Fréttablaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 8
8 24. október 2003 FÖSTUDAGUR Gott samstarf „Það var bara ákveðið að skipta honum út. Þetta var út af áher- slumun. Við vorum ekki sam- mála um hvaða áherslur yrðu í framhaldinu. Við náðum ekki saman, því miður. En Þorsteinn skilaði frábæru samstarfi.“ Heimir Jónasson, framleiðandi Viltu vinna milljón? á Stöð tvö, um starfslok Þorsteins J. Vilhjálmssonar, DV, 23. október. Banvænn jöfnuður „Sumir franskir menntamenn hafa gengið svo langt að segja að meðalmennskan sé að ganga af frönskum háskólum dauðum.“ Katrín Jakobsdóttir á Múrnum.is, 23 október. Tarzan norðursins „Ég óð síðan fram með hákarlin- um með hníf og stakk hann til bana. Við drógum dýrið svo á land.“ Sigurður Pétursson veiddi hákarl. Fréttablaðið 23. október. Orðrétt Þrjátíu ára sögu Concorde lokið British Airways hættir í dag rekstri Concorde-þotna. Air France hætti rekstri þeirra í vor en þetta voru einu félögin sem notuðu vélarnar í flugi yfir Atlantshafið. Síðasta sætið í flug milli London og New York seldist á hálfa fimmtu milljón. LONDON, AP Concorde-þota breska flugfélagsins British Airways flýgur í dag í síðasta skipti milli New York og Lund- úna. Þar með lýkur rúmlega 30 ára sögu hljóðfráu C o n c o r d e - þ o t n - anna. Franska flugfé- lagið Air France hætti að nota Concorde-þotur í maí síðastliðnum en Air France og British Airways voru einu félögin sem notuðu þoturnar í ferðum milli Evrópu og Ameríku. Bæði félög sögðu samdrátt í viðskipta- ferðum milli álfanna ástæðu þess að þotunum var lagt. Þoturnar taka rúmlega 100 manns í sæti og fljúga á tvöföld- um hljóðhraða. Flugið milli Evr- ópu og Ameríku tekur því innan við fjórar klukkustundir. Concorde varð fyrir veruleg- um álitshnekki sumarið 2000 þeg- ar slík vél fórst skömmu eftir flugtak frá Charles de Gaulle flugvelli. Alls fórust 113 manns í slysinu og voru Concorde-þoturnar kyrr- settar í kjölfar slyssins. Þetta var fyrsta flugslys Concorde-þotu en mörg óhöpp fylgdu í kjölfarið eft- ir að notkun þeirra hófst á ný í lok árs 2001. Air France átti fimm Concor- de-þotur og British Airways sjö en undanfarna mánuði voru að- eins fjórar þeirra í notkun. Milljónamæringurinn Richard Branson, eigandi flugfélagsins Virgin Atlantic, ítrekaði nýlega ósk sína um að kaupa allar Concorde-þotur British Airways og Air France. Branson bauðst til þess að greiða eina milljón punda fyrir stykkið eða nálægt 128 milljónum króna. Fyrri ósk Bran- sons þessa efnis var hafnað en Branson gefst ekki upp. Hann segir að þótt tap verði af rekstri þotnanna muni álitsaukinn sem þoturnar færi félagi hans bæta upp tapið. Mikill áhugi var á síðustu flug- ferð Concorde-þotu British Airways yfir Atlantshafið í dag og var efnt til uppboðs á síðasta flugmiðanum. Bandaríkjamaðurinn David Hayes keypti miðann fyrir rúm- lega 60.000 dollara, hálfa fimmtu milljón íslenkra króna. Fram að uppboðinu seldust sætin í síðustu ferðina á nokkur hundruð þúsund krónur. Sjónvarpsstöðvar í Bret- landi hyggjast sýna beint frá síð- ustu brottförinni. the@frettabladid.is Vinstri grænir: Háhýsi henta ekki í Lundi SKIPULAG Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi telur fyrirhugaða háhýsa- byggð í Lundi ekki í samræmi við nærliggjandi byggð. Efna eigi til hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins. Stjórn VG fagnar áformum um uppbyggingu en hvetur bæjaryfir- völd til að endurskoða hugmynd- irnar: „Háhýsi upp á 14-15 hæðir eru í engu samræmi við þá byggð sem er fyrir á svæðinu, hvorki í landi Kópavogs eða Reykjavíkur. VG tel- ur eðlilegt að fram fari hugmynda- samkeppni um skipulag svæðisins og að vilji íbúa bæjarins sé virtur,“ segir í ályktun stjórnar VG. ■ Olíumálaráðherra: Svari fyrir hneyksli ÓSLÓ, AP Olíumálaráðherra Írans, Bijan Namdar Zangeneh, hefur verið kallaður fyrir sérstaka þing- nefnd í Íran til að svara fyrir þátt sinn í mútu- og spillingarmálum sem tengjast norska olíurisanum Statoil. Írönsk sendinefnd fór til Noregs á dögunum vegna meints ólögmæts viðskiptasamnings milli Statoil og íransks fyrirtækis. Nú krefja írön- sk yfirvöld olíumálaráðherrann skýringa. Í samningnum var kveð- ið á um að Statoil keypti ráðgjöf af írönsku fyrirtæki fyrir andvirði 1.200 milljóna króna á ellefu ára samningstíma. Þriðjungur upp- hæðarinnar hefur þegar verið greiddur og rann stærstur hluti upphæðarinnar til sonar Rafsanj- anis, fyrrverandi forseta og eins voldugasta manns Írans. Fullvíst þykir að um mútur sé að ræða.