Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 6
6 25. október 2003 LAUGARDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.09 0.11% Sterlingspund 128.95 0.26% Dönsk króna 12.06 -0.12% Evra 89.59 -0.13% Gengisvístala krónu 126,32 0,22% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 310 Velta 2.355,0 milljón ICEX-15 1.861,65 0,54% Mestu viðskiptin Fjárfestingarf. Straumur 308.691.913 Sjóvá-Almennar tryggingar 307.507.259 Össur hf. 302.099.260 Íslandsbanki hf. 251.749.866 Landsbanki Íslands hf. 153.733.821 Mesta hækkun Samherji hf. 3,45% Íslandsbanki hf. 1,67% Kaupþing Búnaðarbanki hf. 1,03% Pharmaco hf. 0,66% Mesta lækkun Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. -10,94% Bakkavör Group hf. -1,89% Opin Kerfi Group hf. -1,66% Kögun hf. -0,38% Marel hf. -0,37% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.545,9 -0,7% Nsdaq* 1.856,4 -1,5% FTSE 4.239,0 -0,0% DAX 3.473,8 -0,7% NK50 1.302,6 0,0% S&P* 1.022,6 -1,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvern yfirheyrðu starfsmenn Ríkislög-reglustjóra fyrst í rannsókn á meintu samráði olíufélaganna? 2Hvað var merkilegt við flug breskrarConcorde þotu í gær? 3Hvað heitir nýr varaformaður Al-þýðusambands Íslands? Svörin eru á bls. xx DÓMUR Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þegar hann sýknaði Tryggingamiðstöð- ina af kröfum Útgerðarfélagsins Bjarma ehf. um greiðslu bóta vegna netabátsins Bjarma VE 66 sem fórst í febrúar í fyrra. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt Tryggingamiðstöðina til að greiða rúmlega 36,5 milljón- ir í bætur vegna bátsins. Niður- staða Hæstaréttar var sú að vá- trygging hefði verið fallin niður þegar að báturinn sökk. Árið 1999 keypti Útgerðarfé- lagið húftryggingu hjá Trygginga- miðstöðinni vegna skipsins. Í tryggingaskilmálum kvað meðal annars á um að ef eigendaskipti yrðu eða skipið sett undir aðra út- gerðarstjórn félli vátryggingin niður. Í upphafi ársins 2000 seldu eigendur allt hlutafé útgerðarfé- lagsins til annars félags og létu jafnframt af trúnaðarstörfum við félagið. Tveir af fjögurra manna áhöfn létust þegar að báturinn fórst um 10 sjómílur undan Þrídröngum. Líklegast þótti að báturinn hefði fengið á sig brot og ekki náð að tæma sig. ■ 16.000 TONN Á LAND Íslensk skip eru búin að veiða 16.500 tonn af síld á yfirstandandi ver- tíð samkvæmt samantekt Sam- taka fiskvinnslustöðva. Mestu hefur verið landað hjá Síldar- vinnslunni Neskaupstað. Síldar- kvótinn á fiskveiðiárinu hljóm- ar upp á 131.000 tonn. KOLMUNNAFLOTINN VIÐ FÆREYJ- AR Allur íslenski kolmunnaflot- inn er nú að veiðum í færeyskri lögsögu, 50 mílur norðvestur af eyjunum. Blíða er og þokkaleg veiði á miðunum og fá skip 300 til 400 tonn eftir tólf til fimmtán tíma tog að því er fram kemur á vef Eskju. MÓTMÆLA NIÐURSKURÐI Bæjar- ráð Akraness mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um niður- skurð á fjárveitingum til Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Bæjarráðið skorar á menntamálaráðherra og Alþingi að tryggja skólanum næga fjár- muni til að standa undir eðlilegri kennslu. Heimakynningar með undirföt, náttföt og boli fyrir konur á öllum aldri. Undirföt.is undirfot@undirfot.is S 587-9940 & 821-4244 Landsbanki Íslands: Gengur frá risaláni VIÐSKIPTI Landsbanki Íslands hf. hefur gengið frá erlendri lántöku til fjögurra ára að fjárhæð 250 milljónir evra, sem jafngildir rúmlega 23 milljörðum króna. Þetta er stærsta einstaka lántaka Landsbankans fram til þessa. Þá er þetta lán til lengri tíma en ís- lenskir bankar hafa áður fengið í skráðum skuldabréfum erlendis. Bréfin eru gefin út á alþjóðleg- um skuldabréfamarkaði og taka yfir 50 fjárfestar þátt í láninu. Þeir eru einkum