Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 12
HLUTABRÉF Íslenskur hlutabréfa- markaður er ekki gamall. Á tí- unda áratug síðustu aldar þróað- ist hann hratt. Bréf hækkuðu um- talsvert og áhugi almennings kviknaði. Samhliða því nutu kaupendur hlutabréfa skatta- afsláttar. Þetta voru góðir tímar og nánast ómögulegt að tapa á hlutabréfakaupum. Ekkert varir að eilífu og margir hafa síðan mátt reyna það á eigin skinni að hlutabréf eru áhættusöm. „Hlutabréf eru besti kosturinn fyrir þá sem vilja ávaxta peninga og byggja upp eignir til langs tíma,“ segir Sigurður B. Stefáns- son, framkvæmdastjóri Eigna- stýringar Íslandsbanka, á baki kápu nýrrar bókar sem hann rit- stýrði og skrifaði með samstarfs- fólki sínu hjá Íslandsbanka. Bók- in heitir Hlutabréf og eignastýr- ing. Í henni er farið yfir helstu aðferðir við kaup hlutabréfa og uppbyggingu eignasafna. „Við kynnum ýmsar aðferðir sem eiga það sameiginlegt að hafa skilað þeim sem beita þeim betri ár- angri en markaðurinn hefur að meðaltali náð,“ segir Sigurður. „Aðalatriðið er ekki hverja þess- ara aðferða maður velur, heldur skiptir mestu að halda sig við þá aðferð sem maður hefur valið. Það er ekki hægt að segja að ein aðferð sé sú besta.“ Geðshræringarnar hræðsla og græðgi eru hreyfiafl markaðar. Sigurður segir einstaklinga hafa tilhneigingu til þess að hvika frá markmiðum sínum og aðferðum þegar önnur hvor þessara geðs- hræringa nær tökum á þeim. Það sé afleitt að hlaupa milli aðferða á slíkum forsendum. hins vegar sé ekkert að því að beita saman fleiri en einni með markvissum hætti. „Það er óhætt að segja að enginn þeirra fjárfesta sem hafa náð frábærum árangri hafa hlaupið á milli aðferða.“ Reynsla bankans Í kjölfar útgáfu bókarinnar hélt Íslandsbanki kynningar- fund um efni hennar. Fullt var út úr dyrum og þurftu margir frá að hverfa. Halda varð annan fund og var einnig fullt hús á þeim fundi. Áhuginn virðist því nægur. „Ein ástæðan fyrir því að við réðumst í þessa bók var til að uppfylla knýjandi þörf sem við fundum fyrir; að fræða almenna fjárfesta. Það er lítið til af efni sem sett er fram á skipulegan hátt um fjárfestingarfræðin og þess bók fjallar um aðferðir við að velja hlutabréf.“ Sigurður segir aðra ástæðu fyrir ritun bókarinnar hafa ver- ið að kynna þær aðferðir sem urðu fyrir valinu hjá Eignastýr- ingu bankans. „Önnur er hlut- lausa leiðin svokallaða eða markaðstenging hlutabréfa. Reynsla okkar af þeirri aðferð nær til ársins 1990. Hin aðferðin sem orðið hefur fyrir valinu er það sem við köllum í bókinni virðisfjárfesting með tímasetn- ingu.“ Hlutlausa aðferðin gengur út á að kaupa sér sneið af markaðn- um í heild í sjóðum eða safni fé- laga. Hlutlausir fjárfestar reyna ekki að tímasetja kaup, heldur búa sér til safn sem líkir eftir vísitölu. Þannig eru til sjóðir sem fylgja vísitölu 15 stærstu 12 9. nóvember 2003 SUNNUDAGUR Fasteignalán • Ertu að huga að húsnæðis- eða sumarbústaðarkaupum? • Viltu minnka greiðslubyrði þína af núverandi lánum? • Viltu byggja eða breyta heima fyrir? ... eða bara nánast hvað sem er • Allt að 80% veðhlutfall • 50% afsláttur af lántökugjaldi* • 50% afsláttur af greiðslumati* • Allt að 30 ára lán • þú færð ókeypis verðmat fasteignar* ATH. Útlán eru háð útlánareglum SPH *tilboð gildir til 