■ Númer eitt í notuðum bílum ÚTKEYRSLA Í BÍLAfiINGI Á mánuði miðað við rekstrar- leigu til þriggja ára 23.500 KR. SKODA OCTAVIA Á mánuði miðað við rekstrar- leigu til þr iggja ára VW POLO 5 DYRA Nýlegir fyrrum bílaleigubílar á hreint ótrúlegu verði. Innifalið í rekstrarleigu: 20.000 km. akstur á ári, smurningar, olíuskipti og þjónustuskoðanir. Rekstrarleiga er háð gengi gjaldmiðla og getur því breyst án fyrirvara. Laugavegi 170 – 174 Sími 590 5040 www.bilathing.is bilathing@hekla.is PARÍS, AP Dómstóll í París dæmdi í gær breska konu, Margaret MacDonald, í fjögurra ára fangelsi en konan var ákærð fyrir að standa á bak við alþjóðlegan vænd- ishring sem leigði út fokdýrar fylgdarkonur. MacDonald, sem nú er 44 ára, var handtekin í París í maí í fyrra. Ekki kemur fram hve lengi starf- semin hafði verið í gangi en MacDonald hafði komið sér vel fyrir. Hún hafði bækistöðvar í Par- ís, Aþenu og Mílanó en var skráð til náms í viðskiptafræði í háskól- um í London og París. Hórumamm- an talaði reiprennandi frönsku, ítölsku, spænsku og grísku og var að auki stautfær í arabísku og japönsku. Saksóknarar fullyrtu að MacDonald hefði haft á sínum snærum allt að 500 vændiskonur og 50 karlhórur. Starfsemin náði að sögn saksóknara til Ísraels, Bandaríkjanna og fjölmargra landa í Evrópu. Sjálf sagðist MacDonald hafa haft 20 konur í sinni þjónustu þeg- ar mest var en hún hefði aldrei neytt þær til kynmaka með við- skiptavinum. Í hópi viðskiptavina hórumömmunnar voru virtir kaup- sýslumenn, stjórnmálamenn og ýmsir þekktir einstaklingar. Hver um sig greiddi tæpar 90.000 krónur á klukkustund og runnu 40% af tekjum starfseminn- ar beint í vasa hórumömmunnar. Saksóknarar áætla að tekjur henn- ar hafi numið tæplega átján hundr- uð þúsundum króna á mánuði. Auk fjögurra ára refsivistar var MacDonald gert að greiða rúmar 13 milljónir króna í sekt. ■ Bresk hórumamma dæmd í fjögurra ára fangelsi: Gerði út 500 hórur ■ Bandaríkja- maðurinn David Hayes keypti miðann fyrir rúmlega 60.000 dollara eða hálfu fimmtu milljón íslenkra króna KVÖDDU CONCORDE Hundruð manna söfnuðust saman á hraðbrautum sem liggja að Heathrow-flugvelli í London til að berja Concorde augum í hinsta sinn. SÍÐASTA FLUGIÐ Tugir starfsmanna Birmingham-flugvallar fylgdust með þegar Concorde-þota British Air- ways lenti þar á mánudag. Lokaflugið verður í dag frá London til New York. Gagnrýndi Íraksstríðið: Rekinn úr flokknum LUNDÚNIR, AP Breskur þingmaður sem lýsti opinberlega andstöðu sinni við innrásina í Írak hefur verið rekinn úr Verka- mannaflokknum. George Galloway hvatti breska her- menn til þess að neita að taka þátt í stríðinu og sakaði ríkisstjórnina um lygar og blekking- ar. Galloway heldur því fram að Tony Blair forsætisráðherra ætli sér að binda endi á stjórnmálaferil allra þeirra sem lögðust gegn Íraks- stríðinu í stað þess að horfast í augu við það að innrásin hafi verið ein stór mistök. Galloway heldur sæti sínu í neðri deild breska þingsins fram að næstu kosningum. ■ REKINN Galloway hvatti Arabaríki til að standa með Írökum. ÖRYRKJAMÁL Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar - Græns framboðs, vakti máls á því við umræður á Alþingi um almannatrygginga- lögin í janúar 2001 að lögin væru afturvirk og íþyngjandi. Hann sagði í þingræðu að aft- urvirkni laganna væri hneyksli sem ekki hefði fengið nægjan- lega athygli. Hann spurði hvern- ig gera ætti upp við öryrkja vegna áranna 1999 og 2000. Hann sagði að löggjöfin yrði aft- urvirk því að hún tæki rétt af mönnum tvö ár aftur í tímann þegar engin lög stæðu til að þeir yrðu af. „Þetta er svona,“ sagði Steingrímur. „Ég hef lært það hér á langri veru að eitt það allra ljótasta sem geti komið fyrir Alþingi og löggjafann sé að setja afturvirk lög, þau megi aldrei vera það í þeim lögfræðilega skilningi sem þar liggur til grundvallar að þau hafi íþyngjandi áhrif gagnvart réttindum eða stöðu sem menn áttu að hafa þegar búið er að túlka réttinn eins og hann dæm- ist eða túlkast réttastur hafa verið. Það var nú hvorki meira né minna en þannig að það var s t j ó r n a r - skrárbrot að hafa þessa tekjutrygg- ingu af ör- yrkjum í sambúð á þ e s s u m árum, 1999 og 2000. En samt á að skerða hana með aftur- virkri lög- gjöf. Þvílík endemi, segi ég.“ ■ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Það ljótasta sem getur komið fyrir Alþingi er að setja afturvirk og íþyngjandi lög. Vinstri Grænir: Afturvirknin hneyksli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.