Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 14
14 9. nóvember 2003 SUNNUDAGUR ■ Viðskipti Kaupþing-Búnaðarbanki hefurkeypt 9,5% hlut í breska fjár- festingarbankanum Singer & Friedlander. Fastlega er búist við að bankinn hugi á frekari kaup og yfirtöku á breska bankanum. Kaupþing-Búnaðarbanki þarf að sækja um til breska fjármálaeftir- litsins áður en eignarhluturinn fer yfir 10%. Fyrstu níu mánuði ársins varhagnaður Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna 321 milljón króna, en var 490 milljónir árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam 1.293 milljónum á móti 1.480 milljónum ári áður. Hagnaður Jarðborana var 140milljónir fyrstu níu mánuði ársins samanborið við 110 milljón króna hagnað fyrir sama tímabil í fyrra. Jarðboranir keyptu Björgun hf. í haust en áhrifa þess gætir að litlu leyti í uppgjörinu. Lyfjafyrirtækið Pharmaco hefurstofnað dótturfélag í Bandaríkj- unum. Verðmæti samheitalyfja- markaðar í Bandaríkjunum er tal- inn vera á annað þúsund milljarða íslenskra króna. Að mati Pharmaco eru veruleg sóknarfæri á þessum markaði. Hagnaður af rekstri Vinnslu-stöðvarinnar í Vestmanna- eyjum nam 216 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins. Sam- dráttur hagnaðar miðað við sama tímabil í fyrra var 678 milljónir króna. ■ Vikan sem leið EKKI ER SOPIÐ KÁLIÐ Tveir kínverskir grænmetissalar bíða við- skiptavina á markaði í Peking í Kína. Bandarísk stjórnvöld þrýsta nú á Kínverja að lækka tolla á bandarískum framleiðslu- vörum og landbúnaðarafurðum. Á móti munu koma aukin þátttaka banka, síma- fyrirtækja og annarra þjónustufyrirtækja í viðskiptalífi Kína. VIRKUR EIGNARHLUTI Eignarhlutdeild sem gerir eigandanum kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun þess fyrirtækis sem eignarhlutdeild er í. Oftast er um að ræða beina eða óbeina eignarhlutdeild sem nemur 10% eða meira af eigin fé fyrirtækis eða atkvæðisrétti. ■ Hugtak vikunnar Björgólfur Thor Björgólfsson,stjórnarformaður Pharmaco, lagði áherslu á það í erindi sem hann flutti í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, í vikunni að Búlgarar yrðu að standa sig vel við að laða erlenda fjárfesta að landinu því augu viðskiptaheimsins væru á þróun mála þar. Þetta sagði hann á ráðstefnu um fjárfestingar útlend- inga í austur Evrópu en hann var þar frummælandi ásamt forseta Búlgaríu og forseta Svartfjalla- lands auk áhrifamanna í búlgörsku viðskiptalífi og alþjóðlegra fjár- festa. Björgólfur talaði þarna sem stjórnarformaður í Pharmaco sem tók þátt í stærsta einkavæðingar- verkefni Búlgaríu til þessa. Úr því varð lyfjafyrirtækið Balkanp- harma. Hann er einnig einn stjórn- arformanna Heineken-bjórfram- leiðandans í Rússlandi þar sem hann sinnti viðskiptum um árabil í félagi við föður sinn, Björgólf Guð- mundsson, og Magnús Þorsteins- son. Kaup á búlgarska símanum í pólitískum hnút Í erindi sínu sagði Björgólfur Thor að lönd suðaustur Evrópu hefðu mikla möguleika til að stæk- ka efnahagslíf sitt og að hans reynsla af því að stunda viðskipti í Búlgaríu væru yfir höfuð góð. Hins vegar segir hann afar mikil- vægt að stjórnmálamenn standi stöðugt við bakið á ferlinu. Hann sagði að það ylli erlendum fjárfest- um áhyggjum hversu langan tíma tæki að ljúka einkavæðingarverk- efnum upp á síðkastið í Búlgaríu. Hann vísar til þess hversu seint hefur gengið að ljúka sölu á búl- garska landssím- anum, BTC, en hann er þar í hópi alþjóðlegra fjár- festa sem vilja kaupa fyrirtækið. Markmiðið með kaupunum er að sögn Björgólfs Thors, að fyrir- tækið leiki lykil- hlutverk í fjar- skiptamálum í suð- austur Evrópu. Æðsti stjórn- s ý s l u d ó m s t ó l l Búlgaríu hefur skorið úr um að búlgarska ríkið skuli ganga að til- boði alþjóðlegu f j á r f e s t a n n a . Bandaríska fjár- festingafyrirtækið Advent International er í fararbroddi fjár- festanna en næst stærsti fjár- festirinn í hópnum er fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors. Kaupin eru þó ekki frágengin þar sem þau hafa lent í pólitískum hnút. Þrátt fyrir úrskurð dómstóls- ins hefur einkavæðingarnefnd Búlgaríu ekki skorið úr um hvort tilboðinu sem hljóðar upp á rúma 25 milljarða króna fyrir 65% hlut í símanum, verði tekið. Ástæða þess er að málið er viðkvæmt fyrir samsteypu- stjórnina í Búlgaríu. Móttilboð í símann kom frá fyrirtæki sem er í tengslum við tyrkneskt símafyrir- tæki en í