Fréttablaðið - 25.10.2003, Síða 46
46 25. október 2003 LAUGARDAGUR
Eins og málin liggja fyrir núnasjáum við rekstrargrundvöll
til næstu 24 mánaða,“ segir Ingvi
Hrafn Jónsson, sem yfirtekið hef-
ur rekstur Útvarps Sögu ásamt
samstarfsfólki sínu. Útvarp Saga
hefur verið flutt úr höfuðstöðvum
Norðurljósa við Lyngháls og sett
upp á 13. hæð í Húsi verslunarinn-
ar við Kringlumýrarbraut. „Ég
var hér með eitt herbergi á leigu
en nú höfum við tekið alla hæðina.
Hér er útsýni um allt og við sjáum
upp á Snæfellsnes. Hér fljúga ein-
nig hrafnar,“ segir Ingvi Hrafn
sem trúir að laugardagur sé til
lukku og því verður allt sett í
gang í dag. Venjuleg dagskrá
hefst svo á mánudag.
„Við leigðum og keyptum allan
útsendingarbúnað. Sigurður G.
Guðjónsson, forstjóri Norður-
ljósa, er guðfaðir Útvarps Sögu og
hefur haldið henni í loftinu til
þessa. Við yfirgefum gamla stað-
inn með góðri blessun hans,“ seg-
ir Ingvi Hrafn og lítur björtum
augum til framtíðar af 13. hæð-
inni í Húsi verslunarinnar ásamt
þeim Sigurður G. Tómassyni,
Hallgrími Thorsteinson og Arn-
þrúði Karlsdóttur. Ingvi Hrafn
segist leggja upp í þetta ferðalag
með jákvæðar undirtektir fyrir-
tækja og stofnana sem vilja vera
kjölfestustuðningsaðilar og aug-
lýsendur á nýrri stöð: „Við erum
ekki með neina fjárfesta með okk-
ur. Útvarp Saga er bara við.“ ■
Útvarp
INGVI HRAFN JÓNSSON
■ og samstarfsfólk hans á Útvarpi Sögu
hefur yfirtekið reksturinn og flutt í nýtt
húsnæði í Húsi verslunarinnar. Útsend-
ingar hefjast á mánudaginn.
Fréttiraf fólki
Útvarp Saga á 13. hæð
Sjáumst
hress
og kát
Starfsfólk Tate-safnsins í Londonkvartar nú sáran undan því að
þeim líði líkt og þau séu undir
áhrifum fíkniefna við störf sín í
tengslum við sýningu Ólafs Elías-
sonar. En sólarverkið var sett upp í
aðalsal safnsins fyrir nokkru og
hefur það sært Íslendinga mjög að
í flestum fjölmiðlum í Bretlandi er
Ólafur ætíð titlaður danskur.
„Verkið er mjög flippað en það
er ekki ólöglegra en sykur eða
vatn þótt starfsfólk eigi í erfileik-
um með að starfa heila vakt í saln-
um,“ sagði Vicente Todoli við fjöl-
miðla í vikunni en viðurkenndi að
Sólarverkið hefði einhvern of-
skynjunarkraft sem hefði þau
áhrif að fólki liði eins og þau væru
undir áhrifum fíkniefna.
Ekki hefur verið rætt um að
flytja verkið eða loka sýningunni
en settar hafa verið upp viðvaran-
ir á safninu og fólk varað við áhrif-
unum sem verkið getur haft. ■
ÓLAFUR ELÍASSON
Sýning hans vekur mikla athygli ytra og
starfsfólki líður eins og þau séu á lyfjum.
Myndlist
ÓLAFUR ELÍASSON
■ Sólarverkið í Tate safninu fær starfs-
fólk og gesti til að líða eins og þau séu
undir áhryfum ofskynjunarlyfa. Safnstjóri
segir ekkert ólöglegt við sýningu Ólafs.
Verki Ólafs
líkt við fíkniefni
Oft sit ég bara hérna heima álaugardagskvöldum, rölti mér
svo út á bar, fæ mér bjór og hitti
vini og kunningja,“ segir hljóð-
maðurinn Steingrímur Eyfjörð
Guðmundsson.
„Ég verð að vinna á morgun
þannig að það verður ekki útstáelsi
á mér langt fram eftir nóttu en
maður kíkir þó aðeins út á Ölstof-
una í kvöld en það er staðurinn
minn um þessar mundir.“
Steingrímur hefur starfað í ís-
lenskum bíómyndum í ellefu ár og
vinnur um þessar mundir við
hljóðupptökur á kvikmyndinni Dís:
„Það fylgir þessum bransa oft
vinna um helgar. Það er ekki svo
stór hópur fólks sem vinnur í ís-
lenskum kvikmyndum og við
þekkjumst öll svo vel að þetta er
eins og fjölskyldan manns. Oft á
tíðum er unnið úti á landi í tíma-
bundinni skorpuvinnu þar sem lít-
ið er um að vera í bænum. Stund-
um myndast ákveðinn stemmning
í hópnum og algengt er að vinnufé-
lagarnir hittist og fái sér nokkra
bjóra eftir vinnu.“
Margir kannast við Steingrím
úr hljómsveitinni Langi Seli og
Skuggarnir: „Það er að verða ansi
gömul hljómsveit en við höfum
verið að hittast aðeins undanfarið
og stilla saman strengina. Það get-
ur vel verið að við komum og spil-
um eftir áramót en svo er ég í
dúettnum Dívan Grimmi og við
ætlum að gefa út disk á næstu
mánuðum. Ég hef mikla ánægju af
allri tónlist og það kemur fyrir að
maður bresti í söng á barnum.“ ■
Laugardagskvöld
STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ
■ Hefur unnið að hljóði í íslenskum
bíómyndum í ellefu ár og kíkir oftast
með vinnufélögunum á barinn á laugar-
dagskvöldum
Brestur í
söng á barnum
STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ
Þarf oft að vinna á laugardagskvöldum en
þegar hann á frí skreppur hann á barinn
og fær sér bjór með félögunum
ÚTVARP SAGA
Bjartsýn í Húsi verslunarinnar.
Augun
Hún er ofan af Skaga og kom, sá
og sigraði á ASÍ-þinginu á dögun-
um. Augun lýsa ákveðinni eðlis-
greind sem nýst hafa henni vel á
lífsleiðinni. Hver á augun.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, nýkjörinn vara-
forseti Alþýðusambands Íslands.
Xinran kemur til Íslands ínæstu viku en hún er höfund-
ur bókarinnar Dætur Kína, sem
JPV útgáfa sendi frá sér á dögun-
um. Bók hennar er í 5. sæti met-
sölulista Amazon í Bretlandi en
hún er vitnisburður um líf kín-
verskra kvenna.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Þórólf Árnason borgarstjóra
og fyrrum millistjórnanda
ESSÓ.
Þetta var síðasta farþegaflug
þotu þessarar gerðar.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir.
Móðurást
Auðbrekku 2, Kópavogi
Meðganga og brjóstagjöf
Mikið vöruúrval
50% AFSLÁTTUR
af nokkrum innréttingum úr sýningarsal.
Trésmiðjan Borg,
Ármúla 23, s. 588 5170
Opið laugardag 10-15
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M