Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 16
16 9. nóvember 2003 SUNNUDAGUR Alþingi við Austurvöll er líflegur vinnustaður og þar komast ætíð færri að en vilja og eins og gengur þurfa sumir að taka saman föggur sín- ar eftir fjögur ár og leita á ný mið. Nokkur fjöldi sitjandi þingmanna hlaut þessi örlög eftir kosningar en hvar eru þau nú? Fréttablaðið leit- aði þau uppi og spurði þau hvað þau hefðu tekið sér fyrir hendur: Ég hef unnið sjálfstætt aðýmsum verkefnum en ég kom úr ráðgjafarumhverfi inn á þingið og hef tekið þann þráð upp aftur,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, fyrrverandi þing- maður Framsóknarflokksins, sem hvarf af vettvangi áður en síðasta kjörtímabili lauk. „Þannig standa málin í dag en þetta getur allt breyst. Það eru vissulega ákveðnir þættir sem ég sakna úr þinginu eins og gengur en það eru þá ekki síst félagarnir og vinnan í fjárlaga- nefndinni. Það er mjög margt af þessu afskaplega skemmtilegt en svo er annað sem ég sakna ekki neitt en ég ætla ekkert að fara að nefna það hér. Ég er ekk- ert kvalinn af söknuði en heldur ekkert upprifinn yfir því að vera laus. Þetta var mjög ánægjulegur tími og góð reynsla. Ég finn auðvitað enn fyrir því þegar það koma upp mál sem ég hef áhuga á að þá langar mig til að taka þátt í þeir- ri umræðu. Það eru margar leiftrandi persónur á Alþingi og þó stjórnmálaheimurinn sé virðulegur þá er hann líka ævin- týraheimur í bestu merkingu þess orðs.“ Kemst yfir viðbrigðin „Ég er nú bara að kenna,“ segir Sigríður Jó- hannesdóttir sem sat á þingi fyrir Samfylking- una. „Ég var kennari áður en ég fór á þing og mun halda því áfram þar til annað kemur í ljós. „Ég væri meiriháttar hræsnari ef ég játaði það ekki að ég saknaði þingsins. Ég sakna fólksins sem ég vann með og það er skemmti- legur andi á þingi. Þarna er mik- ið af skemmtilegu fólki og þetta er búið að vera vinnustaður manns í tvö kjörtímabil þannig að þetta eru viðbrigði en þetta er svo sem ekkert sem ég get ekki komist yfir. Þetta er bara eins og það er og þegar maður skiptir um umhverfi þá saknar maður einhvers.“ Aftur í grasrótina „Ég er á þingi eins og er sem varamaður fyrir Jón Bjarnason en annars er ég náttúrlega bara að vinna í mínu fagi, mest í um- hverfis- og landslagsráð- gjöf,“ segir Árni Steinar J ó h a n n s s o n sem sat á þingi fyrir V i n s t r i græna. „Ég var umhverf- isstjóri á Akureyri áður en ég fór á þing en sú staða sem ég var í var lögð niður á miðju kjör- tímabilinu vegna skipulags- breytinga hjá Akureyrarbæ þannig að ég starfa nú í faginu á mínum eigin vegum.“ Árni Steinar segir blendnar tilfinningar fylgja því að setjast aftur inn á sinn gamla vinnu- stað. „Ég var nú kominn í annan gír í mínu fagi á nýjan leik en það er að vissu leyti svolítið spennandi að fara aftur út í venjulega vinnu, getum við sagt, í samfélaginu og komast í gras- rótina. Það er þroskandi fyrir pólitíkus þó maður hafi nú bara verið eitt kjörtímabil inni á þingi. Ég kem nú bara inn sem varamaður í tvær vikur, þannig að þetta er stuttur tími, en það er gaman að hitta kollegana.