Fréttablaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 18
18 24. október 2003 FÖSTUDAGUR Fyrir nákvæmlega 355 árumlauk 30 ára stríðinu formlega þegar vopnahléssamningar voru undirritaðir í Westphaliu. Var þá loksins lokið 30 ára skálmöld í Evrópu og hægt að tala um ein- hvern stöðugleika í álfunni. 30 ára stríðið var í raun marg- ar styrjaldir, sem Evrópuþjóðir háðu gegn hverri annarri. Þessi styrjaldahrina hófst um 1618 þeg- ar konungur Bæheims (hinn heilagi keisari Rómar, Ferdinand II) reyndi að þvinga þegna sína til að gerast kaþólikkar. Þetta gerði auðvitað mótmælendur í álfunni brjálaða og um 1630 var nánast öll álfan í stríði. En þegar loksins tókst að fá menn að samningaborðinu var hið heilaga rómverska keisaradæmi sundurliðað, Svíar fengu yfirráð á Balkanskaga, Holland fékk fullt sjálfstæði frá Spáni og Frakkland varð að viðurkenndu stórveldi á Vesturlöndum. Stríðið hafði engu að síður skilið Evrópu eftir í mol- um og sér í lagi kom Þýskaland illa undan stríði. Þar liðu nokkur ár áður en ræningjaflokkar hættu að valsa þar um og kúga íbúa landsins. ■ ■ Andlát Laufey Stefánsdóttir, frá Munkaþverá, lést mánudaginn 20. október. Jósef Einar Markússon, frá Görðum, Aðalvík, Þverbrekku 4, Kópavogi, lést þriðjudaginn 21. október. Brynjólfur Geir Pálsson, Dalbæ 2, Hrunamannahreppi, lést þriðju- daginn 21. október. ■ Jarðarfarir 13.30 Sólveig Felixdóttir, frá Höskulds- stöðum, Akrahreppi, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Halldór Alfreðsson, Rauðagerði 35, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðarkirkju. 13.30 Hrafn E. Jónsson, Engihjalla 17, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju. 13.30 Þorbjörg Jóhannesdóttir, frá Neðribæ, Flatey á Skjálfanda, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju. 13.30 Hannes G. Tómasson, stýrimað- ur, elliheimilinu Grund, verður jarðsunginn frá Neskirkju. 14.00 Sigmundur Jóhannesson, Faxa- braut 13, Keflavík, verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju. 14.00 Jón S. Jónsson, Brekkubraut 9, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. 14.00 Júlíus Eiríksson, Uppsalavegi 1, Sandgerði, verður jarðsunginn frá safnaðarheimilinu Sandgerði. 15.00 Ingunn Hallsdóttir, Boðagranda 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Þorgerður Sigurðardóttir, mynd- listarmaður, Auðarstræti 9, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Hall- grímskirkju. 15.00 Sigríður Sveinsdóttir, Hrauntegi 22, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju. 15.00 Ágústa Guðmundsdóttir, Hjalla- vegi 20, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Áskirkju. HAFÞÓR JÓNSSON Aldrei hafa liðið eins mörg ár á milli gosa í Kötlu eins og nú en hún gaus síðast 1918, fyrir 85 árum. ??? Hver? Ég er deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. ??? Hvar? Er staddur á Seljavegi 32, en við erum einmitt að flytja að Skógarhlíð 14 í dag. ??? Hvaðan? Ég er úr Kleppsholtinu Reykjavík. ??? Hvað? Katla hefur aldrei látið bíða eftir sér lengur en 60-70 ár. Oft hefur ekki liðið nema 30-40 ár á milli og því er ástæða til að ætla að kominn sé tími á hana nú á næstunni. Það eru 85 ár síðan hún gaus síðast og það er lengri tími en áður hefur liðið á milli gosa. ??? Hvernig? Almannavarnir hafa sértæka viðbragðs- áætlun um viðbrögð í eldgosi. Viðbún- aðarstig, hættustig og neyðarstig. Við gerum ráð fyrir að gos skelli ekki á án nokkurra klukkustunda fyrirvara. ??? Hvers vegna? Við búum í virku eldfjallalandi. ■ Persónan Ég fékk pínu sjokk í gær þvímér fannst svolítið mikið að verða 26 ára,“ segir kvikmynda- og dagskrárgerðarkonan Ásta Briem sem vinnur um þessar mundir hörðum höndum að því að klippa kvikmyndina Dís. „Það er gaman að verða 25 ára því þá hef- ur maður afsökun til að halda stórt partí en 26 ára afmælið er bara eitt ár í viðbót og ekkert í staðinn.