Fréttablaðið - 25.10.2003, Page 25

Fréttablaðið - 25.10.2003, Page 25
LAUGARDAGUR 25. október 2003 Þrátt fyrir alla tortryggni ígarð araba ber fjöldi töku- orða í Vesturlandamálum vott um að þrátt fyrir allt höfum við átt við þá vinsamleg sam- skipti og lært bæði eitt og annað. Sum þessara orða sem allir enskumælandi menn kannast við hafa verið tekin beint upp úr arabísku, en önnur þeirra hafa ferðast langa leið í gegn- um spænsku, ítölsku eða frönsku; eða haft viðkomu í tyrknesku, persnesku eða úrdú; eða jafnvel í hebresku eða latínu. Sem dæmi má nefna: Aðmíráll, alkemía, alfalfa (fóður), alkalí (steikja, rista), alkóhól, almanak, assassin (hassæta), kalíber (mót), kal- ífi (arftaki), karat, karafla, skák og mát (shah-mat: kóngur-dauður), kaffi, kork- ur, kotton (bómull), kúskús, elexír, fakír, felafel, gasella, gíraffi, haj (pílagrímsferð), halvah, harem, hashish, Hez- bollah (flokkur Guðs), imam (leiðtogi), íslam, kóran, lím- óna, lúta, makramé, magasín (vörugeymsla), múmía, rubai- yyat (ferhenda), safarí, salaam (friður), serki (aust- rænn maður), skarlat, sheik (öldungur), sorbet (drykkur), sófi, súk (markaðstorg), spín- at, soldán, síróp, talíbani (lærisveinn), vesír og zero (tómur). ■ Arabísk áhrif eru margvísleg á Vesturlöndum: Arabísk tökuorð MÚSLIMIR BIÐJAST FYRIR Fáfræði um menningararfleið og siði múslima á líklega sinn þátt í arabafó- bíu á Vesturlöndum. Hér biðjast Sjía- múslimar fyrir í Baghdad.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.