Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 62
Marta Guðný Halldórsdóttiróperusöngkona kýs oftast að eiga róleg laugardagskvöld: „Við erum orðin svo heimakær við hjónin. Við erum bæði tónlistar- fólk og vinnum oft á kvöldin. Þeg- ar við eigum frí er því notalegt að vera heima,“ segir Marta en hún er gift píanóleikaranum Erni Magnússyni: „Ég man til dæmis ekki svo langt aftur að ég geti rifj- að upp síðustu bíóferð, við erum greinilega ægilega gamaldags,“ segir Marta. Óperusöngkonan segir að ný hefð hafi myndast á heimilinu: „Við fáum okkur blandaðan rifs- berjasafa í glas og skiptumst á að lesa fyrir hvert annað. Við byrjuð- um á þessu í fyrra og lásum sam- an alla Hringadróttinssögu. Þetta er tilhlökkunarefni á hverjum degi og mikil stemning í kringum þetta. Nú er algjör veisla í gangi því við erum að lesa nýju Harry Potter-bókina.“ Marta hefur í nógu að snúast í söngnum og fer nú meðal annars með hlutverk í unglingaóperunni Dokaðu við: „Það eru morgunsýn- ingar á unglingaóperunni þannig að ég er ekki mikið að skemmta mér á kvöldin. Ef maður er í há- vaða og þarf að tala mjög hátt get- ur það bitnað á röddinni og eins það að vera í miklum reyk. Ég valdi mér snemma fag og listin tekur hug manns allan þannig að ég hef aldrei verið mikið fyrir að sækja skemmtistaði. Það er svo mikil gróska í listalífinu núna og maður reynir auðvitað að fylgjast með því sem er að gerast. En mér finnst langskemmtilegast að gera mér glaðan dag eftir að hafa kom- ið fram á tónleikum. Þá eru allir svo hátt uppi og stemning í hópn- um og því gaman að blanda geði við áheyrendur og samstarfs- fólk.“ ■ 50 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Haraldur Gíslason, beturþekktur sem Halli trommu- leikari í Botnleðju, hefur tekið að sér að kynna hljóðfæri í Stundinni okkar ásamt syni sín- um Gabríel Gísla, sem er fjög- urra ára. „Við kynnum hljóðfærin, fikt- um í þeim og skoðum þau á okk- ar forsendum án þess að kunna neitt sérstaklega á þau,“ segir Halli, sem spilar á trommur og stundum gítar. Halli leggur stund á leikskóla- kennaranám við Kennarahá- skóla Íslands en vann áður á leikskólanum Hörðuvöllum. Hann gaf fyrir nokkru út barna- plötuna Hallilúja, sem fékk góð- ar móttökur. Hann segist þó ekki hafa velt fyrir sér framhalds- plötu. „Það er ekkert í deiglunni og ég hef ekkert spáð í það,“ seg- ir Halli trommari og nú sjón- varpsmaður. ■ Stundin okkar HALLI Í BOTNLEÐJU ■ Hann er kominn í Stundina okkar þar sem hann skoðar hin ýmsu hljóðfæri ásamt syni sínum, Gabríel Gísla. Fikta í hljóðfærum Laugardagskvöld MARTA GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR ■ óperusöngkonunni finnst langskemmtilegast að gera sér glaðan dag þegar allir eru hátt uppi eftir vel heppnaða tónleika. Íslensk poppstjarna í Lúxemborg í dag Jón Ólafsson floginn Sagan öll Fyrsta glasabarnið atvinnumaður í fótbolta ROKKAÐ Halli í Botnleðju fiktar nú í hljóðfærum í Stundinni okkar ásamt syni sínum Gabríel Gísla, sem er fjögurra ára. Að sögn Halla kunna þeir ekki endilega á hljóðfærin sem þeir fikta í. KÓSÝ KVÖLD Fjölskylda Mörtu kemur saman á hverjum degi og skiptist á að lesa upphátt úr Harry Potter. Tilhlökkunarefni á hverjum degi Ringway Rafmagnspíanó Tilboð kr. 79 .900 Gítarinn ehf. Stórhöfða 27 sími 552-2125 og 895-9376 www. gitarinn.is gitarinn@gitarinn.is Fimmtudagur 13. nóv kl. 20.00 Laugardagur 15.nóv kl. 20.00 Fimmtudagur 20.nóv kl 20.00 Föstudagur 21.nóv kl. 20.00 Laugardagur 22.nóv. kl 20.00 Miðasala í Borgarleikhúsinu í síma 568 8000 CommonNonsense Borgarleikhúsið, Nýja sviðið Aðeins 5 sýningar eftir: „Hópnum sem stendur að Comm- onNonsense tekst að búa til sýningu sem fyrst og fremst er stórkostleg skemmtun fyrir áhorfandann.“ EK, Kistan.is „Þetta er bæði mjög skemmtileg og um- fram allt hugvitsamleg sýning.“ SH, mbl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.