01.12.2003 ar gu s – 0 3- 04 85 Hlutabréf eru besta leið einstaklinga til þess að byggja upp eignir. Þau eru hins vegar áhættusöm. Þekking á hlutabréfum dregur úr áhættunni. Bækur um þetta efni hafa verið af skornum skammti á íslensku. Bókin Hlutabréf og eignastýring sem Sigurður B. Stefánsson, forstöðumaður Eigna- stýringar Íslandsbanka, ritstýrir er hvalreki á fjörur þeirra sem vilja efla þessa þekkingu: V ið sk ip ta fr ét ti r á su nn ud eg i VIÐSKIPTI Í KAUPHÖLL ÍSLANDS *Gengi bréfa síðustu sjö daga 6,25% -4,04 -6,85 -9,26 4,69% 4,35% 15 12 9 6 3 0 -3 Mesta hækkun (%)* *Gengi bréfa síðustu sjö daga 3 0 -3 -6 -9 -12 -15 Mesta lækkun (%)* Mestu viðskiptin 3.11 4.11 5.11 6.11 7.11 3.11 4.11 5.11 6.11 7.11 Pharmaco Og fjarkipti SÍF Austurbakki Sæplast Líftæknisjóðurinn Velta* Fjöldi viðskipta Lokagengi 31.10 Breyting** Íslandsbanki 2.995 283 6,3 3,28% Sjóvá-Almennar 1.774 103 37,0 0,0% Straumur 1.244 69 4,61 5,25% *Viðskipti í milljónum króna síðustu sjö daga **Breyting á gengi hlutabréfa síðustu sjö daga 12 til 15% 12 til 15% 12 til 15% 15 til 20% 30 til 100% 30 til 100% 8 til 12% ÞEKKTUR SJÁLFAN ÞIG Einkunnarorð vérfréttarinnar í Delfí eru í fullu gildi hjá kaupendum hlutabréfa. Sigurður B. Stefánsson ritstjóri bókarinnar Hlutabréf og eignastýring segir margar góðar leiðir færar. Mikilvægast sé að velja leið sem hentar hverjum og einum og víkja ekki frá henni. FJÁRFESTINGARLEIÐIR VIRÐISFJÁRFESTING VAXTARFJÁRFESTING MÓTSTRAUMSLEIÐING MOMENTUMLEIÐIN STÖÐUTAKA OG VÍXLUN MAKRÓVÍXLUN HLUTLAUS FJÁRFESTING Leitað eftir hag- stæðu hlutfallslegu verði á mælikvarða kennitalna eins og VH, PEG eða innra virði Leitað eftir fyrirtækj- um í örum vexti, en minni áhersla lögð á hlutfallslegt verð hlutabréfanna. Leitað eftir hlutbréf- um sem hafa hríð- lækkað í verði ný- lega. Valið eftir lægsta VH gildi eftir atvinnugreinum Leitað eftir fyrirtækj- um þar sem aukn- ing hagnaðar er að vaxa. Verð skiptir minna máli. Ýmsar leiðir og oft er aðeins byggt á tæknigreiningu hlutabréfaverðs og ekki litið á hvert fyr- irtækið er. Hlutabréf ekki valin sérstaklega heldur keypt sneið af heil- um markaði, land- fræðilega eða eftir greinum. Hlutabréf ekki valin sérstaklega heldur keypt sneið af heil- um markaði, land- fræðilega eða eftir greinum. Grunngreining Grunngreining Grunngreining Grunngreining Tæknigreining e.t.v. Ásamt grunngrein- ingu Tæknigreining e.t.v. Ásamt grunngrein- ingu Greiningar ekki þörf Fjárfestir Fjárfestir Fjárfestir Fjárfestir, víxlari Víxlari, spákaupmaður Spákaupmaður, víxlari Fjárfestir Ekki Ekki Ekki Almennt ekki, en þekkist þó Tímasett Tímasett Ekki Meira Meira Meira Meira Mest Mest Minna Hvernig eru fyrirtæki valin? Helsta greinging- arleið Viðskipti tímasett eða ekki Áhættustig Algeng markmið um ávöxtun Fjárfestir, spá- kaupmaður eða víxlari FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Það er hægt að ávaxta eignir án mikilla sveiflna með því að setja pening í banka eða kaupa ríkisskuldabréf eða skulda- bréf traustra fyrirtækja. Þá eru menn almennt ekki að ná nema 5 til 7% ávöxtun sem gerir tvöföldun á 12 til 15 árum. Það er engin leið að ná meiri ávöxtun en það nema að fjárfesta í hluta- bréfum líka ,,Leiðin til eignasöfnunar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.