Fréttablaðið - 25.10.2003, Page 24

Fréttablaðið - 25.10.2003, Page 24
24 25. október 2003 LAUGARDAGUR Ef hægt er að alhæfa um heilarþjóðir og halda því fram að þær þjáist af sálrænum truflunum má með góðum rökum segja að Vestur- landabúar séu haldnir „arabafób- íu“, það er „arabafælni“, en fælni eða fóbía er sem kunnugt er „ótti“ eða „styggð“ sem stafar fremur af innri vandamálum hins óttaslegna en raunverulegum og aðsteðjandi hættum. Um þetta fyrirbrigði, „arabafóbíu“ hefur verið fjallað talsvert í erlendum fjölmiðlum undanfarið að gefnu tilefni, en arabafóbía virðist hafa skotið rót- um á Vesturlöndum í kjölfar árás- arinnar á Bandaríkin 2001 og hryðjuverkastríðsins sem fylgdi í kjölfarið. Gíbraltar - Jib Al-Tarek Óttinn við araba á sér langa sögu í Evrópu. Árið 711 kom berb- inn Tarek ibn Zeyad með mönnum sínum yfir Gíbraltarsund og lagði undir sig veldi vísigota á Spáni. Nafn Tareks hins sigursæla er sjaldan nefnt í sögubókum evr- ópskra barna, en lifir þó í landa- fræðinni án þess að láta mikið yfir sér. Orðið „Gíbraltar“ þýðir nefni- lega Tarekstindur; á arabísku er það „Jib Al-Tarek“, tindur Tareks. Veldi araba á Spáni stóð síðan með miklum blóma í margar aldar undir nafninu al-Andalus, eða þar til síðasti márakonungurinn, Bóab- díl, gafst upp fyrir hinum kaþólsku hjónum Ferdínand og Ísabellu árið 1492. Bóabdíl tárfelldi eftir ósigur- inn er hann leit um öxl og virti fyr- ir sér hina fögru Alhambrahöll sem var honum að eilífu glötuð. Móðir konungsins lét þó ekki bugast og sagði kuldalega við son sinn að hann skyldi ekki gráta eins og kona yfir ríki sem hann hefði ekki getað varið eins og karlmaður. Í sigurvímunni eftir að hafa unn- ið sigur á aröbum urðu þau hjón, Ísabella og Ferdínand, síðan ásátt um að spandera hluta af herfanginu til að kosta fátækan Ítala, Kól- umbus að nafni, í langan leiðangur – en það er önnur saga. Karl martel og Svarti prinsinn Árið 732 skalf öll Evrópa á beinunum af „arabafóbíu“ og bjóst við að herskarar araba með bjúgsverð birtust á hverri stundu við sjóndeildarhring, uns þær frétt- ir spurðust út að Karl sem kallaður var „martel“ eða „hamar“ frakka- konungur hefði sigrað innrásar- menn í frægri orustu við Poitiers og fellt hershöfðingja þeirra, Abd al-Raman al-Ghafiqi. Þegar foring- inn var fallinn brast flótti á lið araba og þeir flýðu af hólmi. Poitiers var síðan stolt nafn í franskri hernaðarsögu allt til ársins 1356 í byrjun hundrað ára stríðsins, þegar enski prinsinn Játvarður sem kallaður var „Svarti prinsinn“, son- ur Játvarðs III á Englandi, gjörsigraði Jóhann góða, Jean le Bon, Frakkakonung í orrustu þar sem enskir bogmenn máttu sín meira en þungvopnað riddaralið Jó- hanns konungs og hertogans af Orleans. Jóhann góði þótti reyndar ekki atkvæðamikill sem konungur, en þótt hann væri ónýtur í ófriði var hann að sama skapi frægur fyr- ir hofmennsku sína og kurteislega framkomu sem kom því miður að litlu haldi gegn Englendingum og Svarta prinsinum. En það er líka önnur saga. Krossferðir Samskipti Evrópumanna við arabaheiminn voru ekki á jákvæð- um nótum þótt ríki Mára á Spáni hefði getað verið kristnum mönn- um góð fyrirmynd um umburðar- lyndi og hófsemi. Til dæmis voru gyðingaofsóknir óþekktar þar í landi fyrr en löngu síðar þegar Hinn heilagi rannsóknarréttur tók til óspilltra málanna við að steikja þá í eldi. Þegar krossferðir hófust í þeim tilgangi að frelsa hina helgu gröf í Jerúsalem úr höndum villutrúar- hunda flykktust hjartaprúðir evr- ópskir riddarar til Landsins helga í þeim tilgangi að hljóta aflausn synda sinna, en hin prúðu hjörtu voru full af græðgi og blóðþorsta. Þegar krossfarar sigruðu Jerúsal- em drápu þeir hvert mannsbarn sem fyrir þeim varð og blóðið flæddi um stræti og torg, og sögð- ust sumir hafa vaðið blóðstrauminn í mjóalegg. Arabar sem ekki köll- uðu allt ömmu sína í hernaði voru furðu lostnir og höfðu aldrei séð slíka grimmd, og sóru þess dýran eið að hefna ódæðisverkanna. Osama bin Laden Það er því ekki ný bóla á Vest- urlöndum að menn séu tortryggn- ir í garð araba, og „arabafóbían“ lifði góðu lífi löngu áður en arab- ískur auðmannssonur, Osama bin Laden að nafni, sté fram á svið sögunnar og sendi flugumenn sína til að drepa þúsundir saklausra manna handan við Atlantshafið í New York borg. Áður en bin Laden tók sér stöðu í