Fréttablaðið - 24.10.2003, Side 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
GUÐMUNDAR
STEINGRÍMSSONAR
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
22
47
9
10
/2
00
3
ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR ERU BESTI MÆLIKVARÐINN
á þjónustu fyrirtækis. Nýleg þjónustukönnun á meðal bílaumboða á Íslandi leiddi í ljós að
ánægja er mest á meðal við skiptavina Toyota. Við erum staðráðin í að halda áfram á sömu
braut. Við efnum til sérstakrar Eigendaviku og bjóðum ókeypis vetrarskoðun á Toyota bílum
20. - 24. okt. Opið verður alla dagana til kl. 19.00. Ilmandi heitt gæðakaffi á kaffibarnum á
meðan við yfirförum bílinn fyrir veturinn. Komdu á Nýbýlaveginn, nánari upplýsingar í síma
570 5000 eða á www.toyota.is
Ókeypis vetrarskoðun:
- mælt frostþol í kælikerfi
- smurðar læsingar og hurðir
- ljósbúnaður athugaður
- bætt á rúðuvökva
- athuguð þurrkublöð
- rafgeymir athugaður
Gerum tilboð í alla réttinga-
og málningarvinnu.
15% afsláttur af varahlutum.
15% afsláttur af vinnu.
Óvæntar uppákomur á
Nýbýlaveginum alla vikuna.
GJÖRIÐ SVO VEL: OKKAR ER ÁNÆGJAN
20. - 24. okt.
Eig
end
avi
ka
Toy
ota
20
03
Nei, ég lýg því! Og ef einhverheldur það, að ég sé kona, þá er
sá hinn sami á villigötum. Þá er mér
að mæta! Ég kona!? Ég er karl. Karl-
maður. Karlmenni. Ég er hluti þess
helmings mannkyns sem í mörg þús-
und ár hefur haldið um stjórnar-
taumana, ráðið ferðinni, sagt hvað er
rétt og hvað rangt, farið í stríð, sigr-
að heiminn, tapað heiminum, leitað
sannleikans, glutrað sannleikanum,
sokkið í þunglyndi, haft heiminn á
herðum sér, guggnað, staðið upp, ris-
ið. Ég drekk bensín á morgnana.
EN SAMT ER ég nú smá kona, er
það ekki? Bara oggupoggu? Pínu-
ponsu? Músímúsí? Neibbs. Það er
ekki til kerlingarþráður í mér! En ég
hef vissulega gaman af konum. Af-
skaplega gaman af konum. Þessum
elskum. Skemmtilegt að sjá hvað
þær geta verið næmar og viðkvæm-
ar. Og hugsað í hring.
ÉG ER MEÐ hugmynd. Karlahug-
mynd. Það gæti verið sniðugt að
gera eins og blindir gera, þegar þeir
láta einhvern frægan missa sjónina
einu sinni á ári með því að binda fyr-
ir augun á honum. Það má hugsa sér
að frægur karlmaður verði klæddur
í kvenmannsföt og látinn vera kona
einu sinni á ári. Sjá menn ekki al-
mennt fyrir sér Guðna Ágústsson
eða Björn Bjarnason í bleiku pilsi,
háhæluðum skóm, í sokkabuxum,
með varalit, Chanel 5 og sjal, tifa
smáum skrefum um bæinn með sjón-
varpsmyndavélarnar á eftir sér? Það
þarf að kýla á þetta, segi ég. Taka
konudaginn alla leið.
Í DAG er baráttudagur fyrir launa-
jafnrétti. Konur ætla að biðja um
hærri laun. Ég styð það. Á sama
hátt og John F. Kennedy sagðist
vera Berlínarbúi í frægri ræðu, en
hann sagði „Ich bin ein Berliner“ –
sem gat reyndar misskilist, því ein
Berliner er ákveðin tegund af
brauðmeti, en hvað um það – þá er
ég reiðubúinn að segja í tilefni
dagsins, til þess að sýna málefninu
stuðning, að ég sé kona. Ég er kona.
Ég segi það fullum fetum: Ég er
kona. En þá er ég auðvitað ekki að
segja að ég sé einhver kelling. Ég er
engin kelling. Að sama skapi legg
ég til að ef konur ætla að biðja um
hærri laun þá segi þær við sjálfa
sig í dag: Ég er karl.
Ég er kona
www. .is
Taktu þátt
í spjallinu á
...