frá Írlandi, Bret- landi, Ítalíu, Benelúx-löndunum og Þýskalandi. ■ Tryggingamiðstöðin: Sýknuð af bótakröfum vegna Bjarma VE HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur segir vátryggingu Bjarma hafa verið fallna niður þegar skipið fórst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ■ Sjávarútvegur ■ Akranes FYRSTA MYNDBANDIÐ AFHENT Harpa Þorláksdóttir kynningarstjóri, Stefán Karl og Erlendur Hjaltason, framkvæmda- stjóri Eimskips. Eimskip styður baráttu Stefáns Karls: Myndband gegn einelti FÉLAGSMÁL Foreldrar tíu ára barna fá í næstu viku senda myndbands- spólu sem hefur að geyma fyrir- lestur Stefáns Karls Stefánssonar leikara um uppeldismál. Þar miðl- ar hann af persónulegri reynslu sinni af einelti og uppeldismálum almennt. „Myndbandið er ætlað þeim sem hafa áhuga að skoða uppeldis- mál frá öðrum forsendum en gengur og gerist,“ segir Stefán Karl. „Ég tel það skyldu okkar allra að miðla því sem við teljum geta komið að gagni í samfélag- inu.“ Eimskip styrkir þetta fram- lag Stefáns Karls. ■ Írökum lofað fé til uppbyggingar Íraksráðstefnan í Madríd skilaði styrkjum og lánsloforðum upp á rúma 18 milljarða dollara. Enn vantar jafnháa uphæð vegna uppbyggingar næstu fjögur ár. Bandaríkin lýstu vonbrigðum með afstöðu Frakka og Þjóðverja. MADRÍD, AP Ríki heims og alþjóða- stofnanir hafa heitið 33 milljörð- um dollara í styrki og lán til upp- byggingar Íraks. Þetta er niður- staða tveggja daga ráðstefnu Al- þjóðabankans og Sameinuðu þjóð- anna, um uppbyggingu Íraks sem lauk í Madríd á Spáni í gær. Alls sóttu fulltrúar 73 ríkja, 19 alþjóðasamtaka og 300 einkafyrir- tækja ráðstefnuna og var ætlunin að safna þeim 55 milljörðum doll- ara sem þarf til uppbyggingar í Írak næstu fjögur ár. Mouwaffek al-Rubaie, fulltrúi í framkvæmdaráði Íraks, sagði ár- angurinn skref í rétta átt. „Árangur okkar hér er árangur alls mannkyns og mikilvægur fyr- ir frið í heiminum,“ sagði al- Rubaie í ráðstefnulok í gær. Bandaríkjamenn höfðu fyrir ráðstefnuna lofað 20 milljarða dollara aðstoð. Helmingur upp- hæðarinnar verður lán sam- kvæmt samþykkt öldungadeildar Bandaríkjaþings. Japanir og Kúveitar lofa 1,5 milljarði hvort ríki en að auki buðust Japanir í gær til að lána 3,5 milljarða doll- ara á mjög hagstæðum vöxtum. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn lofa ríflega 4 millj- örðum í lán hvor stofnun og Sádi- Arabar og Bretar um milljarði hvort ríki.Sameinuðu arabísku furstadæmin, Spánn, Íran, Evr- ópusambandið og Suður-Kórea lofuðu aðstoð upp á 200 til 300 milljónir dollara hvert um sig. Auk þessa lofa Sádi-Arabar að íhuga eftirgjöf hluta 24 milljarða dollara skulda Íraks, Barein lofar framkvæmdum á borð við bygg- ingu heilsugæslustöðva og svo mætti lengi telja. Fátækari þjóðir heims lögðu sitt af mörkum, þeirra á meðal Slóvakía Búlgaría, Egyptaland og Kína. Mörgum kom hins vegar á óvart að ríkari þjóðir, einkum ná- grannaríkin við Persaflóa, skyldu ekki láta meira af hendi rakna Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, lýsti von- brigðum með að hvorki Frakkar né Þjóðverjar létu fé af hendi rakna. „Það eru hins vegar engin endalok þó ekki hafi á tveggja daga ráðstefnu, tekist að safna því sem þarf til uppbyggingar í Írak, næstu fjögur árin,“ sagði Powell. the@frettabladid.is BURT MEÐ RÆNINGJANA Fjöldi fólks mótmælti við fundarstaðinn í Madríd, þar sem leiðtogar ríkja heims ræddu uppbyggingu Íraks og fjármögnun hennar. Á borðum sem mótmælendur báru stóð meðal annars „gefendur eða ræningjar?“ og „innrásarherinn burt frá Irak“. LAPPAÐ UPP Á LEIÐSLURNAR Þörf er á uppbyggingu allra hluta í Írak. Símakerfi landsins er rjúkandi rústir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.