samsteypu- stjórninni situr flokkur tyrkneska minnihlutans í Búlgaríu. Bandaríski sendi- herrann hefur lýst því yfir að verði til- boði alþjóðlegu fjár- festanna ekki tekið, stefni það viðskipta- samböndum Banda- ríkjamanna í Búlgaríu í hættu. Björgólfur Thor hefur átt fundi með æðstu ráðamönnum í Búlgar- íu til að freista þess að höggva á hnútinn. BTC leiki lykilhlutverk Í framsögu sinni á ráðstefnunni sagði Björgólfur Thor að ætlunin sé að gera hið sama með búlgarska símafyrirtækið og gert var með Pharmaco. Það sé því sárt að fylgj- ast með því hversu illa hefur geng- ið að ljúka samkomulagi um BTC. Fyrirtækið hafi mikla möguleika á að eflast en nú skorti skýra leið- sögn. Reglurnar verði að vera gagnsæjar en óvissan eyðileggi fyrir öllum. „Þátttakendur á al- þjóðlegum fjárfestingamörkuðum munu fylgjast vandlega með af- drifum þessara samninga og öðr- um tilraunum til að efla hagvöxt. Ég veit það því það er stöðugt ver- ið að spyrja mig,“ sagði hann. Hann leggur mikla áherslu á það að með því að samþykkja til- boð alþjóðlegu fjárfestanna í BTC, sé búlgarska ríkisstjórnin að senda skýr skilaboð til annarra fjárfesta eins og hann segir að raunin hafi verið þegar Balkanpharma varð til. Í frétt í dagblaðinu Pari á mið- vikudag segir Björgólfur Thor að ef ferli erlendra fjárfestinga í Búlgaríu eigi að halda áfram, verði ríkisstjórnin að undirrita stóra einkavæðingarsamninga. Í Novinar-dagblaðinu á fimmtu- dag segir að Evrópski fjárfesting- arbankinn, einn aðstandenda til- boðs Björgólfs og félaga, sé ekki ánægður með seinaganginn í samningum um búlgarska símann og að bankinn íhugi að endurskoða stuðning sinn við fjárfestingaverk- efni í landinu. Á ráðstefnunni í síð- ustu viku voru samankomnir full- trúar nánast allra sem standa að tilboðinu í BTC. Stórir bankar og fjárfestingasjóðir, sendu fulltrúa. Greint var frá því að frá því í sum- ar hefði Viva Ventures, sem er fé- lag fjárfestanna, skrifað þrjú bréf til einkavæðingarnefndar ríkis- stjórnarinnar án þess að svör hefðu borist. Frumkvöðull í eðli sínu Í viðtali við enskumælandi dag- blað í Búlgaríu sagði Björgólfur að hann væri orðinn þreyttur á töfun- um og að hann hefði áhuga á að taka til starfa og vinna með fyrir- tækið. Hann segist ekki hafa áhuga á formsatriðum, hann sé frumkvöðull í eðli sínu. Fyrirætlanir hans með BTC eru að nútímavæða fyrirtækið og víkka starfsemina út til nágranna- landanna. Í þriðja lagi segist Björgólfur ekki vera í þeim hópi fjárfesta sem kaupi fyrirtæki einn daginn og selji það hinn næsta. „Ég tek að mér fyrirtæki og breyti því í eitthvað miklu stærra. Af þeim fyrirtækjum sem ég hef tekið að mér, hef ég bara selt eitt,“ segir hann. „Og ég seldi það eftir tíu ár til Heineken, ég er enn í stjórn Heineken og ráðgjafi þess í Rúss- landi. Ég vil sjá fyrirtæki vaxa. Það gildir hið sama um BTC. Það er það sem greinir okkur frá hefð- bundnum fjárfestum.“ Í viðskiptafréttablaðinu Dnevnik segir Björgólfur að fjárfestarnir hafi einfaldar kröfur, að afhenda búlgörsku ríkisstjórninni peninga, taka hlutabréfin í símafyrirtækinu og að hefja störf þannig að Búlgar- ía geti hafist handa við stafrænt símkerfi árið 2007. „Við erum reiðubúnir að hefjast handa strax, við höfum ráðið þekkta tæknisér- fræðinga, ráðgjafa og tæknimenn sem við höfum verið að ráða síð- ustu sex til sjö mánuðina. Það eru engin efnahagsleg eða raunhæf rök fyrir því að fresta viðskiptun- um. Ég skil ekki hvar vandamálið er og af hverju enginn vill segja okkur hvað það er.“ kgb@frettabladid.is Björgólfur Thor Björgólfsson lýsir þungum áhyggjum erlendra fjárfesta af hægfara einkavæðingarferli í Búlgar- íu. Hann flutti framsögu á ráðstefnu helstu áhrifamanna í búlgörsku viðskiptalífi. Sjónarmiðin hafa vakið at- hygli búlgarskra fjölmiðla. Kaup hans og annarra á búlgarska landssímanum eru í pólitískum hnút: Björgólfur í Búlgaríu BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON „Það eru engin efnahagsleg eða raunhæf rök fyrir því að fresta viðskiptunum. Ég skil ekki hvar vandamálið er og af hverju enginn vill segja okkur hvað það er,“ sagði Björgólfur í viðtali við viðskiptafréttablaðið Dnevnik. ÚR BÚLGARSKA DAGBLAÐINU PARI Björgólfur Thor er þekktur maður í búlgörsku viðskiptalífi og skoðanir hans á einkavæðingarferli búlgarska símans hafa vakið mikla athygli fjöl- miðla þar í landi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.