Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 21
21SUNNUDAGUR 9. nóvember 2003 Ég sá fyrst forsíðuna á Píku-torfunni í danska lífsstíls- magasíninu Eurowoman, þar sem hún hét Fittstim upp á tungu þar- lendra og var að sögn blaðsins þá nýkomin út í Kaupmannahöfn eft- ir að hafa farið eins og hráblautur stormur um Svíþjóð árið á undan. Ég var nýtekinn við útgáfustjórn Forlagsins, svolítið vankaður yfir því hve sú upphefð hafði borið brátt að, og í dirfskufullu bráð- ræði ákvað ég að kýla á íslenska útgáfu. Eiginkona mín hafði keypt eintak úti í Danmörku og ég las megnið af bókinni og hreifst af kraftinum í þessum sænsku stelp- um. Svona ákveðni yrðu íslenskir lesendur að fá. Ég setti mig í sam- band við heppilega þýðendur, rétt- urinn var keyptur, umbrotið sent að utan og allt fór af stað. Þýðendurnir voru hinn ógur- legi femínistahópur Bríet sem ætti að vera alþjóð kunnur fyrir baráttu sína fyrir jafnrétti kynj- anna og endurskilgreiningu kyneinkenna í ímyndarheiminum. Þótt hópurinn „kæmi að málinu“, eins og nú er sagt, reyndist þó fyrst og fremst ein Bríeta, Hug- rún Hjaltadóttir, vera sú sem líkt og gula hænan bæði sáði, þreskti og bakaði brauðið en skipti molun- um síðan með hinum. Mikil her- ferð fór í gang, plaggöt voru límd upp um allan bæ, auglýsingar birtar, útgáfuhátíð haldin og um bókina spunnust miklar umræður, enda er þetta ein af örfáum bók- um af þessari tegund sem komið hafa út á íslensku hin síðari ár. Sjálf píkumyndin, leggjaloðna konan í grænu nærbuxunum, vakti feikiathygli, og skiptust menn þar mjög í tvo flokka. Ann- ar afneitaði tilvist píkunnar með þeim röksemdum að svona væru engar konur, en hinn flokkurinn dáðist að slitinu, bólunum, bláæð- unum og hárvextinum. Enn er ég með Píkutorfuplaggat uppi á vegg hjá mér á skrifstofunni og það bregst ekki að í hverri viku finnur einhver sig knúinn til að segja eitthvað um það. Fólk hefur jafn- vel beðið mig vinsamlegast um að rífa það niður ef ekki eigi að kæra mig fyrir innanhússarkitektinum. Plaggatið er ekki klámfengið, enda fagurfræðin ekki á erótísku nótunum, en í því er án efa kyn- ferðisleg ögrun. Það biður mann um að taka afstöðu til píkunnar og þess sem henni fylgir. Það er ákaflega misjafnt hve vel fólk er upplagt fyrir slíka áskorun. En eftir allt sem ég hef gengið í gegnum vegna þessarar þéttu Píkutorfu hef ég stundum orðið svolítið hnugginn þegar ég les í fjölmiðlum um einhverja Píku- torfu sem Bríet segist hafa „gefið út“. Ég kannast bara við mína góðu gömlu Píkutorfu og finnst mínar gömlu vinkonur í Bríet sveigja á þessum stundum full ná- lægt þeim karllega sið að eigna sér afrek annarra. En það er nú bara svona, það er erfitt að slep- pa, hafi maður einu sinni haldið á heilli torfu af píkum.“ Ég hafði frétt það hjá nágrannamínum að það hefði einhver undarlegur náungi verið á vappi fyrir utan hjá mér í hádeginu. Ég kannaðist við lýsinguna á honum og var ekki beint glaður. Ég var sjálfur að koma frá útlöndum, með brotna tönn eftir að hafa bit- ið í þurrkaðan ávöxt sem sessu- nautur minn í flugvélinni hafði boðið mér úr afar gömlum bréf- poka. Það var komið fram á kvöld og heimilið ein rjúkandi rúst. Ég hafði fengið frekar meinleysisleg- an iðnaðarmann til að sjá um að brjóta niður vegg milli eldhúss og stofu á meðan ég var í burtu. Í veggnum reyndust vera helstu lagnir hússins - bæði raf- og skólplagnir. Aðkoman var hreint ekki fögur - veggurinn var sann- arlega hruninn, en hann lá á víð og dreif á stofugólfinu og ekkert benti til þess að verkið yrði klárað á næstunni – enda kom það síðar í ljós að iðnaðarmaðurinn hafði vonda samvisku og farinn til starfa í öðru landi. Ég var ekki fyrr kominn inn úr dyrunum og klofað yfir steypu- brot og sementspoka þegar sím- inn hringdi. Á línunni var afar hryggur rithöfundur sem sannar- lega þurfti athygli og umhyggju - vandræði hans voru svo stórkost- leg að ekki er hægt að segja frá þeim hér. Hann var staddur í tíkallasíma á Reykjavíkurflugvelli á leið aust- ur á Egilsstaði en hann hljómaði á einhvern hátt mjög ósannfærandi líkt og sú ferð yrði aldrei farin. Skyndilega, í miðju samtalinu, heyri ég ægilegan hávaða frammi á gangi og einhver var augljós- lega að brjóta sér leið inn. Það er engu líkara en hár hlaði af sem- entspokum hrynji í gólfið og í kjölfarið ryður veran út úr sér runu af gamaldags skammaryrð- um. Ég slít símtalinu, rýk fram á gang og á móti mér kemur hóstan- di maður, með logandi vindil í munnvikinu. Ég horfi á manninn, sem er jafnbreiður og ég er stór, og mér dettur í hug orðin. Illvilji. Húsasund. Og myrkraverk. Og af- tökur. Man eftir ólesnu handriti. Og þegar hann sveiflar hrömmun- um í átt til mín koma í huga mér uppörvunarorð endurskoðanda forlagsins...“ Snæbjörn Arngrímsson, útgefandi hjá Bjarti: Eins og persóna í harðsoðnum reyfara SNÆBJÖRN ARNGRÍMSSON BJARTUR Hver er hin dularfulla vera sem ryður sér braut inn á skrifstofu Snæbjörns hóstandi í gegnum sementsský með vindil í munnvikinu. bíl hótelstjórans Kristján B. Jónasson, útgáfustjóri Forlagsins: Dagar með píkum KRISTJÁN B. JÓNASSON – FORLAGIÐ Hér við hið alræmda Píkutorfuplaggat. Eitt af fyrstu verkefnum Kristjáns sem útgáfustjóra. Honum sárnar stundum þegar Bríetarnar eigna sér heiðurinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD ÍS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.