Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 24
24 9. nóvember 2003 SUNNUDAGUR Barnaníðingar eru farnir að nota nýja tækni, skiptiforrit á Netinu, til að dreifa barnaklámi. Þessi tækni gerir yfirvöldum enn erfiðara að hafa uppi á misindismönnunum sem leggja snörur sínar fyrir stöðugt fleiri börn. Mikil eftirspurn virðist kalla á æ meiri framleiðslu: Barnaklám grasserar á Netinu Lögreglan í Palermo setti uppbarnaklámsíðu á Internetinu í sumar og egndi þannig gildru fyrir þá sem leita að slíku efni á Netinu. 68 manns bitu á agnið og í þeim hópi er, eftir því sem næst verður komist, einn Íslendingur. Frétta- blaðið hefur heimildir fyrir því að lögreglan í Reykjavík hafi annað eldra og sambærilegt mál, sem kom upp í Feneyjum, til rannsókn- ar en þar kemur Íslendingur ein- nig við sögu. Smári Sigurðsson, hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, hefur staðfest það í samtali við Fréttablaðið að barnakláms- málið, sem á upptök sín í Ítal- íu, hafi komist inn á borð embættisins í sumar. Kapphlaup við tímann Það vill þó, illu heilli, þannig til að barnaníðingar eru farnir að færa sig inn á aðr- ar brautir á Internetinu. Þeir sækja minna í sérstakar síður og skiptast frekar milliliðalaust á barnaklámefninu sem gerir yfirvöldum enn erfiðara að hafa hendur í hári þeirra. Und- anfarið hefur orðið sprenging í notkun barnaníðinga á svokölluð- um skiptiforritum sem kennd alla jafna eru kennd við Napster og KaZa og fólk hefur fyrst og fremst notað til að skiptast á tónlist. Þessi þróun veldur yfirvöld- um í Bretlandi og víðar þung- um áhyggjum þar sem eftir- spurnin eftir efni virðist hafa snaraukist í kjöl- farið og það versta er að fórnar- lömbum níðinganna fer vitaskuld einnig fjölgandi eftir því sem framleiðslan á klámefninu verður örari. Breska blaðið The Guardian greinir frá því að lögreglumenn út um allan heim séu nú daglega í kappi við tímann að reyna að hafa uppi á börnum sem beitt eru kyn- ferðislegu ofbeldi, sem sjá má á myndum og upptökum af voðaverkunum sem dreift er með skiptiforritum á Netinu. Milliliðalaus sjálfsþurftar- búskapur Lögreglumenn hjá Scotland Yard í Bretlandi fullyrða að barnaníðingar hafi flestir fært sig yfir á þessi frjálsu samskipta- forrit og stærstur hluti umferðar barnakláms á Internetinu fari nú eft- ir þessum brautum. Stærsti kosturinn fyr- ir misindismennina í þessu tilfelli er sá að þeir fá beinan og milliliðalausan að- gang að barnaklám- efni í hörðum disk- um félaga sinna hvar sem er í heiminum. Þeir þurfa því ekki að gerast meðlimir í neinum sérstökum barna-klámshring með lykilorð að ákveðnum netþjónum. Þá er enginn þriðji aðili sem fylgist með þeim og þeir vaða bara beint inn á tölvur annarra og losna við að eiga sam- skipti við þá á spjallrásum og fréttagrúppum þar sem hægt er að hafa auga með þeim. Viðskipti þeir- ra byggjast á hreinum og klárum vöruskiptum og er því ókeypis og þeir þurfa því ekki að skilja eftir sig slóð með, til dæmis, greiðslu- kortanúmeri. Þar sem um hreinan og kláran sjálfsþurftarbúskap er að ræða leg- gja menn ofurkapp á eigin fram- leiðslu barnaklámsefnis sem stofn- ar vitaskuld æ fleiri börnum í hættu. Það hryllilegasta í þessu öllu saman er svo að lögreglumenn geta sótt efnið, skoðað það og fylgst með örlögum barnanna án þess að geta veitt þeim nokkra björg þar sem það getur tekið mánuði og jafnvel ár að finna út hvar í heiminum voðaverkin eru framin, ef það tekst þá yfirleitt. 