Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 20
Já, þetta er einhver nostalgíu-hyggja hjá þeim þarna í NASA. Þeir hafa verið að draga fram á sjónarsviðið fornfrægar hljómsveitir á borð við Brimkló og þetta virðist vera að virka betur en margt annað. Nú er röðin komin að okkur. Þeir eru að leita að góðum danshljóm- sveitum“ segir Stefán Hjörleifs- son, yngsti meðlimur „ellismell- anna“ í Bítlavinafélaginu, og hann virðist vera forviða vegna tilstandsins. Hljómsveitin mun sem sagt leika fyrir dansi á NASA í kvöld og er að koma fram í fyrsta skipti opinberlega í hartnær 15 ár en hún var upp á sitt besta á árunum 1986 til 1989. Höfuð- stöðvar Bítlavinafélagsins voru á veitingastaðnum Gauki á Stöng og eiga margir minningar þaðan af stanslausu stuði og dansi uppi á borðum. Stefán seg- ir að þó þetta sé fyrsti opinberi dansleikurinn sem þeir leiki á eftir allan þennan tíma hefur hljómsveitin komið saman nán- ast árlega til að spila við sérstök tækifæri og í lokuðum sam- kvæmum. „Þannig var það til dæmis þegar við tókum upp þráðinn á nýjan leik og lékum í Stykkishólmi, þá var það í tengslum við mann sem var að koma til landsins eftir áralanga veru erlendis. Hann taldi sig geta gengið að Bítlavinafélaginu og það stóð ekkert í vegi fyrir því. Og við erum til þess að gera nýlega komnir frá London þar sem við vorum að spila á árs- hátíð Skandinavíska fyrirtækis- ins Point – sem er svona posa- fyrirtæki. Þetta er 200 manna fyrirtæki, þar af átta Íslending- ar en þeim var gert að finna eina hljómsveit og Svíarnir í hópnum aðra.“ Af stakri hógværð neitar Stef- án því að framlag Íslands hafi verið betra, hið sænska cover- lagaband sem þarna mætti var fínt. En nú eru þeir sem sagt mættir fyrir almenningssjónir á nýjan leik, samanlagt um 50 kílóum þyngri og þeim mun flott- ari. Trymbillinn Rafn Jónsson er fjarri góðu gamni en hann hefur átt við erfið veikindi að stríða. Í hans stað kemur Jóhann Hjör- leifsson. Aðrir í hljómsveitinni eru þeir sömu: sjarmatröllið Eyjólfur Kristjánsson, Jón Ólafs- son „alltaf hress“, bassaleikarinn Haraldur Þorsteinsson og Stefán Hjörleifsson. ■ ■ Maður að mínu skapi 20 25. október 2003 LAUGARDAGUR Ég á þær margar hetjurnar. Einer Sir Edmund Hillary sem vann sér það til frægðar að vera fyrstur manna á tind Everest-fjall. Hann dýrkaði ég og dáði alla mína barnæsku og fram eftir aldri enda tengist hann áhugamáli mínu sem er fjalla- og jöklaganga – öllu því sem tengist háfjallaferðum. En þó hlýt ég að setja Charlie Chaplin í 1. sæti,“ segir Siggi Sigurjóns, leikari og leikstjóri, um þann mann sem hann hefur helst í hávegum. Áhugi hans á Chaplin vaknaði á sérkenni- legan hátt. Fyrirmynd og hugmyndabanki „Sem ungur drengur sá ég ein- hverjar svarthvítar myndir með Charlie Chaplin í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Mér fannst þær mátu- lega skemmtilegar en svo gerist það að ég tólf ára gamall var að flækjast við öskuhaugana sem þá voru við Hvaleyrarvatn. Þar fann ég fullan pappakassa af því sem reyndist óinnbundin ævisaga Chaplin. Eitthvert bókaforlag hafði hent þessu frá sér einhverra hluta vegna. Ég hafði þetta með mér heim og þrettán ára gamall las ég þessa ævisögu. Þá heillaðist ég að hans lífshlaupi og lífsstarfi.“ Upp úr þessu fór Siggi Sigur- jóns að horfa á myndir Chaplin í öðru ljósi og lærði að njóta listar- innar. „Mörgum árum síðar gerðist ég leikari og þá reyndist Chaplin óbeint fyrirmynd og hugmynda- banki til að sækja í enda fremstur meðal jafningja, og miklu meira til, í leiklistinni og í kvikmyndum.“ Gullæðið er uppáhalds kvik- mynd Sigga, sem hann segir frá- bærlega grátbroslega og vel gerða í alla staði. Nokkuð sem reyndar má segja um flestar hans myndir. Á dágott Chaplin-safn Siggi Sigurjóns dregur enga dul á að Chaplin hafi sannarlega breytt lífi hans. Og svo bætist það við að hann hefur komið sér upp tóm- stundagamni, söfnunaráráttu sem felst í að safna öllu sem tengist Chaplin. Hann á orðið dágott safn vídeómynda, veggspjöld, styttur og hvaðeina, jafnvel sleikibrjóst- sykur. „Jájá, þetta er orðið dágott safn. Kannski má aðskilja þetta: söfnunaráráttuna og aðdáun mína á list Chaplin,“ segir Siggi sem telur bókarræfilinn sem hann fann á haugunum líklega merkasta grip- inn í safninu enda upphaf alls. „Næsta sem ég hef komist Chaplin er þegar ég hitti dóttur hans en hún kom til Íslands fyrir nokkrum árum. Viktoría Chaplin. Hún var með smá sýningu í Þjóðleikhúsinu. Ég gerði mér ferð á staðinn, nýtti mér samböndin og fékk áritað plakat af pabba hennar. Og þá fannst mér hringnum lokað án þess að ég sé endilega hættur að safna. Þetta kemur svona í gusum. Ég á eftir að finna safninu veglegan stað á heimili mínu en það er í kössum hist og her.“ Söfnunaráráttan Sigga hefur spurst út og vinir hans gauka að honum einu og öðru tengdu nafni Charlie Chaplin rekist þeir á slíkt á ferðum sínum í útlandinu. „Já, það er einn ótvíræður kostur söfnunar- áráttunnar. Maður fylgir oft óbeint með í ferðalaginu því sjái menn eitthvað tengt Chaplin, servíettur, teskeiðar og póstkort, hugsa þeir hlýlega til Sigga Sigurjóns. Maður fær þannig að fara með í ýmsa túra, alveg óvart.“ jakob@frettabladid.is Bítlavinafélagið kemur saman í fyrsta skipti opinberlega í hartnær 15 ár. 50 kílóum þyngri og þeim mun flottari SIGGI SIGURJÓNS OG CHARLIE CHAPLIN Siggi Sigurjónsson er mikill aðdáandi Charlie Chaplin og safnar munum tengdum honum í gríð og erg. Næsta sem hann hefur komist hetjunni er að hitta dóttur Chaplins og fá áritað veggspjald hjá henni. BÍTLAVINAFÉLAGIÐ Þessi fornfræga hljómsveit er ein margra sem er með „comeback“ og nostalgían blómstr- ar sem aldrei fyrr á NASA í kvöld. Fann hetjuna sína á haugunum Sigurður Sigurjónsson, leikari og leikstjóri, er einlægur aðdáandi Charlie Chaplin og safnar ákaft munum sem tengjast þessum meistara þöglu myndanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.