚSSON
Það er gjörsam-
lega kristaltært
að þetta mál
æpir á ítarlega
opinbera rann-
sókn.
Bróðir hákarlabanans snaraði ísbjörn:
Ísmaðurinn ræðst
ekki á neina smátitti
ÍSMAÐURINN
Fangaði hákarl berhentur en hefur
aldrei náð ísbirni.
JÓN STEINDÓR
Stefnu stjórnvalda
að bíða með ESB-
umræðu skaðar
iðnaðinn.
ÞRÍR ÁREKSTRAR Þrír árekstrar
urðu í Hafnarfirði í gær. Engin
meiðsl urðu á fólki. Tvo bílanna
þurfti að fjarlægja með dráttarbíl.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
EY
N
IR