20% stórhættulegir börnum Lögreglumenn sem sérhæfa sig í leit að barnaníðingum á Netinu segja það deginum ljósara að menn séu að nota sín eigin börn og börn nágranna sinna í þessum til- gangi auk þess sem það megi ganga út frá því sem vísu að í mörgum tilfellum hafi þeir rænt börnunum, haldi þeim nauðugum og misnoti þau upp á hvern einasta dag. Lögreglan þarf þannig að horfa máttlaus upp á börnin eldast og kveljast á tölvuskjám sínum án þess að geta veitt þeim nokkra hjálp. Scotland Yard hefur lýst því yfir að það efni sem stofnunin hafi fundið á þessum skiptiforritum sé mun grófara en gengur og gerist á öðrum slóðum barnaníðinga á Net- inu og áætlar að um 20% þeirra sem notfæri sér þessa þjónustu séu „stórhættulegir börnum“. Misnotkun í „beinni“ á Net- inu Scotland Yard komst á snoðir um barnaklámsskiptin á Netinu fyrir tilviljun, þegar verið var að rannsaka annað mál en yfirvöld í Bretlandi hafa þegar tekið saman lista yfir 800 menn sem þau gruna um að standa í þessum viðskiptum í landinu. Flestir eru eingöngu að sækja efni og gera öðrum það sem þeir eiga í fórum sínum aðgengi- legt. Það liggur þó í augum uppi að inn á milli eru menn sem eru stórtækir í framleiðslu efnisins. Lögreglan í Bretlandi hafði þan- nig til dæmis uppi á manni sem hafði komið fyrir netmyndavél í svefnherbergi dóttur sinnar þar sem hann tók sjálfan sig upp með henni og deildi myndböndunum með öðrum níðingum á Netinu. Lögreglan kallar slíka menn „rauntímaníðinga“ þar sem þeir dæla fersku efni inn á Netið nán- ast daglega. Þrátt fyrir afköst níðinganna er það síður en svo hægðarleikur að hafa upp á þeim en ein aðferðin sem lögreglan notar er sú að rýna í bakgrunn klámefnisins og reyna þannig að finna einhverjar vísbendingar um uppruna efnisins, það er að segja hvort einhver staðar glitti í símaskrá, dagblað eða hvað sem er annað sem geti komið henni á sporið. Oftar en ekki er þetta þó vonlaust þar sem börnunum virð- ista haldið í algerlega auðum her- bergjum þar sem misnotkunin fer fram. Alþjóðlegt vandamál Í einu máli sem er til rann- sóknar fylgjast lögreglumenn með stúlku á táningsaldri sem er haldið fanginni og er misnotuð ít- rekað. Alþjóðleg lögregluyfir- völd hafa einungis náð að slá því föstu að stúlkan sé fangi ein- hvers staðar í Bandaríkjunum. Alríkislögreglna þar í landi reyn- ir allt sem í hennar valdi stendur til að finna stúlkuna en á meðan koma stöðugt nýjar myndir af misnotkun hennar inn á KaZa og fleiri skiptiþjóna. Gemma Holland starfar hjá samtökum sem berjast gegn barnaníðingum í Evrópu. Samtök hennar hafa undir höndum yfir 600.000 myndir af misnotkun barna og hún segir í samtali við The Guardian að þetta sé alþjóð- legt vandamál. „Misnotkunin gæti átt sér stað í næsta bæ eða einhvers staðar í nágrenni þínu. Vandamálið er aftur á móti að hægt er að nálgast þetta efni hvar sem er í heiminum. Það er því okkar helsta og mikilvægasta verkefni að bera kennsl á börnin sem verið er að misnota.“ Eðli Internetsins og efnis- skiptaforritanna gerir yfirvöld- um sérstaklega erfitt að átta sig á raunverulegu umfangi barna- kláms á Netinu og hversu mörg börn séu misnotuð í þessum ann- arlega tilgangi en stofnun sem heldur utan um lista yfir týnd og misnotuð börn í Washington full- yrðir að tilkynningum um bar- naklám á Netinu hafi aukist um 400% á þessu ári. Ótrúlegur ásetningur Yfirvöld í Bretlandi stefna að því að sameina starfsemi ólíkra deilda innan lögreglunnar sem hafa verið að eltast við barnaníð- inga. David Wilson, prófessor í af- brotafræði við háskóla í Birming- ham, segir þessa samskiptatækni á Netinu sýna einbeittan brota- vilja barnaníðinganna í sinni allra verstu mynd og bendir á að yfir- völd hafi hingað til eytt kröftum sínum í að hafa uppi á röngum að- ilum. „Við höfum einbeitt okkur að því að finna þá sem sækja sér þetta efni frekar en að beina sjón- um okkar að þeim sem framleiða það. Yfirvöld verða að hugsa að- ferðir sínar upp á nýtt og einbeita sér að þeim sem sjá þessum skiptiforritum fyrir efni. Lögregl- an hefur einfaldlega ekki verið að ná þeirri gerð barnaníðinga sem mikilvægast er að taka úr umferð en það verður að leggja mestan tíma og mannskap í að ná þeim sem framleiða barnaklámið.