“ Fjarnám og nefndarsetur „Ég er nú bara sinna ýmsum stjórnar- og nefndarstörfum en ég er í stjórn Byggðastofnunar, stjórn RARIK, nefnd um stofn- un þjóðgarðs norðan Vatnajök- uls, verkefnisstjórn um samein- ingu sveitarfélaga og mörgum fleiri nefndum og stjórnum,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir fyrrverandi þingkona Sjálf- stæðisflokksins. „Svo er ég í Há- skólanum á Akureyri í fjarnámi að læra auðlinda- og rekstrar- Stjórnarsetur og steypuhræringar Sigríður Ingv-arsdóttir, sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, hefur aðallega verið að sinna fjöl- skyldunni frá því hún hætti á þingi og er að byrja að svipast um eftir nýju starfi. Hún segist þó hvergi nærri komin út úr hringiðu þjóð- málaumræðunnar og heyrir reglu- lega í flokkssystrum sínum á þingi. Kjartan Ólafsson situr á þingisem vara- þ i n g m a ð u r fyrir Sjálf- stæðisflokkin um þessar mundir en gegnir einnig starfi stöðvar- stjóra Steypu- stöðvar Suður- lands á Sel- fossi. Kristján Páls-son fór í sér- framboð fyrir kosningar og náði ekki inn á þing. Hann hef- ur verið að vinna að verk- efnum fyrir ferðamálasam- tök Suðurnesja auk þess sem hann stundar sagn- fræðinám við Háskóla Íslands. Katrín Fjeldsted er í hópiþeirra þingkvenna Sjálf- stæðisflokks- ins sem áttu ekki aftur- kvæmt á þing að loknum kosningum. Hún er lækn- ir og starfar sem slíkur. Adolf H.B e r n d s e n tók sæti Vil- hjálms Egils- sonar á síðari hluta síðasta kjörtímabils en náði ekki aftur inn á þing að loknum kosn- ingum. Hann hefur meðal annars setið í stjórn Brims frá árinu 2002. Er líf að lokinni þingsetu? HEFUR HAFT Í NÓGU AÐ SNÚAST Lára Margrét Ragnarsdóttir situr sem varamaður á þingi um þessar mundir en hefur haft í nógu að snúast. „Ég hef verið mikið á ferða- lögum og hef flutt erindi og tekið þátt í ráðstefnum meðal annars í Bandaríkjunum og Kýpur.“ Lára Margrét starfaði sem ráðgjafi í heil- brigðismálum hjá hinu virta fyrirtæki Arthur D. Little í Bandaríkjunum fyrir mörgum árum. „Ég fór og fundaði um heilbrigðismál með fyrr- um kollegum mínum hjá fyrirtækinu og tók svo þátt í ráðstefnu um ekki ómerkari mál en heimsfrið og skilning. Á Kýpur tók ég svo þátt í ráðstefnu um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og fólksflutninga í boði þingsins þar í landi,“ segir Lára Margrét sem hefur alltaf meira en nóg fyrir stafni þó hún leggi það ekki í vana sinn að hafa hátt um það. MJÖG ÁNÆGÐ MEÐ LÍFIÐ „Ég var byrjuð í framhaldsnámi þegar ég var enn á þingi og ákvað að hætta, meðal ann- ars til að halda áfram í því,“ segir Svanfríður Jónasdóttir sem hætti þingmennsku sjálfvilj- ug áður en kjörtímabilinu lauk. „Ég byrjaði nú að læra stjórnun og reikna með að ljúka diplómunámi í stjórnun og halda svo áfram til meistaragráðu,“ segir Svanfríður Jónasdótt- ir sem segist síður en svo sakna þingsins. „Ég er satt að segja bara mjög ánægð með lífið og finnst það vera mikil forréttindi að geta skipt um og farið að gera annað og meira segja það sem mig langar til.“ BYGGIR HÚS FYRIR NORÐAN Páll Pétursson náði ekki tilætluðum árangri í prófkjöri Framsóknarflokksins og hefur aðal- lega sinnt búskap að Höllustöðum í sumar. „Þá er ég búinn að standa í húsbyggingu fyrir norðan þar sem ég var að stækka íbúðarhús en er nú kominn suður að mestu leyti,“ segir Páll sem segist ekki geta neitað því að hann sakni atsins á Alþingi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT ÆVINTÝRAHEIMUR Ólafur Örn Haraldsson segir að þó stjórn- málaheimurinn hafi verið virðulegur, þá hafi þetta verið mikill ævintýraheimur. KOMIN Í FJARNÁM Arnbjörg Sveinsdóttir er í ýmsum stjórnar- og nefndarstörfum auk þess sem hún er í fjarnámi við Háskólann á Akureyri. AFTUR KENNARI Sigríður hefur snúið sér aftur að kennslu. RÁÐGJAFI Árni Steinar vinnur aftur í sínu fagi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.