Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 33
33SUNNUDAGUR 9.nóvember 2003 Alan Smith skoraði fyrir Leeds og jafnaði stöðuna í 1-1. Gary O’Neil kom Portsmouth yfir að nýju skömmu fyrir hlé og heimaliðið bætti fjórum mörkum við í seinni hálfleik. Wolves og Birmingham skildu jöfn á heimavelli Úlfanna. Finn- inn Mikael Forsell kom gestunum yfir snemma í seinni hálfleik en Norðmaðurinn Steffen Iversen jafnaði fyrir heimaliðið um miðj- an hálfleikinn. Jóhannes Karl Guðjónsson var meðal varamanna Úlfanna en var ekki skipt inn á. ■ STAÐAN L U J T Stig Arsenal 12 9 3 0 25:10 30 Chelsea 11 8 2 1 21:9 26 Man. United 11 8 1 2 21:6 25 Charlton 12 6 3 3 19:15 21 Birmingham 12 5 5 2 11:8 20 Man. City 11 5 3 3 22:12 18 Fulham 12 5 3 4 22:18 18 Liverpool 11 5 2 4 17:12 17 Southampton 12 4 5 3 10:7 17 Newcastle 11 4 4 3 16:13 16 Portsmouth 12 4 3 5 17:16 15 Middlesbrough 12 4 2 6 11:15 14 Tottenham 12 3 3 6 11:16 12 Bolton 12 2 6 4 9:19 12 Aston Villa 12 2 5 5 9:15 11 Everton 11 2 4 5 12:15 10 Wolves 12 2 4 6 8:24 10 Leicester 11 2 2 7 16:21 8 Blackburn 11 2 2 7 15:21 8 Leeds 12 2 2 8 11:31 8 LEIKIR Í DAG Chelsea - Newcastle Liverpool - Man. United Man. City vs Leicester LEIKUR Á MORGUN Blackburn - Everton ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Arsenal - Tottenham 2-1 Robert Pires, Fredrik Ljungberg - Darren And- erton Aston Villa - Middlesbrough 0-2 Boudewijn Zenden, Michael Ricketts Bolton - Southampton 0-0 Charlton - Fulham 3-1 Graham Stuart, Jonatan Johansson 2 - Sean Davis Portsmouth - Leeds 6-1 Dejan Stefanovic, Gary O`Neil 2, Hayden Foxe, Patrik Berger, Yakubu Aiyegbeni - Alan Smith Wolves - Birmingham 1-1 Steffen Iversen - Mikael Forsell FÓTBOLTI Stuttgart heldur tveggja stiga forystu á Werder Bremen eftir 2-0 sigur á Eintracht Frank- furt í gær. Imre Szabics skoraði snemma leiks eftir en Kevin Kuranyi bætti seinna markinu við um miðjan seinni hálfleik. Bremen gerði góða ferð til Hannover og gersigraði heima- menn 5-1. Það kom ekki að sök þó Brimaborgarar léku án Ailton, markahæsta leikmanns Búndes- lígunnar. Paragvæinn Nelson Haedo-Valdez og og Króatinn Ivan Klasnic skoruðu tvö mörk hvor. Þórður Guðjónsson var meðal varamanna Bochum þegar félagið burstaði Kaiserslautern 4-0. Vara- maðurinn Alexander Madlung tryggði Herthu sigur á Borussia Mönchengladbach. Hann skoraði með sinni fyrstu snertingu þrem- ur mínútu fyrir leikslok. Bayern München leikur gegn Borussia Dortmund á heimavelli í dag. Félagið er í sjötta sæti Búndeslígunnar, níu stigum á eft- ir Stuttgart. Síðasta vika var Bæjurum erfið. Þeir töpuðu 2-0 fyrir Schalke í deildinni fyrir viku og 2-1 fyrir franska félaginu Lyon í Meistaradeildinni á miðvikudag. Leikmenn Bayern fóru í gær í æf- ingabúðir í Tegernsee, um 100 kílómetra fyrir sunnan München, og verða þar fram að leik. „Þar förum við yfir allt sem fór úr- skeiðis,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern. „Vonandi snýst allt okkur í hag í þessum leik,“ sagði hollenski sóknarmaðurinn Roy Makaay, Hann hefur fengið sinn skammt af gagnrýninni þrátt fyrir að hafa skorað manna mest fyrir félagið í Búndeslígunni og Meistaradeild- inni. Dortmund er tveimur sætum fyrir ofan Bayern en félagið hefur ekki unnið á Ólympíuvellinum í München síðan 1991. Bæði Bayern og Dortmund þurfa á sigri að halda til að halda í við Stutt- gart, Bayer Leverkusen og Werder Bremen. ■ Þýska Búndeslígan: Stuttgart held- ur sínu striki ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Hamburg - 1860 