“ thorarinn@frettabladid.is Í einu máli sem er til rannsóknar fylgjast lögreglumenn með stúlku á táningsaldri sem er haldið fanginni og er misnotuð ít- rekað. Alþjóðleg lögreglu- yfirvöld hafa einungis náð að slá því föstu að stúlkan sé fangi einhvers staðar í Bandaríkjunum.“ ,, Það hryllilegasta í þessu öllu saman er svo að lögreglumenn geta sótt efnið, skoðað það og fylgst með örlögum barnanna án þess að geta veitt þeim nokkra björg þar sem það getur tekið mánuði og jafnvel ár að finna út hvar í heimin- um voðaverkin eru framin, ef það tekst þá yfirleitt. ,, Ég hef rökstuddan grun um aðmaður sem var handtekinn í tengslum við umfangsmikil barnaklámsmál fyrr á árinu sé far- inn að leita fyrir sér á ný á Einka- málum.is,“ segir maður sem fylgst hefur með umferð á stefnumóta- þjónustunni Einkamál.is á Internet- inu. „Ég veit að hann leitaði að krökkum þarna á sínum tíma og hef mínar heimildir fyrir því að hann sé kominn aftur. Ég gerði sjálfur til- raun, til þess að kanna umfang og eftirspurn eftir svona efni, og setti inn auglýsingu á vefinn þar sem ég sagðist vera 16 ára gamall og lang- aði að kynnast „stelpum á mínum aldri og strákum sem eru svolítið eldri,“ eins og ég orðaði það. Svörin létu ekki á sér standa og fyrsta sól- arhringinn fékk ég yfir sextíu svör. Þau voru flest frá karlmönnum á aldrinum 30 til 40 ára sem sögðust vera tilbúnir til að leiðbeina mér. Einn segist til að mynda eiga mikið úrval af hjálpartækjum sem hann vilji nota með mér. Hann segist ekki telja mig tilbúinn í endaþarmsmök að svo stöddu og vill byrja á munn- mökum. Ég svaraði sumum og viður- kenndi þá að ég væri ekki alveg orðinn 16 ára og einum sagði ég að ég væri bara 14. Þetta dró þó síður en svo úr áhuga þessara manna og mér finnst það með hreinum ólík- indum að það sé til mýgrútur af mönnum í kringum fertugt sem eru tilbúnir til að leggjast með táningi undir því yfirskyni að þeir ætli að kenna honum á kynlífið. Það er svo auðvitað fyrir neðan allar hellur ef þessi tiltekni maður er í þessum hópi. Að það skulið líðast að menn fái smá tiltal uppi á Hverfisgötu og geti svo haldið áfram þessari iðju og lagt snörur sínar fyrir táninga og börn á Netinu.“ ■ BARNANÍÐINGUR SNÝR AFTUR? Menn sem telja sig vita fyrir víst hvaða leyninafn meintur barnaníðingur, sem komst í fréttir fyrr á árinu, þegar hann var handtekinn með gríðarlegt magn klámefnis undir höndum, notar á www.einkamal.is full- yrða að hann hafi snúið aftur á gamlar veiðilendur. Auglýsingin hans er býsna sakleysisleg en hann segist sækjast eftir kynn- um við stúlkur undir 35 ára aldri. Hann segist vera í góðri stöðu, heiðarlegur og barngóð- ur. Hann flokkar einnig börn sem áhugamál og finnst gott að kúra fyrir framan sjónvarpið. Þeir sem telja sig vita betur fullyrða að þarna fari úlfur í sauðargæru með raunverulegan áhuga á börnum fremur en kvenkyns jafnöldrum sínum. HORFIÐ SAKLEYSI Barnaklám grasserar á Internetinu. Barnaníðingar nota nýja tækni til að dreifa efninu. Lögreglan er í kappi við tímann við að hafa uppi á níðingunum. Æ fleiri börn eru svipt æsku sinni og eru á degi hverjum fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar, án þess að lögreglan geti nokkuð að gert nema horfa á hryllinginn, - í beinni útsendingu á Netinu – án þess að vita hvar í heiminum hann eigi sér stað. mér finnst það með hreinum ólíkindum að það sé til mý- grútur af mönnum í kringum fertugt sem eru tilbúnir til að leggjast með táningi undir því yfir- skyni að þeir ætli að kenna hon- um á kynlífið. ,, Viðmælandi Fréttablaðsins hefur rökstuddan grun um að maður sem handtekinnvar vegna umfangsmikils barnakláms fyrir ári, sé aftur kominn á kreik. Viðmæl-andinn gerði jafnframt tilraun og setti póst á Netið þar sem hann þóttist veratáningur í leit að kynnum. Svörin stóðu ekki á sér, og voru flest frá eldri mönnum: Yfir sextíu svör á sólarhring

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.