Fréttablaðið - 24.10.2003, Side 15

Fréttablaðið - 24.10.2003, Side 15
15FÖSTUDAGUR 24. október 2003                   SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Yfirmenn öryggismála Sameinuðu þjóðanna eru harðlega gagnrýndir í skýrslu sem nefnd undir forystu Ahtisaar- is, fyrrum forseta Finnlands, skil- aði um sprengjuárásina á höfuð- stöðvar samtakanna í Bagdad í ágúst síðastliðnum. Alls fórust 22 í árásinni, þeirra á meðal Sergio Vieira de Mello, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Þá slösuðust yfir 150 manns í tilræðinu. Í 40 síðna skýrslu segir að ör- yggismálum hafi verið verulega áfátt við höfuðstöðvar samtakanna í Bagdad. Yfirmenn hafi látið við- varanir sem vind um eyrun þjóta og ítrekað hafnað vernd bandarískra hermanna. Engar öryggisráðstaf- anir hafi verið gerðar í staðinn. „Núverandi stjórn öryggismála virkar einfaldlega ekki, reglum var ekki og er ekki enn fylgt nema endrum og sinnum,“ segir í skýrsl- unni. Skýrsluhöfundar segja að margir yfirmenn beri ábyrgðina en enginn er tilgreindur sérstaklega. „Þegar öllu er á botninn hvolft eru allir ábyrgir, aðildarríkin og ekki síður framkvæmdastjórinn. En skilaboðin eru vitaskuld skýr til þeirra sem raunverulega fara með stjórn öryggismála,“ sagði Martti Ahtisaari. ■ Reykjavík: Heimaþjón- usta hækkar FÉLAGSMÁL Þeir sem greiða fyrir félagslega heimaþjónusta þurfa frá áramótum að borga 50 krónum hærra gjald á klukkustund. Félagsmálaráð Reykjavíkur- borgar ákvað á fundi sínum á mið- vikudag að þjónustan myndi hækka úr 300 í 350 krónur. Þá var ákveðið að kvöld- og helgarþjón- usta verði endurgjaldslaus. Félagsleg heimaþjónusta verð- ur áfram veitt án endurgjalds fyr- ir þá sem hafa tekjur sem sam- svara fullum óskertum bótum al- mannatrygginga eða lægri, óháð því hvaða tíma sólarhringisins þjónustan er veitt. ■ Fjórir nektar- dansstaðir eru reknir á Íslandi í dag, þar af tveir í Reykjavík og leiðir Drífa að því líkum að um talsverða samvinnu sé að ræða á milli þessara aðila. Talið er að velta nektarstaða á Íslandi sé að lág- marki 400 milljónir króna. „Langflestar þeir- ra stúlkna sem dansa á þessum stöðum eru af af erlendum upp- runa,“ segir Drífa. „Meirihlutinn kemur frá fyrrum austan- tjaldslöndunum og sækja þarf um at- vinnuleyfi komi þær frá löndum utan EES svæðisins.“ Heldur hefur dreg- ið úr atvinnuleyfisveit- ingum til handa nekt- ardönsurum eins og sést á meðfylgjandi töflu. Kemur fram í viðtölum Drífu við eig- endur nektardansstað- anna að stúlkurnar hafi yfirleitt góða reynslu af því að starfa hér og sækist eftir að koma hingað aftur og aftur. Aðkoma stuðnings- fyrirtækja Í skýrslu Drífu er einnig bent á tengsl kynlífsmarkaðsins við mörg önnur fyrirtæki í landinu. Nefnir hún dagblöð, símafyrir- tæki, prentsmiðjur, myndbanda- leigur og hótel. Sem dæmi segir hún að Landssíminn hafi tekjur af þeim er notfæri sér símaþjón- ustu hvers konar. Dagblöðin hafi ennfremur talsverðar auglýs- ingatekjur af símaþjónustufyrir- tækjum og prentsmiðjur í fram- haldi af því. Alþekkt sé að margar mynd- bandaleigur hafi á boðstólum klámfengið efni og einnig bjóði mörg hótel gestum sínum að nálgast klámmyndir í sjónvarpi gegn sérstakri greiðslu. Klám- fengið efni sé einnig sýnt á Breiðbandinu og hjá sjónvarps- stöðvum Norðurljósa. Ekki reyn- dist unnt að áætla fjölda þeirra sem á slíkt horfa að jafnaði en aðgengi að slíku myndefni er auðvelt fyrir landann. ■ DRÍFA SNÆDAL „Umfangið var mun meira en ég bjóst við en einnig átti ég von á að meiri samþjöpp- un væri innan kynlífsiðnaðarins,“ segir skýrsluhöfundur. Sprengjuárásin á höfustöðvar SÞ í Bagdad: Öryggismál voru í molum UMBÚÐALAUS GAGNRÝNI Martti Ahtisaari, fyrrum forseti Finnlands, dregur ekkert undan í gagnrýni á öryggismál Sameinuðu þjóðanna í Bagdad. Kofi Annan fékk Ahtisaari til að stýra rannsókn á mann- skæðu sprengjutilræði á höfuðstöðvar samtakanna í ágúst síðastliðnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.