brennipunkti arabafælninnar hafði mönnum lengi staðið stuggur af skuggalegum mönnum á borð við Múammar Ghaddafí í Líbíu, að ekki sé talað um æjatollana í Íran eða sjálfan Saddam Hússein í Írak. Sigurvegarinn skráir söguna Eins og menn vita er einn höf- uðkosturinn við að hafa sigur í styrjöldum sá að það kemur í hlut sigurvegarans að skrá sögu styrj- aldarinnar. Og sögur af vopnavið- skiptum Vesturlandabúa og araba eru ófagrar og geyma margar frá- sagnir um grimmd og villi- mennsku þessara fornu andstæð- inga vestrænnar menningar. Minna er um að rifja upp afrek þeirra á sviði lista og vísinda, jafn- vel þótt Vesturlandabúar hafi orð- ið að fá talnakerfi araba að láni til þess að geta síðan reiknað einföld- ustu dæmi sem voru ótrúlega snú- in meðan við vorum enn að burðast með rómversku tölurnar, eða hvernig mundi grunnskólanemum ganga að margfalda IV sinnum LXII eða að deila með CCVIII í MMCCIV? En ef arabanna hefði ekki notið við væru krakkarnir þó lausir við að þurfa að læra algebru. Bein samskipti Íslendinga og araba hafa af landfræðilegum ástæðum verið lítil og pólitísk samskipti sömuleiðis, ef undan er skilinn staðfastur stuðningur okkar friðelskandi þjóðar við innrásina í Írak, en engu að síður eru til í íslensku máli ýmis orð sem eru talin af arabískum upp- runa. Til dæmis má nefna alman- ak, dívan, sykur og tjara. Litið á araba sem vandamál Sjálfsagt er mikið af arabafælninni og kynþáttahatrinu sem Vesturlandabúar beina að aröbum ómeðvitað, enda einkenn- ist hin daglega umræða um araba í besta falli af því að við lítum á þá sem vandamál – ef ekki sem beina lífshættu og ógnun við tilveru okkar. Daglega fáum við fréttir af því að saklausir hermenn séu drepnir í Írak þar sem þeir eru við friðar- gæslu og eru að reyna að koma á lýðræði, opna skóla og sjúkrahús. Hins vegar vefst töluvert fyrir okk- ur að viðurkenna að sú styrjöld sem Íslendingar tóku þátt í gegn Írökum var að öllum líkindum ólögmæt, og þar fyrir utan hefur komið í ljós að ástæða sú sem var tilefni stríðsins, gjöreyðingarvopn, reyndist ekki fyrir hendi. Það gleymist líka að þótt árás Vesturlandabúa á arabíska þjóð hafi verið gerð í góðum tilgangi, í nafni frelsisins, rétt eins og kross- ferðirnar voru farnar í nafni trúar- innar, þá bendir margt til að græðgin hafi líka verið með í för, græðgin í svarta gullið sem arabar eiga svo mikið af. Sjúkdómur sem stafar af fáfræði Ef til vill finnst einhverjum að þessi greinarstúfur sé hliðhollur hryðjuverkamönnum, morðhund- um og glæpamönnum sem hafi fyrir löngu fyrirgert rétti sínum til að draga andann, enda sé það meginmarkmið stríðsins gegn hryðjuverkum að hafa uppi á þeim og helst koma þeim fyrir kattarnef. En svo er þó ekki. Til- gangurinn með þessari grein er ekki sá að vegsama araba eða lýsa menningarafrekum þeirra eða að- dáunarverðum trúarstyrk, þótt tilefni væri til. Arabar eru ein- faldlega hvorki betri né verri heldur en gengur og gerist um Vesturlandabúa eða mannkynið yfirleitt. „Arabafóbíu“ eða „arabafælni“ má skýra sem andlegan sjúkdóm sem stafar af fáfræði og því skiln- ingsleysi sem er afkvæmi fáfræð- innar. Að öllum líkindum er fræðslu um araba og menningar- arfleið þeirra mjög ábótavant á Vesturlöndum. Í öllu falli er arabafóbía ekki ný af nálinni í þeim heimshluta eins og sagan, og samtíðin, sýnir glögglega. thrainn@frettabladid.is Í kjölfar árásarinnar á Bandaríkin og í hita stríðsins gegn hryðjuverkum, þar sem menn eins og Osama bin Laden og Saddam Hussein leika aðalhlutverkið með hótunum sínum um árásir og voðaverk, virðist gömul veiki, fóbía eða fælni, hafa skotið aftur upp kollinum á Vesturlöndum. Þess háttar fóbía á sér langa sögu. „Arabafóbía“ ARABAFÓBÍA Ýmis hryðjuverkasamtök í arabaríkj- um hafa orðið til þess að ýta undir arabafælni á Vesturlöndum. Hér er liðsmaður Hamas-samtakanna í Palestínu fyrir utan heimili Khaled el-Hosari, sem var drepinn í loftárás Ísraelsmanna á dögunum. Á ennis- bandi Hamas-mannsins stendur „Enginn Guð nema Guð og Mú- hameð er spámaður Allah, íslömsku andófssamtökin Hamas.“ ÍRAKAR FAGNA Daglegar fregnir af dauðsföllum á meðal amerískra hermanna í Írak hafa ekki orðið til að draga úr arabafælni. Hér fagna nokkrir Írakar á rústum bandarísks her- trukks með útbrunna bandaríska eldflaug.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.