“ Ásta Briem heldur upp á tvö- falt afmæli í vikunni: „Skjár einn á fjögurra ára afmæli og ég er hepp- in að eiga afmæli í sömu viku og vinnustaðurinn minn. Við héldum upp á afmælið í vikunni og allur hópurinn fór með rútu á veitinga- staðinn Hafið bláa við Ölfusárósa. Þar fengum við góðan mat og sungum afmælissönginn,“ segir Ásta, sem hefur unnið að fjöl- mörgum þáttum á Skjá einum og verður að vinna á afmælisdaginn: „Ef ég verð heppin bakar mamma handa mér skúffuköku en í kvöld verð ég að stjórna útsendingu á Djúpu lauginni. Maður er oft svo þreyttur eftir langan vinnudag að ég held að ég fresti afmælinu mínu bara þangað til annað kvöld. Ég er yfirleitt að vinna á afmælis- daginn en það er bara gaman því ég vinn með svo frábæru fólki. Ég kíki þó kannski aðeins á kaffihús og fæ mér öl eftir vinnu og skála við vinina. Mér finnst mjög gaman að fara í afmæli til annarra en er ekkert mikið fyrir að halda upp á afmæli sjálf. Kannski tengist það eitthvað því að þegar ég var lítil var alltaf óveður þegar ég átti afmæli og bræður mínir voru alltaf að hrella mig á því að það kæmi enginn í afmælið mitt og ég yrði alein í sparikjólnum í veisl- unni minni.“ ■ Afmæli ÁSTA BRIEM ■ Það er tvöfalt afmæli í þessari viku. Skjár einn verður 4 ára en Ásta sjálf fagnar 26 ára afmælinu og ætlar að skála í kvöld. KEVIN KLINE Leikarinn góðkunni Kevin Kline er 56 ára í dag. 24. október ■ Þetta gerðist 1929 Dagurinn er helst þekktur sem Svarti fimmtudagur því á þess- um degi var gífurlegt tap á Wall Street og verðbréfamiðlarar og viðskiptavinir þeirra töpuðu millj- örðum. Tónninn hafði verið sett- ur fyrir hrun markaðarins 29. október sama ár. 1939 Nælonsokkar eru seldir almenn- ingi í fyrsta sinn. 1945 Sameinuðu þjóðirnar eru form- lega stofnaðar. 1948 Hugtakið Kalda stríðið er notað í fyrsta sinn svo vitað sé. Orðið heyrist í ræðu Bernards Baruchs í Bandaríkjunum. 1964 Doo Wah Diddy Diddy með Manfred Mann er á toppi banda- ríska listans. 2001 10 manns láta lífið í bílagöngum í Sviss. Slysið á sér stað í Gott- hard-göngunum. STRÍÐ Í EVRÓPU 30 ára stríðinu lauk á þessum degi en það hófst áríð 1618. 30 ÁRA STRÍÐIÐ ■ Á þessum degi fyrir 355 árum lauk 30 ára stríðinu formlega en það hafði staðið yfir frá 1618 og valdið miklum usla um gervalla Evrópu. 24. október 1648 Skálar eftir Djúpu laugina 30 ára stríðinu lýkur ÁSTA BRIEM Er að klippa kvikmyndina Dís þessa dagana en er 26 ára í dag. BARNABÆKUR • ÆVISÖGUR • SPENNUSÖGUR SJÁLFSHJÁLPARBÆKUR • LJÓÐ • DULRÆNT EFNI MATREIÐSLUBÆKUR • SKÁLDSÖGUR • ÞJÓÐLEGUR FRÓÐLEIKUR • HESTABÆKUR • ÁSTARSÖGUR • SPENNUSÖGUR O.FL . Eitthva› fyrir alla! HAUSTBÓKAMARKA‹UR 9-18 virka daga 10-17 laugardaga 13-17 sunnudagaOPIÐ: Grensásveg i 14 - bakhús • 108 Reyk jav ík • S ími : 588-2400Fax: 588 8994 • Net fang: sk ja ldborg@sk ja ldborg . isBÓKAÚTGÁFA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.