Fréttablaðið - 15.11.2003, Page 62
Marta Guðný Halldórsdóttiróperusöngkona kýs oftast að
eiga róleg laugardagskvöld: „Við
erum orðin svo heimakær við
hjónin. Við erum bæði tónlistar-
fólk og vinnum oft á kvöldin. Þeg-
ar við eigum frí er því notalegt að
vera heima,“ segir Marta en hún
er gift píanóleikaranum Erni
Magnússyni: „Ég man til dæmis
ekki svo langt aftur að ég geti rifj-
að upp síðustu bíóferð, við erum
greinilega ægilega gamaldags,“
segir Marta.
Óperusöngkonan segir að ný
hefð hafi myndast á heimilinu:
„Við fáum okkur blandaðan rifs-
berjasafa í glas og skiptumst á að
lesa fyrir hvert annað. Við byrjuð-
um á þessu í fyrra og lásum sam-
an alla Hringadróttinssögu. Þetta
er tilhlökkunarefni á hverjum
degi og mikil stemning í kringum
þetta. Nú er algjör veisla í gangi
því við erum að lesa nýju Harry
Potter-bókina.“
Marta hefur í nógu að snúast í
söngnum og fer nú meðal annars
með hlutverk í unglingaóperunni
Dokaðu við: „Það eru morgunsýn-
ingar á unglingaóperunni þannig
að ég er ekki mikið að skemmta
mér á kvöldin. Ef maður er í há-
vaða og þarf að tala mjög hátt get-
ur það bitnað á röddinni og eins
það að vera í miklum reyk. Ég
valdi mér snemma fag og listin
tekur hug manns allan þannig að
ég hef aldrei verið mikið fyrir að
sækja skemmtistaði. Það er svo
mikil gróska í listalífinu núna og
maður reynir auðvitað að fylgjast
með því sem er að gerast. En mér
finnst langskemmtilegast að gera
mér glaðan dag eftir að hafa kom-
ið fram á tónleikum. Þá eru allir
svo hátt uppi og stemning í hópn-
um og því gaman að blanda geði
við áheyrendur og samstarfs-
fólk.“ ■
50 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR
Haraldur Gíslason, beturþekktur sem Halli trommu-
leikari í Botnleðju, hefur tekið
að sér að kynna hljóðfæri í
Stundinni okkar ásamt syni sín-
um Gabríel Gísla, sem er fjög-
urra ára.
„Við kynnum hljóðfærin, fikt-
um í þeim og skoðum þau á okk-
ar forsendum án þess að kunna
neitt sérstaklega á þau,“ segir
Halli, sem spilar á trommur og
stundum gítar.
Halli leggur stund á leikskóla-
kennaranám við Kennarahá-
skóla Íslands en vann áður á
leikskólanum Hörðuvöllum.
Hann gaf fyrir nokkru út barna-
plötuna Hallilúja, sem fékk góð-
ar móttökur. Hann segist þó ekki
hafa velt fyrir sér framhalds-
plötu. „Það er ekkert í deiglunni
og ég hef ekkert spáð í það,“ seg-
ir Halli trommari og nú sjón-
varpsmaður. ■
Stundin okkar
HALLI Í BOTNLEÐJU
■ Hann er kominn í Stundina okkar þar
sem hann skoðar hin ýmsu hljóðfæri
ásamt syni sínum, Gabríel Gísla.
Fikta í hljóðfærum
Laugardagskvöld
MARTA GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR
■ óperusöngkonunni finnst
langskemmtilegast að gera sér glaðan
dag þegar allir eru hátt uppi eftir vel
heppnaða tónleika.
Íslensk
poppstjarna
í Lúxemborg
í dag
Jón
Ólafsson
floginn
Sagan
öll
Fyrsta
glasabarnið
atvinnumaður í
fótbolta
ROKKAÐ
Halli í Botnleðju fiktar nú í hljóðfærum
í Stundinni okkar ásamt syni sínum
Gabríel Gísla, sem er fjögurra ára. Að sögn
Halla kunna þeir ekki endilega á
hljóðfærin sem þeir fikta í.
KÓSÝ KVÖLD
Fjölskylda Mörtu kemur saman á
hverjum degi og skiptist á að lesa
upphátt úr Harry Potter.
Tilhlökkunarefni
á hverjum degi
Ringway Rafmagnspíanó
Tilboð
kr. 79
.900
Gítarinn ehf.
Stórhöfða 27
sími 552-2125 og 895-9376
www. gitarinn.is
gitarinn@gitarinn.is
Fimmtudagur 13. nóv kl. 20.00
Laugardagur 15.nóv kl. 20.00
Fimmtudagur 20.nóv kl 20.00
Föstudagur 21.nóv kl. 20.00
Laugardagur 22.nóv. kl 20.00
Miðasala í Borgarleikhúsinu
í síma 568 8000
CommonNonsense
Borgarleikhúsið, Nýja sviðið
Aðeins 5 sýningar eftir:
„Hópnum sem stendur að Comm-
onNonsense tekst að búa til sýningu
sem fyrst og fremst er stórkostleg
skemmtun fyrir áhorfandann.“
EK, Kistan.is
„Þetta er bæði mjög
skemmtileg og um-
fram allt hugvitsamleg
sýning.“ SH, mbl.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T