München 3-1 Bernardo Romero 2, Mehdi Mahdavikia - Danny Schwarz Bochum - Köln 4-0 Vahid Hashemian, Peter Madsen, Raymond Kalla, Miroslav Stevic Hertha Berlín - Bor. Mönchengladbach 2-1 Carlos Luizao, Alexander Madlung - Vaclav Sverkos Hansa Rostock - Kaiserslautern 4-0 Rene Rydlewicz, Antonio Di Salvo 2, Martin Max Hannover - Werder Bremen 1-5 Jiri Stejner - Nelson Haedo-Valdez 2, Ivan Klasnic 2, Fabian Ernst Eintracht Frankfurt - Stuttgart 0-2 Imre Szabics, Kevin Kuranyi Freiburg - Wolfsburg 3-2 Alexander Iashvili 3 - Marko Topic, Maik Franz STUTTGART Kevin Kuranyi og Imre Szabics skor- uðu fyrir Stuttgart sem heldur tvegg- ja stiga forystu á toppi þýsku Búndeslígunnar. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Alþjóða frjáls- íþróttasambandið hefur dæmt Dwain Chambers, Evrópumeist- ara í 100 metra hlaupi, í keppnis- bann vegna lyfjamisnotkunar. THG-sterar greindust í B-sýni sem rannsóknarstofa í Los Angel- es athugaði á mánudag. Sama efni greindist A-sýninu. „Ég tel að niðurstöður úr B- sýninu færi ekki sönnur á eitt eða neitt,“ sagði Graham Shear, lög- fræðingur Chambers. „Þetta er upphafið að löngu ferli. Enginn getur ákvarðað sekt Chambers fyrr en viðunandi svör hafa feng- ist.“ Hann hefur frest til 8. desem- ber til að fara fram á yfirheyrslur. Chambers gæti fengið allt að tveggja ára keppnisbann og gangi það eftir missir hann af Ólympíu- leikunum í Aþenu á næsta ári og samkvæmt reglum Breska ólymp- íusambandsins fær hann ekki framar að keppa á Ólympíuleik- um. Chambers var í sveit Breta sem vann til silfurverðlauna í 4x100 metra hlaupi á Heimsmeist- aramótinu í sumar. Ekki er ljóst hvort sveitin verður svipt verð- laununum. ■ DWAIN CHAMBERS Evrópumeistarinn hefur verið dæmdur í keppnisbann af Alþjóða frjálsíþróttasambandinu. Lyfjamál: Chambers í bann HANDBOLTI Magdeburg sigraði Barcelona 28-26 á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Magdeburg leiddi allan leikinn og náði fimm marka forystu þegar tíu mínútur voru til leikhlés og sex marka forystu þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Barcelona náði að minnka muninn í 14-12 fyrir hlé og þegar hálf mínúta var til leiksloka munaði aðeins einu marki. Stefan Kretzschmar skoraði lokamarkið en hann var marka- hæstur með ellefu mörk. Sigfús Sigurðsson skoraði eitt marka Mag- deburg. Enric Masip skoraði sex mörk fyrir Barcelona og Ungverj- inn Laszlo Nagy fimm. ■ STEFAN KRETZSCHMAR Skoraði markið sem tryggði Magdeburg sigur á Barcelona. Meistaradeildin í handbolta: Magdeburg vann FÓTBOLTI Celtic burstaði Dunferm- line 5-0 í skosku úrvalsdeildinni í gær og er forysta félagsins í deild- inni orðin átta stig. Rangers getur minnkað forskotið í fimm stig en skosku meistararnir heimsækja Kilmarnock í dag. Það leit lengi vel ekki út fyrir þennan stórsigur Celtic. John Hartson skoraði um miðjan fyrri hálfleikinn og var staðan óbreytt þar til Hartson skoraði öðru sinni þrettán mínútum fyrir leikslok. Ross Wallace setti þriðja markið og var það fyrsta mark þessa átján ára leikmanns fyrir Celtic. Hann lagði síðan upp fjórða markið fyrir Slóvakann Stanislav Varga en Svíinn Henrik Larsson setti fimm- ta markið undir lokin. Motherwell vann Dundee 1-0 á útivelli í gær og Livingston sigraði botnlið Partick 2-0. Hibernian og Dundee United skildu jöfn, 2-2, í Edinborg. ■ CELTIC Henrik Larsson og Chris Sutton fagna marki Svíans gegn Dunfermline í gær. Skoska knattspyrnan: Átta stiga forskot Celtic

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.