Fréttablaðið - 24.10.2003, Page 23
Hér er réttur sem er svo ein-faldur í matreiðslu að við
liggur að auðveldara sé að elda
hann en hella kókópöffsi í skál.
Lengra nær samanburðurinn
ekki. Silungur er auðvitað sér-
staklega holl og ljúffeng fæða og
rósapiparinn er ástarvaki sem
glæðir „útpuffaða“ elda.
Silungur um 500 kr.
1/3 dós fetaostur í teningum 112 kr.
1/4 stk gráðaostur, bitaður 100 kr.
1 msk. rósapipar
1 msk. salvía (þurrkuð)
gróft salt
ólífuolía
Silungurinn er settur á álpapp-
ír og fylltur með ostum og salvíu.
Gróft salt, rósapipar og ólífuolía
sett ofan á áður en silungnum er
síðan pakkað vandlega inn í ál-
pappírinn og hann bakaður í ofni
við 180 ˚C í um 40 mínútur.
Berið fram með kartöflum sem
skornar hafa verið í báta, baðaðar
í ólífuolíu og salvíu, og bakaðar í
ofni í um 20 mínútur.
Kostnaður með kartöflum sam-
tals um 900 kr.
FÖSTUDAGUR 24. október 2003
Til hnífsog skeiðar
GUÐRÚN
JÓHANNSDÓTTIR
■
Eldar handa minnst
fjórum fyrir 1.000 kr.
eða minna.
Ofnbakaður silungur með
feta, gráðaosti og rósapipar
Nýtt á markaði:
Óperusósur
og súpur
Nýlega komu á markað nýjarsósur og súpur frá Vogabæ
sem auðvelt og fljótlegt er að nota
við að útbúa ljúffenga rétti. Þetta
eru tíu tegundir og heita vörurnar
allar eftir óperum. Carmen-sósan
á vel við lambakjöt.
LAMBAKJÖT Í OFNI
500 g kinda- eða lambakjöt í strimlum
Sítrónupipar eftir smekk
1 box nýir sveppir (má sleppa)
1 krukka E. Finnsson CARMEN grill- og
samlokusósa
Setjið kjötstrimlana á heita
pönnu og rétt lokið sárinu á kjöt-
inu. Steikið sveppina í smjöri og
bærið þeim út í. Stráið sítrónupip-
ar yfir eftir smekk. Hellið úr Car-
men-krukkunni yfir kjötið og setj-
ið allt í eldfast mót. Bakið í 200 ˚C
heitum ofni um 45 mín. Berið
fram með hrísgrjónum eða bökuð-
um kartöflum, fersku eða gufu-
soðnu grænmeti og brauði. ■
Ein kryddaðasta og kraft-mesta þrúgan er hin kali-
forníska zinfandel sem er am-
eríska útgáfan af hinni ítölsku
negroamaro. Shiraz er mildari
og berjaþrungnari og blanda
þessara tveggja gefur af sér
óvenjulegt og skemmtilegt
vín. Painter Bridge Zinfandel
– Shiraz hefur unglegt yfir-
bragð með björtum rauðum
tónum og góðum lit. Freistandi
angan af krydduðum rauðum
ávöxtum sem sameinast
mjúku bragði bláberja, kirsu-
berja og brómberja.
Zinfandel-þrúgurnar
koma frá Lodi-svæðinu
en shiraz frá Paso
Robles, vínið á að baki
12 mánuði á eik-
artunnum. Passar
afar vel með súkku-
laði og er gott alhliða
matarvín, ræður við
sterka rétti og villi-
bráð.
Fæst í Heiðrúnu og
Kringlunni og kostar
1.290 kr.
Hjónaband Zinfandel
og Shiraz
Vín vikunnar Painter Bridge
Frá hitabeltissvæðinu Queensland íNorður-Ástralíu kemur þetta heita,
ávaxtaríka og þétta hvítvín, Sirromet
Perfect Day Chardonnay. Mikill hiti og
raki gefur þessu vín þétta sætu og ávöxt
án þess þó að vera of sætt en í löngu við-
varandi eftirbragði kemur fram hversu
vínið er í raun þurrt. Gott jafnvægi milli
eikar, sýru og ávaxtar. Flott vín sem fer
vel með hvers kyns skelfiski og þá gjarn-
an í miklu kryddi eins og chili og hvít-
lauk. Til gamans má geta þess að vín-
gerðarmaðurinn er giftur íslenskri konu.
Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar
1.290 kr.
Í suðri er heitt
fyrir norðan!
Nýtt í vínbúðum Sirromet Perfect DaySommelier:
Vínkvöld
fyrir konur
Sommelier við Hverfisgötu efnirtil sérstaks vínkvölds fyrir kon-
ur næstkomandi fimmtudag. Fjall-
að verður um nokkrar af fremstu
víngerðarkonum heims og smakkað
á vínum frá þeim. Einnig verður
rætt um nokkrar frægar konur í
víngerðarsögunni. Konur í víngeir-
anum segja frá störfum sínum.
Boðið verður upp á tvíréttaða
máltíð ásamt vínum fyrir 4.500 kr.
Vínkvöldið hefst kl. 19.30 með for-
drykk en kl. 20 stundvíslega hefst
dagskrá. Sigríður Arnardóttir,
Sirrý, kemur og tekur púlsinn.
Hægt er að bóka þátttöku á
Sommelier í síma 511 4455. ■
Ostrur
Humar
Túnfiskur með mangó og chilli
Sverðfiskur í graskerspesto
Blandaðir sjávarréttir með humri
OPIÐ KL 11.00-22.00
Föstudag og Laugardag frá 10.00-18.00
Kaffihúsið við stíginn
Ef maturinn hefur brunnið við
pönnuna og brunaleifarnar nást
ekki af má reyna að setja mýk-
ingarefni í pönnuna og láta hana
standa yfir nótt. Daginn eftir ætti
að vera auðvelt að hreinsa leif-
arnar burtu og þrífa pönnuna.
Einnig má reyna að setja upp-
þvottalög og vatn í pönnuna og
hita upp að suðu.
■ Húsráð